Ekki langt í ofbeldið þegar fólk leyfir sér að sýna fordómana á götum úti Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. júlí 2022 12:25 Tótla er fræðslustýra Samtakanna '78. Hún segir bakslag hafa orðið í baráttunni við fordóma í garð hinsegin fólks. Samsett Fræðslustýra samtakanna '78 segir að fordómar gegn hinsegin fólki dreifist enn hraðar meðal ungs fólks á netinu. Stórt bakslag hafi orðið í réttindabaráttunni en tískubylgja sem snýst um að gelta á hinsegin fólk á almannafæri fer nú um samfélagsmiðla. Í gær greindu tveir menn sem voru úti á lífinu að fagna brúðkaupsafmæli sínu, frá því að þrír karlmenn á þrítugsaldri hefðu komið að þeim, gelt á þá og kallað illum nöfnum. Tótla I. Sæmundsdóttir, fræðslustýra hjá Samtökunum '78 segir sams konar mál hafa komið á borð samtakanna upp á síðkastið. Þar hafi verið um ungmenni að ræða. „Við erum að tala um fullorðna menn að fagna brúðkaupsafmælinu sínu niðri í bæ og annar hópur af fullorðnum mönnum byrjar að gelta á þá. Það er eitthvað sem ég hef ekki séð áður, hingað til.“ Stórt bakslag Málið sé angi af tískustefnu af samfélagsmiðlinum TikTok, sem snúist um að afmanneskjuvæða hinsegin fólk. Það sé merki um bakslag í baráttunni gegn fordómum. „Tilfinning mín er að bakslagið sé stórt eins og er. En svo sjáum við þetta alltaf í bylgjum eins og við höfum svolítið talað um, þetta svona kemur og fer.“ Mikilvægt sé að bregðast við með afgerandi hætti. „Þetta þarf að vera samstarfsverkefni heimilanna, foreldranna, og þetta þarf að koma inn í skólakerfið. Þetta er í raun bara spurning um fræðslu og sýnileika held ég. Það eru sterkustu vopnin sem við höfum átt til þess að eiga við fordóma og fáfræði.“ Áreitni er eitt, ofbeldi annað Tótla telur fæsta átta sig á raunveruleika hinsegin fólks, og fordómunum sem það getur átt von á. „Ég held að fæstir séu meðvitaðir um það að hinsegin fólk er alltaf meðvitað um hættuna. Við erum meðvituð um það að við getum lent í áreitni og ofbeldi.“ „Eitt er að geta búist við áreitni og annað er að geta búist við ofbeldi, en við erum náttúrulega alltaf hrædd um það að þetta sé stigmögnun á einhverju. Þegar fólk leyfir sér að sýna fordóma svona opinberlega, þá er ekki langt í hitt,“ segir Tótla. Hinsegin Tengdar fréttir Telja að bakslag hafi orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks Sýnileikinn er sterkasta vopnið var yfirskrift samstöðufundar hinsegin fólks vegna hryðjuverkaárásarinnar í Osló sem haldinn var á Austurvelli í dag. Talsmenn fundarins telja að bakslag hafi orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks. 30. júní 2022 20:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Ástralski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Sjá meira
Í gær greindu tveir menn sem voru úti á lífinu að fagna brúðkaupsafmæli sínu, frá því að þrír karlmenn á þrítugsaldri hefðu komið að þeim, gelt á þá og kallað illum nöfnum. Tótla I. Sæmundsdóttir, fræðslustýra hjá Samtökunum '78 segir sams konar mál hafa komið á borð samtakanna upp á síðkastið. Þar hafi verið um ungmenni að ræða. „Við erum að tala um fullorðna menn að fagna brúðkaupsafmælinu sínu niðri í bæ og annar hópur af fullorðnum mönnum byrjar að gelta á þá. Það er eitthvað sem ég hef ekki séð áður, hingað til.“ Stórt bakslag Málið sé angi af tískustefnu af samfélagsmiðlinum TikTok, sem snúist um að afmanneskjuvæða hinsegin fólk. Það sé merki um bakslag í baráttunni gegn fordómum. „Tilfinning mín er að bakslagið sé stórt eins og er. En svo sjáum við þetta alltaf í bylgjum eins og við höfum svolítið talað um, þetta svona kemur og fer.“ Mikilvægt sé að bregðast við með afgerandi hætti. „Þetta þarf að vera samstarfsverkefni heimilanna, foreldranna, og þetta þarf að koma inn í skólakerfið. Þetta er í raun bara spurning um fræðslu og sýnileika held ég. Það eru sterkustu vopnin sem við höfum átt til þess að eiga við fordóma og fáfræði.“ Áreitni er eitt, ofbeldi annað Tótla telur fæsta átta sig á raunveruleika hinsegin fólks, og fordómunum sem það getur átt von á. „Ég held að fæstir séu meðvitaðir um það að hinsegin fólk er alltaf meðvitað um hættuna. Við erum meðvituð um það að við getum lent í áreitni og ofbeldi.“ „Eitt er að geta búist við áreitni og annað er að geta búist við ofbeldi, en við erum náttúrulega alltaf hrædd um það að þetta sé stigmögnun á einhverju. Þegar fólk leyfir sér að sýna fordóma svona opinberlega, þá er ekki langt í hitt,“ segir Tótla.
Hinsegin Tengdar fréttir Telja að bakslag hafi orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks Sýnileikinn er sterkasta vopnið var yfirskrift samstöðufundar hinsegin fólks vegna hryðjuverkaárásarinnar í Osló sem haldinn var á Austurvelli í dag. Talsmenn fundarins telja að bakslag hafi orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks. 30. júní 2022 20:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Ástralski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Sjá meira
Telja að bakslag hafi orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks Sýnileikinn er sterkasta vopnið var yfirskrift samstöðufundar hinsegin fólks vegna hryðjuverkaárásarinnar í Osló sem haldinn var á Austurvelli í dag. Talsmenn fundarins telja að bakslag hafi orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks. 30. júní 2022 20:00