„Tilfinningin var allan leikinn að við værum að fara að skora og vinna“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. júlí 2022 20:46 Sif Atladóttir í leik dagsins. Vísir/Vilhelm „Við hefðum viljað þrjú stig, en við virðum stigið við sterkt Belgalið,“ sagði Sif Atladóttir í leikslok eftir 1-1 jafntefli Íslands og Belgíu í opnunarleik D-riðils á EM kvenna í knattspyrnu. „Við mættum vel undirbúnar og þjálfararnir og Lúlli og Tommi voru búnir að greina Belgana vel. Mér fannst við halda þeim í skefjum allan leikinn og bara svekkjandi að taka ekki öll stigin. En eins og ég segi þá bara virðum við stigið núna. Þetta er eitt stig á töflu, sem er meira en við gerðum seinast þannig að þetta er fínt.“ Í íslenska liðinu býr mikil reynsla og Sif er með þeim reynslumeiri í liðinu. Hún segir að þrátt fyrir að vera frekar þreytt svona strax eftir leik sé hún nokkuð góð í líkamanum. „Ég er bara góð. Ég er mjög þreytt, en það er bara allt í lagi. Það er endurheimt á morgun og svo fáum við knús frá fjölskyldunni eftir tvo daga. Þannig að maður verður endurnærður á líkama og sál eftir þessa daga og getum undirbúið okkur vel fyrir leikinn gegn Ítalíu.“ Þrátt fyrir að hafa farið inn í hálfleikinn í stöðunni 0-0 eftir að hafa brennt af vítaspyrnu segir Sif að stemningin í klefanum hafi verið góð og að liðið hafi haft trú á verkefninu. „Stemningin var bara góð. Mér fannst við bara hafa tök á þessu og við vissum alltaf að við vorum að fara að skora. Tilfinningin var allan leikinn að við vorum að fara að skora og vinna þennan leik.“ „Mér fannst seinni hálfleikurinn líða ansi hratt og ég ætla aðeins að fá að skoða hvort þetta hafi ekki verið 45 mínútur. Belgarnir eru með sterkt lið og eru með X-factora sem geta klárað leiki fyrir þær. En mér fannst við halda þeim niðri og það var markmiðið í þessum leik. Við tökum eitt stig með okkur og það er bara mikilvægt.“ Þá fannst Sif íslenska liðið stjórna leiknum frá upphafi til enda. „Já, mér fannst það. Svo komast þær aðeins inn og ná kannski að setja hann aðeins á bakvið línu hjá okkur, en mér fannst við bara stjórna þessu vel. Við eru mvel drillaðar og þekkjum hverja aðra vel. Manni leið bara vel allan leikinn. Við vorum vel undirbúnar.“ Svindís Jane Jónsdóttir var valin maður leiksins í dag og Sif eyddi nokkrum orðum í að hrósa henni. „Hún er geggjuð. Þetta var vel verðskuldað og sýnir bara styrkinn sem við erum með í hópnum. Breiddin er frábær.“ Sjá mátti stóran fána merktan Atla Eðvaldssyni, pabba Sifjar, á vellinum. Sif segir það gott að sjá pabba í stúkunni, en Atli, sem lék á sínum tíma 70 leiki fyrir íslenska karlalandsliðið, lést úr krabbameini árið 2019. „Það er geggjað. Hann hefði verið, og er stoltur. Hann var mikill City-maður sjálfur þannig að það er bara draumur að koma hingað og fá að spila á þessum velli sem er með svona mikla tengingu við þetta stóra lið. Hann er alltaf með okkur og var það í dag líka.“ Klippa: Sif Atladóttir eftir leik EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
„Við mættum vel undirbúnar og þjálfararnir og Lúlli og Tommi voru búnir að greina Belgana vel. Mér fannst við halda þeim í skefjum allan leikinn og bara svekkjandi að taka ekki öll stigin. En eins og ég segi þá bara virðum við stigið núna. Þetta er eitt stig á töflu, sem er meira en við gerðum seinast þannig að þetta er fínt.“ Í íslenska liðinu býr mikil reynsla og Sif er með þeim reynslumeiri í liðinu. Hún segir að þrátt fyrir að vera frekar þreytt svona strax eftir leik sé hún nokkuð góð í líkamanum. „Ég er bara góð. Ég er mjög þreytt, en það er bara allt í lagi. Það er endurheimt á morgun og svo fáum við knús frá fjölskyldunni eftir tvo daga. Þannig að maður verður endurnærður á líkama og sál eftir þessa daga og getum undirbúið okkur vel fyrir leikinn gegn Ítalíu.“ Þrátt fyrir að hafa farið inn í hálfleikinn í stöðunni 0-0 eftir að hafa brennt af vítaspyrnu segir Sif að stemningin í klefanum hafi verið góð og að liðið hafi haft trú á verkefninu. „Stemningin var bara góð. Mér fannst við bara hafa tök á þessu og við vissum alltaf að við vorum að fara að skora. Tilfinningin var allan leikinn að við vorum að fara að skora og vinna þennan leik.“ „Mér fannst seinni hálfleikurinn líða ansi hratt og ég ætla aðeins að fá að skoða hvort þetta hafi ekki verið 45 mínútur. Belgarnir eru með sterkt lið og eru með X-factora sem geta klárað leiki fyrir þær. En mér fannst við halda þeim niðri og það var markmiðið í þessum leik. Við tökum eitt stig með okkur og það er bara mikilvægt.“ Þá fannst Sif íslenska liðið stjórna leiknum frá upphafi til enda. „Já, mér fannst það. Svo komast þær aðeins inn og ná kannski að setja hann aðeins á bakvið línu hjá okkur, en mér fannst við bara stjórna þessu vel. Við eru mvel drillaðar og þekkjum hverja aðra vel. Manni leið bara vel allan leikinn. Við vorum vel undirbúnar.“ Svindís Jane Jónsdóttir var valin maður leiksins í dag og Sif eyddi nokkrum orðum í að hrósa henni. „Hún er geggjuð. Þetta var vel verðskuldað og sýnir bara styrkinn sem við erum með í hópnum. Breiddin er frábær.“ Sjá mátti stóran fána merktan Atla Eðvaldssyni, pabba Sifjar, á vellinum. Sif segir það gott að sjá pabba í stúkunni, en Atli, sem lék á sínum tíma 70 leiki fyrir íslenska karlalandsliðið, lést úr krabbameini árið 2019. „Það er geggjað. Hann hefði verið, og er stoltur. Hann var mikill City-maður sjálfur þannig að það er bara draumur að koma hingað og fá að spila á þessum velli sem er með svona mikla tengingu við þetta stóra lið. Hann er alltaf með okkur og var það í dag líka.“ Klippa: Sif Atladóttir eftir leik
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira