Vill leyfa heilbrigðisstarfsfólki að vinna lengur Árni Sæberg skrifar 13. júlí 2022 16:13 Willum Þór Þórsson er heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðuneytið hefur sett áform um breytingu á lögum um heilbrigðisstarfsmenn í samráðsgátt. Breytingunni er ætlað að mæta mönnunarvanda í heilbrigðiskerfinu með því að heimila heilbrigðisstofnunum að ráða fólk eftir sjötíu ára aldur. Núverandi lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins krefjast þess að öllum opinberum starfsmönnum verði sagt upp störfum þegar þeir verða sjötíu ára gamlir. Engin undanþága er í lögunum en nú stendur til að setja undanþágu í lög um heilbrigðisstarfsmenn. Í samráðsgáttinni segir að uppsagnir fólks sem nær sjötugu séu óháðar starfsgetu eða áhuga á að starfa áfram þrátt fyrir mikinn skort á heilbrigðisstarfsfólki, sem búast megi við að muni aukast enn frekar á næstu árum miðað við óbreyttar aðstæður. Til þess að mæta þessum skorti stendur til að bæta undanþáguákvæði í lög um heilbrigðisstarfsmenn sem mun heimila heilbrigðisstofnunum ríkisins að ráða fólk aftur eftir sjötíu ára aldur allt til 75 ára aldurs. Eftir það þurfi að segja fólki upp varanlega. Þó mun alltaf þurfa að segja heilbrigðisstarfsmönnum upp störfum og ráða þá aftur, sé vilji beggja fyrir hendi. Með því yrði aldurshámark heilbrigðisstarfsmanna ríkisins fært til samræmis við gildandi aldurshámark heilbrigðisstarfsmanna sem reka eigin starfsstofu. Þá segir að stór hluti heilbrigðisstarfsfólks muni ná sjötíu ára aldri á næstunni, sér í lagi innan stærstu stéttanna, sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga. Í þeim stéttum sé þegar mikill skortur á fagfólki. Heilbrigðismál Vinnumarkaður Eldri borgarar Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Núverandi lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins krefjast þess að öllum opinberum starfsmönnum verði sagt upp störfum þegar þeir verða sjötíu ára gamlir. Engin undanþága er í lögunum en nú stendur til að setja undanþágu í lög um heilbrigðisstarfsmenn. Í samráðsgáttinni segir að uppsagnir fólks sem nær sjötugu séu óháðar starfsgetu eða áhuga á að starfa áfram þrátt fyrir mikinn skort á heilbrigðisstarfsfólki, sem búast megi við að muni aukast enn frekar á næstu árum miðað við óbreyttar aðstæður. Til þess að mæta þessum skorti stendur til að bæta undanþáguákvæði í lög um heilbrigðisstarfsmenn sem mun heimila heilbrigðisstofnunum ríkisins að ráða fólk aftur eftir sjötíu ára aldur allt til 75 ára aldurs. Eftir það þurfi að segja fólki upp varanlega. Þó mun alltaf þurfa að segja heilbrigðisstarfsmönnum upp störfum og ráða þá aftur, sé vilji beggja fyrir hendi. Með því yrði aldurshámark heilbrigðisstarfsmanna ríkisins fært til samræmis við gildandi aldurshámark heilbrigðisstarfsmanna sem reka eigin starfsstofu. Þá segir að stór hluti heilbrigðisstarfsfólks muni ná sjötíu ára aldri á næstunni, sér í lagi innan stærstu stéttanna, sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga. Í þeim stéttum sé þegar mikill skortur á fagfólki.
Heilbrigðismál Vinnumarkaður Eldri borgarar Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira