Arftaki Kristals Mána fundinn: „Glaður og spenntur, það eru orðin tvö“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. júlí 2022 16:01 Danijel Dejan Djuric, nýjasti leikmaður Víkings. Vísir/Sigurjón Danijel Dejan Djuric er genginn í raðir Íslands- og bikarmeistara Víkings. Hann kemur úr unglingastarfi Midtjylland í Danmörku en þessi ungi leikmaður lék með Blikum áður en hann fór út í atvinnumennsku árið 2019. Danijel er aðeins 19 ára gamall og var framtíð hans í lausu lofti eftir að samningur hans við Midtjylland rann út á dögunum. Ákvað hann að koma heim og feta í fótspor Kristals Mána Ingasonar sem kom heim eftir dvöl í Danmörku og hefur gjörsamlega sprungið út undir styrkri handleiðslu Arnars. Kristall Máni er nú á leið til norska stórliðsins Rosenborgar þó svo að hann stefni á að spila með Víkingum út júlímánuð. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var þó ekkert að tvínóna við hlutina og sótti arftaka Kristals Mána þó svo að hann sé enn leikmaður Víkings. Inn er kominn leikmaður sem hefur blómstrað með yngri landsliðum Íslands og staðið sig með prýði í yngri liðum Midtjylland. Alls á Danijel að baki 42 yngri landsleiki og hefur hann skorað í þeim 14 mörk. Arnar er spenntur fyrir nýjasta liðsmanni sínum og segist hafa fylgst með honum í nokkur ár. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.Vísir/Hulda Margrét „Ég man eftir að hafa séð hann í 5. eða 4. flokki og hef fylgst með honum síðan. Hann fór ungur til Midtjylland og er einn af þessum strákum sem eru að koma heim aftur og byggja sinn feril upp. Við höfum góða reynslu af því, tökum vel á móti þessum strákum og hjálpum þeim.“ „Ég hef sagt við þá alla að ég vilji ekki hafa þá hér lengi. Þeir hjálpa mér, ég hjálpa þeim og við hjálpumst að. Ég hef rosalega mikla trú á þessum strák og að hann muni reynast okkur vel,“ sagði Arnar að endingu. Danijel sjálfur er gríðarlega spenntur fyrir komandi verkefnum í Víkinni en hann var spurður út í af hverju hann hefði valið Víking. „Glaður og spenntur, það eru orðin tvö. Víkingar vildu fá mig hvað mest, Arnar seldi mér alveg hugmyndina um að koma og það er mjög flott hvernig þeir hafa byggt upp unga leikmenn sem koma heim. Ég er mjög spenntur eins og ég segi.“ Velkominn Danijel!Víkingur hefur staðfest komu Danijel Dejan Djuric til félagsins á frjálsri sölu frá Midtjylland í Danmörku. Daniel er nú þegar mættur til æfinga hjá félaginu.Lestu nánar hérhttps://t.co/JuJPvYa9cs— Víkingur (@vikingurfc) July 11, 2022 Einnig sagðist Danijel horfa upp til Kristals Mána og stefnir á að „negla þetta eins og hann gerði þetta.“ Danijel Dejan Djuric verður ekki með Víkingum gegn Malmö annað kvöld en gæti verið kominn inn í leikmannahóp liðsins er það mætir FH á laugardaginn kemur. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
Danijel er aðeins 19 ára gamall og var framtíð hans í lausu lofti eftir að samningur hans við Midtjylland rann út á dögunum. Ákvað hann að koma heim og feta í fótspor Kristals Mána Ingasonar sem kom heim eftir dvöl í Danmörku og hefur gjörsamlega sprungið út undir styrkri handleiðslu Arnars. Kristall Máni er nú á leið til norska stórliðsins Rosenborgar þó svo að hann stefni á að spila með Víkingum út júlímánuð. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var þó ekkert að tvínóna við hlutina og sótti arftaka Kristals Mána þó svo að hann sé enn leikmaður Víkings. Inn er kominn leikmaður sem hefur blómstrað með yngri landsliðum Íslands og staðið sig með prýði í yngri liðum Midtjylland. Alls á Danijel að baki 42 yngri landsleiki og hefur hann skorað í þeim 14 mörk. Arnar er spenntur fyrir nýjasta liðsmanni sínum og segist hafa fylgst með honum í nokkur ár. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.Vísir/Hulda Margrét „Ég man eftir að hafa séð hann í 5. eða 4. flokki og hef fylgst með honum síðan. Hann fór ungur til Midtjylland og er einn af þessum strákum sem eru að koma heim aftur og byggja sinn feril upp. Við höfum góða reynslu af því, tökum vel á móti þessum strákum og hjálpum þeim.“ „Ég hef sagt við þá alla að ég vilji ekki hafa þá hér lengi. Þeir hjálpa mér, ég hjálpa þeim og við hjálpumst að. Ég hef rosalega mikla trú á þessum strák og að hann muni reynast okkur vel,“ sagði Arnar að endingu. Danijel sjálfur er gríðarlega spenntur fyrir komandi verkefnum í Víkinni en hann var spurður út í af hverju hann hefði valið Víking. „Glaður og spenntur, það eru orðin tvö. Víkingar vildu fá mig hvað mest, Arnar seldi mér alveg hugmyndina um að koma og það er mjög flott hvernig þeir hafa byggt upp unga leikmenn sem koma heim. Ég er mjög spenntur eins og ég segi.“ Velkominn Danijel!Víkingur hefur staðfest komu Danijel Dejan Djuric til félagsins á frjálsri sölu frá Midtjylland í Danmörku. Daniel er nú þegar mættur til æfinga hjá félaginu.Lestu nánar hérhttps://t.co/JuJPvYa9cs— Víkingur (@vikingurfc) July 11, 2022 Einnig sagðist Danijel horfa upp til Kristals Mána og stefnir á að „negla þetta eins og hann gerði þetta.“ Danijel Dejan Djuric verður ekki með Víkingum gegn Malmö annað kvöld en gæti verið kominn inn í leikmannahóp liðsins er það mætir FH á laugardaginn kemur.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira