Biðu á ganginum í meira en klukkustund þrátt fyrir skothljóð úr kennslustofunni Samúel Karl Ólason skrifar 13. júlí 2022 11:03 Lögregluþjónar réðust til atlögu gegn árásarmanninum og skutu hann til bana rúmlega klukkustund eftir að þeir mættu á staðinn. Myndbönd úr öryggismyndavélum skóla í Uvalde í Texas, þar sem ungur maður skaut nítján börn og tvo kennara til bana í maí, sýna lögregluþjóna hörfa frá árásarmanninum og bíða á göngum skólans í meira en klukkustund. Héraðsmiðillinn Austin American Statesman birti í gær myndband úr upptökum öryggismynda í skólanum. Þar má meðal annars sjá þegar árásarmaðurinn keyrir útaf veginum nærri skólanum og skýtur á tvo menn sem nálguðust hann. Þar má einnig heyra kennara hringja á Neyðarlínuna og sjá árásarmanninn koma inn í skólann. Einn nemandi sem sá árásarmanninn á leið inn í kennslustofurnar hefur verið gerður óþekkjanlegur og þá hafa öskur barna úr skólastofunum þar sem árásarmaðurinn myrti 21 barn og kennara verið fjarlægð af myndbandinu. Skothríðin heyrist þó greinilega en hún stóð yfir í nokkrar mínútur. Myndbandið sýnir einnig hvernig lögregluþjónar komu inn í skólann og nálguðust skólastofurnar. Þeir hörfuðu þó þegar árásarmaðurinn skaut á þá og biðu með að gera aðra atlögu í rúma klukkustund. Jafnvel þó börn sem þóttust vera dáin í skólastofunum voru að hringja í Neyðarlínuna og það að árásarmaðurinn skaut fleiri skotum meðan lögregluþjónarnir voru fyrir utan. Sjá einnig: Leita svara um hæg viðbrögð lögreglunnar í Uvalde 74 mínútum eftir að lögregluþjónar mættu á vettvang réðust þeir til atlögu gegn árásarmanninum og skutu hann til bana. Statesman birti óklippta útgáfu af myndbandinu á Youtube, sem sjá má hér að neðan. Viðbrögð lögreglunnar í Uvalde hafa vakið mikla reiði meðal foreldra og annarra sem að málinu koma. Yfirmaður almannavarna í Texas hefur meðal annars lýst viðbrögðunum sem „ömurlegu klúðri“ og sagt að lögregluþjónar hefðu átt að fella árásarmanninn um leið og þeir mættu á vettvang. Sjá einnig: Hefðu átt að stoppa byssumanninn eftir þrjár mínútur Myndband Statesman hefur vakið töluverða reiði en auk þess að sýna aðgerðarleysi lögregluþjóna í meira en klukkustund, sýnir það meðal annars lögregluþjóna skoða síma sína og setja sótthreinsiefni á hendur sínar. Gagnrýna birtinguna CNN segir embættismenn í Uvalda og fjölskyldumeðlimi fórnarlamba þó hafa gagnrýnt birtingu myndbandsins. Enginn af þeim hafi séð það áður en það hafi verið birt og það sé erfitt fyrir þau að sjá myndbandið og heyra skothríð árásarmannsins. Manny Garcia, ritstjóri Statesman, birti grein þar sem hann varði ákvörðunina um birtingu myndbandsins. Þar segir Garcia að ákvörðunin hafi ekki verið tekin án umhugsunar. Hann sagði myndbandið hluta af sögunni og að gagnsæi og fréttaflutningur sem þessi væri leið til að ná fram breytingum. „Þessi harmleikur hefur verið enn verri vegna breytinga í frásögnum, hetjusögum sem reyndust ósannar og tafa við afgreiðslu eða hafnanir beiðna um upplýsingar frá lögreglu, embættismönnum eða stjórnmálamönnum,“ skrifaði Garcia meðal annars. