Arftaki Kristals Mána fundinn: „Glaður og spenntur, það eru orðin tvö“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. júlí 2022 16:01 Danijel Dejan Djuric, nýjasti leikmaður Víkings. Vísir/Sigurjón Danijel Dejan Djuric er genginn í raðir Íslands- og bikarmeistara Víkings. Hann kemur úr unglingastarfi Midtjylland í Danmörku en þessi ungi leikmaður lék með Blikum áður en hann fór út í atvinnumennsku árið 2019. Danijel er aðeins 19 ára gamall og var framtíð hans í lausu lofti eftir að samningur hans við Midtjylland rann út á dögunum. Ákvað hann að koma heim og feta í fótspor Kristals Mána Ingasonar sem kom heim eftir dvöl í Danmörku og hefur gjörsamlega sprungið út undir styrkri handleiðslu Arnars. Kristall Máni er nú á leið til norska stórliðsins Rosenborgar þó svo að hann stefni á að spila með Víkingum út júlímánuð. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var þó ekkert að tvínóna við hlutina og sótti arftaka Kristals Mána þó svo að hann sé enn leikmaður Víkings. Inn er kominn leikmaður sem hefur blómstrað með yngri landsliðum Íslands og staðið sig með prýði í yngri liðum Midtjylland. Alls á Danijel að baki 42 yngri landsleiki og hefur hann skorað í þeim 14 mörk. Arnar er spenntur fyrir nýjasta liðsmanni sínum og segist hafa fylgst með honum í nokkur ár. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.Vísir/Hulda Margrét „Ég man eftir að hafa séð hann í 5. eða 4. flokki og hef fylgst með honum síðan. Hann fór ungur til Midtjylland og er einn af þessum strákum sem eru að koma heim aftur og byggja sinn feril upp. Við höfum góða reynslu af því, tökum vel á móti þessum strákum og hjálpum þeim.“ „Ég hef sagt við þá alla að ég vilji ekki hafa þá hér lengi. Þeir hjálpa mér, ég hjálpa þeim og við hjálpumst að. Ég hef rosalega mikla trú á þessum strák og að hann muni reynast okkur vel,“ sagði Arnar að endingu. Danijel sjálfur er gríðarlega spenntur fyrir komandi verkefnum í Víkinni en hann var spurður út í af hverju hann hefði valið Víking. „Glaður og spenntur, það eru orðin tvö. Víkingar vildu fá mig hvað mest, Arnar seldi mér alveg hugmyndina um að koma og það er mjög flott hvernig þeir hafa byggt upp unga leikmenn sem koma heim. Ég er mjög spenntur eins og ég segi.“ Velkominn Danijel!Víkingur hefur staðfest komu Danijel Dejan Djuric til félagsins á frjálsri sölu frá Midtjylland í Danmörku. Daniel er nú þegar mættur til æfinga hjá félaginu.Lestu nánar hérhttps://t.co/JuJPvYa9cs— Víkingur (@vikingurfc) July 11, 2022 Einnig sagðist Danijel horfa upp til Kristals Mána og stefnir á að „negla þetta eins og hann gerði þetta.“ Danijel Dejan Djuric verður ekki með Víkingum gegn Malmö annað kvöld en gæti verið kominn inn í leikmannahóp liðsins er það mætir FH á laugardaginn kemur. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Leik lokið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Leik lokið: Valur - ÍA 6-1| Valsmenn kjöldraga Skagamenn Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Leik lokið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Leik lokið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Sjá meira
Danijel er aðeins 19 ára gamall og var framtíð hans í lausu lofti eftir að samningur hans við Midtjylland rann út á dögunum. Ákvað hann að koma heim og feta í fótspor Kristals Mána Ingasonar sem kom heim eftir dvöl í Danmörku og hefur gjörsamlega sprungið út undir styrkri handleiðslu Arnars. Kristall Máni er nú á leið til norska stórliðsins Rosenborgar þó svo að hann stefni á að spila með Víkingum út júlímánuð. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var þó ekkert að tvínóna við hlutina og sótti arftaka Kristals Mána þó svo að hann sé enn leikmaður Víkings. Inn er kominn leikmaður sem hefur blómstrað með yngri landsliðum Íslands og staðið sig með prýði í yngri liðum Midtjylland. Alls á Danijel að baki 42 yngri landsleiki og hefur hann skorað í þeim 14 mörk. Arnar er spenntur fyrir nýjasta liðsmanni sínum og segist hafa fylgst með honum í nokkur ár. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.Vísir/Hulda Margrét „Ég man eftir að hafa séð hann í 5. eða 4. flokki og hef fylgst með honum síðan. Hann fór ungur til Midtjylland og er einn af þessum strákum sem eru að koma heim aftur og byggja sinn feril upp. Við höfum góða reynslu af því, tökum vel á móti þessum strákum og hjálpum þeim.“ „Ég hef sagt við þá alla að ég vilji ekki hafa þá hér lengi. Þeir hjálpa mér, ég hjálpa þeim og við hjálpumst að. Ég hef rosalega mikla trú á þessum strák og að hann muni reynast okkur vel,“ sagði Arnar að endingu. Danijel sjálfur er gríðarlega spenntur fyrir komandi verkefnum í Víkinni en hann var spurður út í af hverju hann hefði valið Víking. „Glaður og spenntur, það eru orðin tvö. Víkingar vildu fá mig hvað mest, Arnar seldi mér alveg hugmyndina um að koma og það er mjög flott hvernig þeir hafa byggt upp unga leikmenn sem koma heim. Ég er mjög spenntur eins og ég segi.“ Velkominn Danijel!Víkingur hefur staðfest komu Danijel Dejan Djuric til félagsins á frjálsri sölu frá Midtjylland í Danmörku. Daniel er nú þegar mættur til æfinga hjá félaginu.Lestu nánar hérhttps://t.co/JuJPvYa9cs— Víkingur (@vikingurfc) July 11, 2022 Einnig sagðist Danijel horfa upp til Kristals Mána og stefnir á að „negla þetta eins og hann gerði þetta.“ Danijel Dejan Djuric verður ekki með Víkingum gegn Malmö annað kvöld en gæti verið kominn inn í leikmannahóp liðsins er það mætir FH á laugardaginn kemur.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Leik lokið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Leik lokið: Valur - ÍA 6-1| Valsmenn kjöldraga Skagamenn Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Leik lokið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Leik lokið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Sjá meira