Einn af stærstu leikjum í sögu félagsins Atli Arason skrifar 11. júlí 2022 19:45 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga. Vísir/Hulda Margrét Víkingur tekur á móti sænska stórliðinu Malmö í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á morgunn. Malmö leiðir einvígið með einu marki eftir 3-2 sigur í fyrri leiknum. Leikurinn á morgun verður sá stærsti í sögu Víkings samkvæmt Arnari Gunnlaugssyni, þjálfara liðsins. „Allir gera sér grein fyrir því að þetta er einn af stærstu leikjum í sögu félagsins. Við náðum frábærum úrslitum í útileiknum miðað við aðstæður. Við teljum okkur eiga góða möguleika en erum jafnframt minnugir þess að við erum ólíklegri (e. underdogs) í þessu einvígi, við erum að spila á móti einu af þessum topp liðum í Skandinavíu,“ sagði Arnar í viðtali við Stöð 2 Sport í dag en bætir við að pressan er öll á liði Malmö. „Pressan er svakaleg á þeim. Leikmenn þeirra vilja alls ekki lenda í þeirri aðstöðu að vera liðið sem tapaði á móti einhverju sveitaliði frá Íslandi. Það er pressa á þeim en við þurfum að spila topp leik á morgun ef við ætlum að komast áfram.“ Allir leikmenn Víkings eru heilir heilsu og klárir í leikinn nema miðvörðurinn Kyle McLagan. Arnar telur það verða erfitt verkefni að tilkynna sínum leikmönnum hverjir byrja leikinn og hverjir þurfa að verma varamannabekkinn. „Ég vildi óska þess það væri hægt að finna leið að spila 20 á móti 20. Því miður þá verða nokkrir sem þurfa að bíta í það súra epli, sem eiga það ekki skilið, að byrja ekki inná á morgun. Þeir mega vera fúlir út í mig í circa tvær mínútur en svo þurfa þeir að standa á bak við liðsfélaga sína og vera tilbúnir að koma inná.“ Arnar var stoltur af liðinu í fyrri viðureigninni í Málmey í Svíþjóð. Víkingar spiluðu tæpan klukkutíma einum leikmanni færri en töpuðu leiknum samt aðeins með einu marki. Þjálfarinn krefst þess fyrst og fremst að Víkingar sýni góða frammistöðu á morgun sama hver niðurstaðan verður. „Það var eitthvað náttúrulegt við þetta allt saman, hvernig við tókumst á við þessa áskorun og hvernig við héldum okkur við okkar concept [í fyrri leiknum í Svíþjóð] og ég var mjög stoltur af því. Við fáum samt ekkert fyrir það ef frammistaðan verður léleg á morgun. Það getur vel verið að við töpum leiknum á morgun en frammistaðan þarf að vera til sóma ef við ætlum að halda þessari vegferð áfram,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings. Arnar ræddi einnig nýjustu viðbót Víkinga, Daniel Djuric. Viðtalið við Arnar í heild má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. Klippa: Arnar Gunnlaugs fyrir leik gegn Malmö Víkingur Reykjavík Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Stjarnan - Breiðablik | Úrslitaleikur en heimamenn í mun betri stöðu Íslenski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Arsenal - Crystal Palace | Sjóðheitar skyttur gegn örnum sem fatast flugið Enski boltinn Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Fleiri fréttir Real Madrid - Barcelona | Spænska klassíkin Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Arsenal - Crystal Palace | Sjóðheitar skyttur gegn örnum sem fatast flugið Aston Villa - Man. City | Bæði lið á þriggja leikja sigurgöngu Stjarnan - Breiðablik | Úrslitaleikur en heimamenn í mun betri stöðu Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Sjá meira
„Allir gera sér grein fyrir því að þetta er einn af stærstu leikjum í sögu félagsins. Við náðum frábærum úrslitum í útileiknum miðað við aðstæður. Við teljum okkur eiga góða möguleika en erum jafnframt minnugir þess að við erum ólíklegri (e. underdogs) í þessu einvígi, við erum að spila á móti einu af þessum topp liðum í Skandinavíu,“ sagði Arnar í viðtali við Stöð 2 Sport í dag en bætir við að pressan er öll á liði Malmö. „Pressan er svakaleg á þeim. Leikmenn þeirra vilja alls ekki lenda í þeirri aðstöðu að vera liðið sem tapaði á móti einhverju sveitaliði frá Íslandi. Það er pressa á þeim en við þurfum að spila topp leik á morgun ef við ætlum að komast áfram.“ Allir leikmenn Víkings eru heilir heilsu og klárir í leikinn nema miðvörðurinn Kyle McLagan. Arnar telur það verða erfitt verkefni að tilkynna sínum leikmönnum hverjir byrja leikinn og hverjir þurfa að verma varamannabekkinn. „Ég vildi óska þess það væri hægt að finna leið að spila 20 á móti 20. Því miður þá verða nokkrir sem þurfa að bíta í það súra epli, sem eiga það ekki skilið, að byrja ekki inná á morgun. Þeir mega vera fúlir út í mig í circa tvær mínútur en svo þurfa þeir að standa á bak við liðsfélaga sína og vera tilbúnir að koma inná.“ Arnar var stoltur af liðinu í fyrri viðureigninni í Málmey í Svíþjóð. Víkingar spiluðu tæpan klukkutíma einum leikmanni færri en töpuðu leiknum samt aðeins með einu marki. Þjálfarinn krefst þess fyrst og fremst að Víkingar sýni góða frammistöðu á morgun sama hver niðurstaðan verður. „Það var eitthvað náttúrulegt við þetta allt saman, hvernig við tókumst á við þessa áskorun og hvernig við héldum okkur við okkar concept [í fyrri leiknum í Svíþjóð] og ég var mjög stoltur af því. Við fáum samt ekkert fyrir það ef frammistaðan verður léleg á morgun. Það getur vel verið að við töpum leiknum á morgun en frammistaðan þarf að vera til sóma ef við ætlum að halda þessari vegferð áfram,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings. Arnar ræddi einnig nýjustu viðbót Víkinga, Daniel Djuric. Viðtalið við Arnar í heild má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. Klippa: Arnar Gunnlaugs fyrir leik gegn Malmö
Víkingur Reykjavík Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Stjarnan - Breiðablik | Úrslitaleikur en heimamenn í mun betri stöðu Íslenski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Arsenal - Crystal Palace | Sjóðheitar skyttur gegn örnum sem fatast flugið Enski boltinn Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Fleiri fréttir Real Madrid - Barcelona | Spænska klassíkin Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Arsenal - Crystal Palace | Sjóðheitar skyttur gegn örnum sem fatast flugið Aston Villa - Man. City | Bæði lið á þriggja leikja sigurgöngu Stjarnan - Breiðablik | Úrslitaleikur en heimamenn í mun betri stöðu Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Sjá meira