„Ég þurfti bara að vinna upp fyrir þetta klúður“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. júlí 2022 18:45 Berglind Björg Þorvaldsdóttir fagnaði marki sínu vel og innilega. Vísir/Vilhelm Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði fyrsta mark Íslands á EM 2022 í 1-1 jafntefli liðsins gegn Belgíu í opnunarleik D-riðils. Hún nætti þá upp fyrir vítaspyrnu sem hún lét verja frá sér í fyrri hálfleik og segir það hafa verið mikinn létti. „Þetta var gríðarlega erfiður og fjörugur leikur og í rauninni bara fúlt að hafa ekki unnið hann,“ sagði Berglind Björg í samtali við RÚV eftir leik. Berglind kom íslenska liðinu í 1-0 forystu þegar hún stangaði fyrirgjöf Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur í netið á 50. mínútu, en eins og áður segir hafði Berglind klikkað á vítaspyrnu í fyrri hálfleikþ „Ég þurfti bara að vinna upp fyrir þetta klúður og það var auðvitað bara mjög gaman að skora. Ég sá að hann var að koma á fjær og ég sá þetta alveg inni.“ „Þetta var bara léttir. Það var geggjað móment að geta fagnað með stuðningsmönnunum og bara algjört æði.“ Berglind vildi þó ekki dvelja of lengi við vítaspyrnuna sem hún klikkaði á og hélt svörum sínum við spurningum um hana stuttum. „Ég eiginlega veit ekki hvað ég á að segja. Ég þarf bara að gera betur,“ sagði Berglind um vítaspyrnuna. Berglind fór svo að lokum stuttlega yfir leikinn sjálfan í heild sinni og hún gat verið ánægð með spilamennsku íslenska liðsins. „Við vorum ógnandi og varnarleikurinn heilt yfir var mjög góður. Við vorum oft að ná að pressa þær hátt uppi og vinna boltann og koma okkur í góðar stöður. Við þurfum bara að nýta færin betur og við erum að fara að fínpússa okkur fyrir næsta leik.“ „Ég vil bara fá enn meiri gæði fram á við og að við náum að klára á markið. Við vorum að ná að koma okkur í góðar stöður en náðum ekki að klára,“ sagði Berglind Björg að lokum. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir „Þetta dettur með okkur í næsta leik“ „Held að við áttum meira skilið, áttum fullt af góðum færum – dauðafærum – og hefðum getað skorað úr vítinu en svona er þetta bara,“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir í viðtali við RÚV eftir landsleik Íslands og Belgí á EM kvenna í fótbolta. 10. júlí 2022 18:15 Sveindís Jane best en Glódís Perla og Karólína Lea ekki langt undan Að mati Íþróttadeildar Vísis þá var Sveindís Jane Jónsdóttir besti leikmaður Íslands í dag er liðið gerði 1-1 jafntefli við Belgíu í fyrsta leik Evrópumóts kvenna í fótbolta. Þær Glódís Perla Viggósdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir voru ekki langt þar á eftir. Almennt átti íslenska liðið góðan dag en því miður féll þetta ekki með Íslandi í dag. 10. júlí 2022 18:30 Leik lokið: Belgía-Ísland 1-1 | Allt jafnt í Manchester Ísland og Belgía gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust á akademíuvelli Manchester City í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta í dag. Ísland komst yfir en klaufaleg vítaspyrna kom Belgíu inn í leikinn og því fór sem fór. 10. júlí 2022 17:55 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Handbolti Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Sjá meira
„Þetta var gríðarlega erfiður og fjörugur leikur og í rauninni bara fúlt að hafa ekki unnið hann,“ sagði Berglind Björg í samtali við RÚV eftir leik. Berglind kom íslenska liðinu í 1-0 forystu þegar hún stangaði fyrirgjöf Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur í netið á 50. mínútu, en eins og áður segir hafði Berglind klikkað á vítaspyrnu í fyrri hálfleikþ „Ég þurfti bara að vinna upp fyrir þetta klúður og það var auðvitað bara mjög gaman að skora. Ég sá að hann var að koma á fjær og ég sá þetta alveg inni.“ „Þetta var bara léttir. Það var geggjað móment að geta fagnað með stuðningsmönnunum og bara algjört æði.“ Berglind vildi þó ekki dvelja of lengi við vítaspyrnuna sem hún klikkaði á og hélt svörum sínum við spurningum um hana stuttum. „Ég eiginlega veit ekki hvað ég á að segja. Ég þarf bara að gera betur,“ sagði Berglind um vítaspyrnuna. Berglind fór svo að lokum stuttlega yfir leikinn sjálfan í heild sinni og hún gat verið ánægð með spilamennsku íslenska liðsins. „Við vorum ógnandi og varnarleikurinn heilt yfir var mjög góður. Við vorum oft að ná að pressa þær hátt uppi og vinna boltann og koma okkur í góðar stöður. Við þurfum bara að nýta færin betur og við erum að fara að fínpússa okkur fyrir næsta leik.“ „Ég vil bara fá enn meiri gæði fram á við og að við náum að klára á markið. Við vorum að ná að koma okkur í góðar stöður en náðum ekki að klára,“ sagði Berglind Björg að lokum.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir „Þetta dettur með okkur í næsta leik“ „Held að við áttum meira skilið, áttum fullt af góðum færum – dauðafærum – og hefðum getað skorað úr vítinu en svona er þetta bara,“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir í viðtali við RÚV eftir landsleik Íslands og Belgí á EM kvenna í fótbolta. 10. júlí 2022 18:15 Sveindís Jane best en Glódís Perla og Karólína Lea ekki langt undan Að mati Íþróttadeildar Vísis þá var Sveindís Jane Jónsdóttir besti leikmaður Íslands í dag er liðið gerði 1-1 jafntefli við Belgíu í fyrsta leik Evrópumóts kvenna í fótbolta. Þær Glódís Perla Viggósdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir voru ekki langt þar á eftir. Almennt átti íslenska liðið góðan dag en því miður féll þetta ekki með Íslandi í dag. 10. júlí 2022 18:30 Leik lokið: Belgía-Ísland 1-1 | Allt jafnt í Manchester Ísland og Belgía gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust á akademíuvelli Manchester City í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta í dag. Ísland komst yfir en klaufaleg vítaspyrna kom Belgíu inn í leikinn og því fór sem fór. 10. júlí 2022 17:55 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Handbolti Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Sjá meira
„Þetta dettur með okkur í næsta leik“ „Held að við áttum meira skilið, áttum fullt af góðum færum – dauðafærum – og hefðum getað skorað úr vítinu en svona er þetta bara,“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir í viðtali við RÚV eftir landsleik Íslands og Belgí á EM kvenna í fótbolta. 10. júlí 2022 18:15
Sveindís Jane best en Glódís Perla og Karólína Lea ekki langt undan Að mati Íþróttadeildar Vísis þá var Sveindís Jane Jónsdóttir besti leikmaður Íslands í dag er liðið gerði 1-1 jafntefli við Belgíu í fyrsta leik Evrópumóts kvenna í fótbolta. Þær Glódís Perla Viggósdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir voru ekki langt þar á eftir. Almennt átti íslenska liðið góðan dag en því miður féll þetta ekki með Íslandi í dag. 10. júlí 2022 18:30
Leik lokið: Belgía-Ísland 1-1 | Allt jafnt í Manchester Ísland og Belgía gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust á akademíuvelli Manchester City í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta í dag. Ísland komst yfir en klaufaleg vítaspyrna kom Belgíu inn í leikinn og því fór sem fór. 10. júlí 2022 17:55