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í grunnskóla í Uvalde Tengdar fréttir Fimmtán repúblikanar greiddu atkvæði með nýrri skotvopnalöggjöf Bandaríska öldungadeildin samþykkti í nótt lög um takmörkun á skotvopnaeign en um er að ræða mestu breytingu á slíkum lögum í fjölda ára. 24. júní 2022 07:07 Skólabyggingin í Uvalde verður rifin Bæjarstjórinn í Uvalde, bænum þar sem byssumaður myrti nítján börn og tvo kennara á dögunum, segir að skólinn þar sem ódæðið var framið verði rifinn. 22. júní 2022 07:45 Kennari í Uvalde segir lögreglumenn „raggeitur“ Lögreglumenn sem biðu í klukkustund áður en þeir létu loks til skarar skríða á meðan byssumaður myrti nítján börn og tvo kennara í bænum Uvalde í Texas eru „raggeitur“, að sögn kennara sem særðist í árásinni. Hann segist aldrei geta fyrirgefið lögreglunni. 8. júní 2022 12:30 Segja að lögreglustjórinn hafi ekki verið látinn vita af örvæntingarfullum símtölum nemendanna Lögreglustjórinn sem stýrði aðgerðum þegar byssumaður skaut nítján börn og tvo kennara til bana í Texas var ekki látinn vita af því að börn sem væru föst inni í skólastofu með honum hefðu hringt í neyðarlínu. Viðbrögð lögreglu hafa sætt harðri gagnrýni. 3. júní 2022 09:15 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Sjá meira
Héraðsmiðillinn Austin American Statesman birti í gær myndband úr upptökum öryggismynda í skólanum. Þar má meðal annars sjá þegar árásarmaðurinn keyrir útaf veginum nærri skólanum og skýtur á tvo menn sem nálguðust hann. Þar má einnig heyra kennara hringja á Neyðarlínuna og sjá árásarmanninn koma inn í skólann. Einn nemandi sem sá árásarmanninn á leið inn í kennslustofurnar hefur verið gerður óþekkjanlegur og þá hafa öskur barna úr skólastofunum þar sem árásarmaðurinn myrti 21 barn og kennara verið fjarlægð af myndbandinu. Skothríðin heyrist þó greinilega en hún stóð yfir í nokkrar mínútur. Myndbandið sýnir einnig hvernig lögregluþjónar komu inn í skólann og nálguðust skólastofurnar. Þeir hörfuðu þó þegar árásarmaðurinn skaut á þá og biðu með að gera aðra atlögu í rúma klukkustund. Jafnvel þó börn sem þóttust vera dáin í skólastofunum voru að hringja í Neyðarlínuna og það að árásarmaðurinn skaut fleiri skotum meðan lögregluþjónarnir voru fyrir utan. Sjá einnig: Leita svara um hæg viðbrögð lögreglunnar í Uvalde 74 mínútum eftir að lögregluþjónar mættu á vettvang réðust þeir til atlögu gegn árásarmanninum og skutu hann til bana. Statesman birti óklippta útgáfu af myndbandinu á Youtube, sem sjá má hér að neðan. Viðbrögð lögreglunnar í Uvalde hafa vakið mikla reiði meðal foreldra og annarra sem að málinu koma. Yfirmaður almannavarna í Texas hefur meðal annars lýst viðbrögðunum sem „ömurlegu klúðri“ og sagt að lögregluþjónar hefðu átt að fella árásarmanninn um leið og þeir mættu á vettvang. Sjá einnig: Hefðu átt að stoppa byssumanninn eftir þrjár mínútur Myndband Statesman hefur vakið töluverða reiði en auk þess að sýna aðgerðarleysi lögregluþjóna í meira en klukkustund, sýnir það meðal annars lögregluþjóna skoða síma sína og setja sótthreinsiefni á hendur sínar. Gagnrýna birtinguna CNN segir embættismenn í Uvalda og fjölskyldumeðlimi fórnarlamba þó hafa gagnrýnt birtingu myndbandsins. Enginn af þeim hafi séð það áður en það hafi verið birt og það sé erfitt fyrir þau að sjá myndbandið og heyra skothríð árásarmannsins. Manny Garcia, ritstjóri Statesman, birti grein þar sem hann varði ákvörðunina um birtingu myndbandsins. Þar segir Garcia að ákvörðunin hafi ekki verið tekin án umhugsunar. Hann sagði myndbandið hluta af sögunni og að gagnsæi og fréttaflutningur sem þessi væri leið til að ná fram breytingum. „Þessi harmleikur hefur verið enn verri vegna breytinga í frásögnum, hetjusögum sem reyndust ósannar og tafa við afgreiðslu eða hafnanir beiðna um upplýsingar frá lögreglu, embættismönnum eða stjórnmálamönnum,“ skrifaði Garcia meðal annars.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í grunnskóla í Uvalde Tengdar fréttir Fimmtán repúblikanar greiddu atkvæði með nýrri skotvopnalöggjöf Bandaríska öldungadeildin samþykkti í nótt lög um takmörkun á skotvopnaeign en um er að ræða mestu breytingu á slíkum lögum í fjölda ára. 24. júní 2022 07:07 Skólabyggingin í Uvalde verður rifin Bæjarstjórinn í Uvalde, bænum þar sem byssumaður myrti nítján börn og tvo kennara á dögunum, segir að skólinn þar sem ódæðið var framið verði rifinn. 22. júní 2022 07:45 Kennari í Uvalde segir lögreglumenn „raggeitur“ Lögreglumenn sem biðu í klukkustund áður en þeir létu loks til skarar skríða á meðan byssumaður myrti nítján börn og tvo kennara í bænum Uvalde í Texas eru „raggeitur“, að sögn kennara sem særðist í árásinni. Hann segist aldrei geta fyrirgefið lögreglunni. 8. júní 2022 12:30 Segja að lögreglustjórinn hafi ekki verið látinn vita af örvæntingarfullum símtölum nemendanna Lögreglustjórinn sem stýrði aðgerðum þegar byssumaður skaut nítján börn og tvo kennara til bana í Texas var ekki látinn vita af því að börn sem væru föst inni í skólastofu með honum hefðu hringt í neyðarlínu. Viðbrögð lögreglu hafa sætt harðri gagnrýni. 3. júní 2022 09:15 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Sjá meira
Fimmtán repúblikanar greiddu atkvæði með nýrri skotvopnalöggjöf Bandaríska öldungadeildin samþykkti í nótt lög um takmörkun á skotvopnaeign en um er að ræða mestu breytingu á slíkum lögum í fjölda ára. 24. júní 2022 07:07
Skólabyggingin í Uvalde verður rifin Bæjarstjórinn í Uvalde, bænum þar sem byssumaður myrti nítján börn og tvo kennara á dögunum, segir að skólinn þar sem ódæðið var framið verði rifinn. 22. júní 2022 07:45
Kennari í Uvalde segir lögreglumenn „raggeitur“ Lögreglumenn sem biðu í klukkustund áður en þeir létu loks til skarar skríða á meðan byssumaður myrti nítján börn og tvo kennara í bænum Uvalde í Texas eru „raggeitur“, að sögn kennara sem særðist í árásinni. Hann segist aldrei geta fyrirgefið lögreglunni. 8. júní 2022 12:30
Segja að lögreglustjórinn hafi ekki verið látinn vita af örvæntingarfullum símtölum nemendanna Lögreglustjórinn sem stýrði aðgerðum þegar byssumaður skaut nítján börn og tvo kennara til bana í Texas var ekki látinn vita af því að börn sem væru föst inni í skólastofu með honum hefðu hringt í neyðarlínu. Viðbrögð lögreglu hafa sætt harðri gagnrýni. 3. júní 2022 09:15
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent