Sterling kveður City: „Þvílíkt ferðalag“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. júlí 2022 13:30 Raheem Sterling er að ganga til liðs við Chelsea eftir sjö ár hjá Manchester City. Matt McNulty - Manchester City/Manchester City FC via Getty Images Knattspyrnumaðurinn Raheem Sterling hefur sent Englandsmeisturum Manchester City skilaboð þar sem hann kveður félagið og stuðningsmenn þess, en Sterling er á leið til Chelsea. Sterling hefur verið í herbúðum Manchester City síðan árið 2015 og unnið nánast allt sem hægt er að vinna með liðinu. Hann kveður nú félagið eftir sjö ára dvöl og verður hvað úr hverju kynntur sem nýr leikmaður Chelsea. „Sjö tímabil, ellefu stórir titlar og minningar fyrir lífstíð,“ skrifaði Sterling í kveðju sinni til City. „Til þjálfarateymisins sem hefur leikið stórt hlutverk í þróun minni á undanförnum árum. Til liðsfélaga minna sem hafa orðið annað og meira en bara menn sem deila sama velli og ég. Til starfsfólksins, til skrifstofufólksins, til stuðningsfólksins sem hefur verið óþreytandi í stuðningi sínum við liðiið, og til allra sem tengjast Manchester City. Virðing mín fyrir ykkur gæti ekki verið meiri.“ pic.twitter.com/3bFDyU5E03— Raheem Sterling (@sterling7) July 13, 2022 „Þvílíkt ferðalag. Ég er þakklátur fyrir góðu stundirnar og þær slæmu, þar sem þær slæmu hafa stundum reynt á styrkleika minn og úthald, og gert mér kleift að standa hér frammi fyrir ykkur sem besta mögulega útgáfan af sjálfum mér. Ég kom tvítugur strákur til Manchester. Ég fer héðan sem maður. Takk fyrir ykkar endalausa stuðning. Það hefur verið heiður að klæðast búningi Manchester City.“ Eins og áður segir gekk Sterling í raðir Manchester City árið 2015 frá Liverpool þar sem hann hóf sinn atvinnumannaferil. Sterling varð þá dýrasti enski knattspyrnumaðurinn frá upphafi. Á þessum sjö árum hefur Sterling leikið 225 deildarleiki með City og skorað í þeim 91 mark. Með liðinu hefur hann unnið ensku úrvalsdeildina fjórum sinnum, FA-bikarinn einu sinni og deildarbikarinn fjórum sinnum. Enski boltinn Mest lesið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Sjá meira
Sterling hefur verið í herbúðum Manchester City síðan árið 2015 og unnið nánast allt sem hægt er að vinna með liðinu. Hann kveður nú félagið eftir sjö ára dvöl og verður hvað úr hverju kynntur sem nýr leikmaður Chelsea. „Sjö tímabil, ellefu stórir titlar og minningar fyrir lífstíð,“ skrifaði Sterling í kveðju sinni til City. „Til þjálfarateymisins sem hefur leikið stórt hlutverk í þróun minni á undanförnum árum. Til liðsfélaga minna sem hafa orðið annað og meira en bara menn sem deila sama velli og ég. Til starfsfólksins, til skrifstofufólksins, til stuðningsfólksins sem hefur verið óþreytandi í stuðningi sínum við liðiið, og til allra sem tengjast Manchester City. Virðing mín fyrir ykkur gæti ekki verið meiri.“ pic.twitter.com/3bFDyU5E03— Raheem Sterling (@sterling7) July 13, 2022 „Þvílíkt ferðalag. Ég er þakklátur fyrir góðu stundirnar og þær slæmu, þar sem þær slæmu hafa stundum reynt á styrkleika minn og úthald, og gert mér kleift að standa hér frammi fyrir ykkur sem besta mögulega útgáfan af sjálfum mér. Ég kom tvítugur strákur til Manchester. Ég fer héðan sem maður. Takk fyrir ykkar endalausa stuðning. Það hefur verið heiður að klæðast búningi Manchester City.“ Eins og áður segir gekk Sterling í raðir Manchester City árið 2015 frá Liverpool þar sem hann hóf sinn atvinnumannaferil. Sterling varð þá dýrasti enski knattspyrnumaðurinn frá upphafi. Á þessum sjö árum hefur Sterling leikið 225 deildarleiki með City og skorað í þeim 91 mark. Með liðinu hefur hann unnið ensku úrvalsdeildina fjórum sinnum, FA-bikarinn einu sinni og deildarbikarinn fjórum sinnum.
Enski boltinn Mest lesið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Sjá meira