Mamma Karólínu er ekki öfundsjúk út í mömmu Gló Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2022 09:00 Fjóla Rún Þorleifsdóttir og Vilhjálmur Kári Haraldsson, foreldrar Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur sjást hér í miðjum hópi af sínu fólki sem fjölmennti til Englands til að styðja á bak við stelpuna. Vísir/Vilhelm Karólína Lea Vilhjálmsdóttir á mömmu á Íslandi og hefur síðan fundið sér aðra mömmu úti hjá Bayern München. Báðar mömmurnar eru mættar á EM í Englandi, önnur til að horfa en hin spilar með íslenska liðinu eins og Karólína. Karólína Lea fór ung út til stórliðs Bayern München og það var stórt skref að taka fyrir táning. Svo fór að mamma hennar kom til hennar í heilan mánuð. Móðir hennar, Fjóla Rún Þorleifsdóttir, er að sjálfsögðu mætt til Englands til að fylgjast með stelpunni sinni og liðsfélögum hennar í íslenska landsliðinu. Svo stutt síðan hún var bara pínulítil „Maður er svo stoltur en manni finnst líka svo stutt síðan hún var bara pínulítil. Maður er eiginlega ekki að trúa því að hún sé komin hingað og sé að fara að spila á EM. Það er eiginlega bara óraunverulegt,“ sagði Fjóla Rún Þorleifsdóttir. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir á æfingu með íslenska landsliðinu.Vísir/Vilhelm „Hún byrjar fjórtán ára í meistaraflokki og eftir það fer boltinn að rúlla,“ sagði Fjóla Rún en Karólína Lea hefur þegar fengið stór próf á sínum feril og staðist þau vel. „Hún hefur alltaf verið með alveg ótrúlegt jafnaðargeð. Hún hefur stillt væntingarnar svolítið eftir því hvað hún ætlar að ná langt. Hún er ótrúlega fókuseruð og með svo skýr markmið. Það er eitthvað sem pabbi hennar hefur alið börnin okkar svolítið upp með að setja sér markmið,“ sagði Fjóla. Faðir Karólínu Leu, Vilhjálmur Kári Haraldsson, var um tíma aðalþjálfari Breiðabliks. Ég er svona meira í sálfræðilega hlutanum „Hann veit eitthvað aðeins meira en ég um fótbolta en ég er svona meira í sálfræðilega hlutanum,“ sagði Fjóla. Hún segir að fjölskyldan hafi farið út á stórmóti með karlalandsliðinu. „Við vorum búin að upplifa þetta með karlalandsliðinu og gleðina sem fylgdi því. Hún svolítið missti af því af því að hún var að byggja upp sinn feril. Auðvitað ætluðum við að vera fljót til og kaupa miða og flug hingað. Við ætluðum ekki að missa af því,“ sagði Fjóla. „Við erum hér ég og maðurinn minn og strákurinn okkar. Svo eru tengdarforeldrar mínir, mágur minn og svilkona og stelpan þeirra. Svo ætlat elsta dóttir mín að koma með kærasta sínum. Þetta er stór hópur,“ sagði Fjóla. Þetta er aðeins öðruvísi en þegar karlalandsliðið var að keppa á stórmótunum. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er í mun stærra hlutverki hjá íslenska landsliðinu en hjá Bayern München en það gæti breyst á næstunni.Vísir/Vilhelm „Þetta er meiri fjölskyldustemmning. Það er klárt mál. Hingað koma fjölskyldurnar og öll börnin, afar og ömmur. Þetta er aðeins öðruvísi hópur en var á karlamótunum en alveg frábær,“ sagði Fjóla. Það er pressa á Karólínu Leu sem er komin í stórt hlutverk í landsliðinu, er ein af andlitum liðsins og er farin að sjá mikið í auglýsingum heima á Íslandi. Ótrúlega stíf dagskrá þangað til að hún fer að sofa „Hún höndlar það ótrúlega vel. Hún vaknar á morgnanna og svo bara byrjar hún að fá sér hafragrautinn og svo er ótrúlega stíf dagskrá þangað til að hún fer að sofa. Hún leyfir sér aldrei að fara of hátt upp,“ sagði Fjóla. „Hún veit hvað hún ætlar sér og veit að við stöndum við bakið á henni í blíðu og stríðu. Það er það sem hún þarf að vita,“ sagði Fjóla. Velgengnin með landsliðinu hjálpar mikið. „Það hefur haft góð áhrif á hana og þá sérstaklega sálfræðilega hlutann. Hún hefur alltaf fengið mikinn stuðning hjá Steina. EF hún verður meiðslalaus og allt gengur vel þá held ég að hún fái að fara að spila meira hjá Bayern München. Það er alveg toppklúbbur þar,“ sagði Fjóla. „Það er gott fyrir manna sem foreldri að vita af henni þar. Þar er ekkert sem klikkar. Maður veit að hún á eftir að fá tækifæri,“ sagði Fjóla en er hún ekkert öfundsjúk að dóttir hennar sé farin að kalla Glódísi Perlu Viggósdóttur mömmu Gló en þær spila saman hjá Bayern. Ég var svo ánægð þegar Glódís og Kristófer komu út „Nei alls ekki og mér finnst það bara ofboðslega notalegt. Ég var svo ánægð þegar Glódís og Kristófer komu út og núna Cecelía líka. Það eru ótrúlegt tengsl þar á milli,“ sagði Fjóla. „Fólk hefur verið að spyrja mann er þetta virkilega svona gaman hjá þeim. Fyrir mitt leyti og það sem ég heyri þá er þetta bara meira en það. Fýlupúkinn er ekki fundinn í landsliðinu og það er þessi samkennd og þessi gleði þegar aðrir gera vel. Það er eitt það sem drifkraftur hjá þeim. Ég vil trú að það skili sér fyrir þær,“ sagði Fjóla. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Karólína Lea fór ung út til stórliðs Bayern München og það var stórt skref að taka fyrir táning. Svo fór að mamma hennar kom til hennar í heilan mánuð. Móðir hennar, Fjóla Rún Þorleifsdóttir, er að sjálfsögðu mætt til Englands til að fylgjast með stelpunni sinni og liðsfélögum hennar í íslenska landsliðinu. Svo stutt síðan hún var bara pínulítil „Maður er svo stoltur en manni finnst líka svo stutt síðan hún var bara pínulítil. Maður er eiginlega ekki að trúa því að hún sé komin hingað og sé að fara að spila á EM. Það er eiginlega bara óraunverulegt,“ sagði Fjóla Rún Þorleifsdóttir. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir á æfingu með íslenska landsliðinu.Vísir/Vilhelm „Hún byrjar fjórtán ára í meistaraflokki og eftir það fer boltinn að rúlla,“ sagði Fjóla Rún en Karólína Lea hefur þegar fengið stór próf á sínum feril og staðist þau vel. „Hún hefur alltaf verið með alveg ótrúlegt jafnaðargeð. Hún hefur stillt væntingarnar svolítið eftir því hvað hún ætlar að ná langt. Hún er ótrúlega fókuseruð og með svo skýr markmið. Það er eitthvað sem pabbi hennar hefur alið börnin okkar svolítið upp með að setja sér markmið,“ sagði Fjóla. Faðir Karólínu Leu, Vilhjálmur Kári Haraldsson, var um tíma aðalþjálfari Breiðabliks. Ég er svona meira í sálfræðilega hlutanum „Hann veit eitthvað aðeins meira en ég um fótbolta en ég er svona meira í sálfræðilega hlutanum,“ sagði Fjóla. Hún segir að fjölskyldan hafi farið út á stórmóti með karlalandsliðinu. „Við vorum búin að upplifa þetta með karlalandsliðinu og gleðina sem fylgdi því. Hún svolítið missti af því af því að hún var að byggja upp sinn feril. Auðvitað ætluðum við að vera fljót til og kaupa miða og flug hingað. Við ætluðum ekki að missa af því,“ sagði Fjóla. „Við erum hér ég og maðurinn minn og strákurinn okkar. Svo eru tengdarforeldrar mínir, mágur minn og svilkona og stelpan þeirra. Svo ætlat elsta dóttir mín að koma með kærasta sínum. Þetta er stór hópur,“ sagði Fjóla. Þetta er aðeins öðruvísi en þegar karlalandsliðið var að keppa á stórmótunum. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er í mun stærra hlutverki hjá íslenska landsliðinu en hjá Bayern München en það gæti breyst á næstunni.Vísir/Vilhelm „Þetta er meiri fjölskyldustemmning. Það er klárt mál. Hingað koma fjölskyldurnar og öll börnin, afar og ömmur. Þetta er aðeins öðruvísi hópur en var á karlamótunum en alveg frábær,“ sagði Fjóla. Það er pressa á Karólínu Leu sem er komin í stórt hlutverk í landsliðinu, er ein af andlitum liðsins og er farin að sjá mikið í auglýsingum heima á Íslandi. Ótrúlega stíf dagskrá þangað til að hún fer að sofa „Hún höndlar það ótrúlega vel. Hún vaknar á morgnanna og svo bara byrjar hún að fá sér hafragrautinn og svo er ótrúlega stíf dagskrá þangað til að hún fer að sofa. Hún leyfir sér aldrei að fara of hátt upp,“ sagði Fjóla. „Hún veit hvað hún ætlar sér og veit að við stöndum við bakið á henni í blíðu og stríðu. Það er það sem hún þarf að vita,“ sagði Fjóla. Velgengnin með landsliðinu hjálpar mikið. „Það hefur haft góð áhrif á hana og þá sérstaklega sálfræðilega hlutann. Hún hefur alltaf fengið mikinn stuðning hjá Steina. EF hún verður meiðslalaus og allt gengur vel þá held ég að hún fái að fara að spila meira hjá Bayern München. Það er alveg toppklúbbur þar,“ sagði Fjóla. „Það er gott fyrir manna sem foreldri að vita af henni þar. Þar er ekkert sem klikkar. Maður veit að hún á eftir að fá tækifæri,“ sagði Fjóla en er hún ekkert öfundsjúk að dóttir hennar sé farin að kalla Glódísi Perlu Viggósdóttur mömmu Gló en þær spila saman hjá Bayern. Ég var svo ánægð þegar Glódís og Kristófer komu út „Nei alls ekki og mér finnst það bara ofboðslega notalegt. Ég var svo ánægð þegar Glódís og Kristófer komu út og núna Cecelía líka. Það eru ótrúlegt tengsl þar á milli,“ sagði Fjóla. „Fólk hefur verið að spyrja mann er þetta virkilega svona gaman hjá þeim. Fyrir mitt leyti og það sem ég heyri þá er þetta bara meira en það. Fýlupúkinn er ekki fundinn í landsliðinu og það er þessi samkennd og þessi gleði þegar aðrir gera vel. Það er eitt það sem drifkraftur hjá þeim. Ég vil trú að það skili sér fyrir þær,“ sagði Fjóla.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira