Sænsku miðlarnir um leikinn á Víkingsvelli: „Óþarflega spennandi“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. júlí 2022 16:00 Víkingur tók á móti Malmö í háspennuleik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í gær. Vísir/Hulda Margrét Líkt og íslenskir fjölmiðlar fjölluðu þeir sænsku um leik Víkings og Malmö í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í gær. Leiknum lauk með 3-3 jafntefli og sænsku meistararnir fóru því áfram eftir samanlagðan 6-5 sigur. Þrír af stærstu miðlum Svíþjóðar, Expressen, SVT og Aftonbladet, sögðu sína skoðun á leiknum. Flestur voru þeir sammála varnarmanni Malmö, Felix Beijmo, sem sagði að einvígið hafi verið óþarflega spennandi. Beijmo skoraði eitt og lagði upp annað í leik gærdagsins er Malmö fór naumlega áfram, en í samtali við Expressen eftir leikinn í gær sagði hann að einvígið hafi unnist á smáatriðum. „Auðvitað varð þetta óþarflega spennandi undir lokin. En mér fannst þeir ekki fá mjög mörg færi, þeir skoruðu bara úr þeim færum sem þeir fengu,“ sagði Beijmo að leikslokum. „Það er alltaf meiri pressa í forkeppninni heldur en í venjulegum deildarleik. En við erum með reynslumikla menn í liðinu og á seinasta ári vorum við líka í jöfnum leikjum þannig við vorum undirbúnir fyrir það í ár. Við vissum að við þyrftum að leggja okkur alla fram í þessa leiki.“ Felix Beijmo í leik með sænska U21 árs landsliðinu.Matteo Ciambelli/DeFodi Images via Getty Images SVT fjallaði einnig um leikinn, en í umsögn þeirra var talað um „sveiflukennda markaveislu.“ Þeir voru einnig sammála Beijmo um að leikurinn hafi orðið full spennandi. „Eftir sveiflukennda markaveislu sem endaði 3-3 á Íslandi tókst sænsku meisturunum að verja forystu sína frá fyrri leiknum á heimavelli,“ sagði í umsögn SVT. „Víkingur gaf sig ekki og skapaði alvöru spennu undir lok leiks.“ Malmö FF är vidare till den andra kvalomgången i Champions League👏⚽️ #fotboll https://t.co/nG8rMmuwHp— SVT Sport (@SVTSport) July 12, 2022 Sama tón mátti finna hjá Aftonbladet þar sem blaðamaðurinn Jonathan Nilsson sagði frá „dramatík á Íslandi.“ „Malmö FF er á leið í aðra umferð forkeppni Meistaradeildarinnar, en það var dramatík á Íslandi,“ sagði í umfjöllun Nilsson á Aftonbladet. „Eftir að hafa hleypt lakara liðinu inn í leikinn vann Malmö aðeins 3-2 heimasigur gegn íslenska liðinu í seinustu viku. Ekki varð spennan minni þegar Víkingur tók 1-0 forystu í síðari leiknum á gervigrasinu í Reykjavík.“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Fleiri fréttir Real vann í mögnuðum El Clásico Fiorentina - Bologna | Albert og félagar í fallbaráttu Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Í beinni: Everton - Tottenham | Spurs vill halda í við toppliðin Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Sjá meira
Þrír af stærstu miðlum Svíþjóðar, Expressen, SVT og Aftonbladet, sögðu sína skoðun á leiknum. Flestur voru þeir sammála varnarmanni Malmö, Felix Beijmo, sem sagði að einvígið hafi verið óþarflega spennandi. Beijmo skoraði eitt og lagði upp annað í leik gærdagsins er Malmö fór naumlega áfram, en í samtali við Expressen eftir leikinn í gær sagði hann að einvígið hafi unnist á smáatriðum. „Auðvitað varð þetta óþarflega spennandi undir lokin. En mér fannst þeir ekki fá mjög mörg færi, þeir skoruðu bara úr þeim færum sem þeir fengu,“ sagði Beijmo að leikslokum. „Það er alltaf meiri pressa í forkeppninni heldur en í venjulegum deildarleik. En við erum með reynslumikla menn í liðinu og á seinasta ári vorum við líka í jöfnum leikjum þannig við vorum undirbúnir fyrir það í ár. Við vissum að við þyrftum að leggja okkur alla fram í þessa leiki.“ Felix Beijmo í leik með sænska U21 árs landsliðinu.Matteo Ciambelli/DeFodi Images via Getty Images SVT fjallaði einnig um leikinn, en í umsögn þeirra var talað um „sveiflukennda markaveislu.“ Þeir voru einnig sammála Beijmo um að leikurinn hafi orðið full spennandi. „Eftir sveiflukennda markaveislu sem endaði 3-3 á Íslandi tókst sænsku meisturunum að verja forystu sína frá fyrri leiknum á heimavelli,“ sagði í umsögn SVT. „Víkingur gaf sig ekki og skapaði alvöru spennu undir lok leiks.“ Malmö FF är vidare till den andra kvalomgången i Champions League👏⚽️ #fotboll https://t.co/nG8rMmuwHp— SVT Sport (@SVTSport) July 12, 2022 Sama tón mátti finna hjá Aftonbladet þar sem blaðamaðurinn Jonathan Nilsson sagði frá „dramatík á Íslandi.“ „Malmö FF er á leið í aðra umferð forkeppni Meistaradeildarinnar, en það var dramatík á Íslandi,“ sagði í umfjöllun Nilsson á Aftonbladet. „Eftir að hafa hleypt lakara liðinu inn í leikinn vann Malmö aðeins 3-2 heimasigur gegn íslenska liðinu í seinustu viku. Ekki varð spennan minni þegar Víkingur tók 1-0 forystu í síðari leiknum á gervigrasinu í Reykjavík.“
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Fleiri fréttir Real vann í mögnuðum El Clásico Fiorentina - Bologna | Albert og félagar í fallbaráttu Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Í beinni: Everton - Tottenham | Spurs vill halda í við toppliðin Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Sjá meira