Viðvörun þjálfarans til stelpnanna okkar: Særð dýr bíta frá sér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2022 14:01 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var síðust til að skora á móti Ítalíu en það gerði hún í jafntefli fyrir rúmu ári síðan. Vísir/Vilhelm Ísland og Ítalía mætast í dag í D-riðli Evrópumótsins í Englandi. Sigur kemur íslensku stelpunum í frábæra stöðu en tapist leikurinn þá verður verkefnið afar erfitt fyrir okkar konur að ná í sigur á móti Frakklandi í lokaumferðinni. Mótherjinn stelpnanna í Manchester í kvöld kom mörgum á óvart með skelfilegri byrjun sinni á mótinu. Ítalir lentu 5-0 undir í fyrri hálfleik og töpuðu á endanum 5-1 á móti Frakklandi. „Ítalska liðið er mjög skipulagt þó við höfum ekki séð neinn frábæran varnarleik í fyrri hálfleik á móti Frökkunum. Það var út úr þeirra karakter. Ég held að ég fari með það rétt að í síðustu tíu leikjum hafa þær fengið á sig átta mörk og þar af voru fimm á móti Frökkum,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Þær eru ekki að fá mikið af mörkum á sig en skora ekkert rosalega mikið. Þetta er lið sem mjög agað, með lítil svæði á milli lína og þétta liðið mjög mikið í varnarleiknum. Það eru ákveðnar leiðir sem við þurfum að finna til að geta opnað þær og skapað einhver færi á móti þeim. Þær eru góðar að sækja hratt eftir að þær vinna boltann og eru mjög grimmar,“ sagði Þorsteinn. Tapið í fyrsta leik var örugglega mikið áfall fyrir ítalska liðið en þær geta komið sér í úrslitaleik í lokaumferðinni með sigri í dag. „Þetta hlýtur að hafa verið erfitt fyrir þær. Er það ekki alltaf þannig að særð dýr bíta frá sér. Þú þarft bara að svara því og ekki hleypa þeim upp i neitt. Við þurfum að vera tilbúin í það að þær mæti mjög grimmar í þennan leik og að þær liti á þennan leik á móti Frakklandi sem slys. Þær líta á það sem leik sem þær taka ekkert úr fyrri hálfleik en líta svo jákvæðari augum á seinni hálfleikinn,“ sagði Þorsteinn. „Við þurfum að mæta af krafti í þennan leik og vera vel gíruð í að takast á við þær því eru grimmar og láta finna fyrir sér og veigra sér ekkert við að fara í allt að krafti. Við þurfum að vera tilbúin í smá læti og smá slagsmál,“ sagði Þorsteinn. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Mótherjinn stelpnanna í Manchester í kvöld kom mörgum á óvart með skelfilegri byrjun sinni á mótinu. Ítalir lentu 5-0 undir í fyrri hálfleik og töpuðu á endanum 5-1 á móti Frakklandi. „Ítalska liðið er mjög skipulagt þó við höfum ekki séð neinn frábæran varnarleik í fyrri hálfleik á móti Frökkunum. Það var út úr þeirra karakter. Ég held að ég fari með það rétt að í síðustu tíu leikjum hafa þær fengið á sig átta mörk og þar af voru fimm á móti Frökkum,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Þær eru ekki að fá mikið af mörkum á sig en skora ekkert rosalega mikið. Þetta er lið sem mjög agað, með lítil svæði á milli lína og þétta liðið mjög mikið í varnarleiknum. Það eru ákveðnar leiðir sem við þurfum að finna til að geta opnað þær og skapað einhver færi á móti þeim. Þær eru góðar að sækja hratt eftir að þær vinna boltann og eru mjög grimmar,“ sagði Þorsteinn. Tapið í fyrsta leik var örugglega mikið áfall fyrir ítalska liðið en þær geta komið sér í úrslitaleik í lokaumferðinni með sigri í dag. „Þetta hlýtur að hafa verið erfitt fyrir þær. Er það ekki alltaf þannig að særð dýr bíta frá sér. Þú þarft bara að svara því og ekki hleypa þeim upp i neitt. Við þurfum að vera tilbúin í það að þær mæti mjög grimmar í þennan leik og að þær liti á þennan leik á móti Frakklandi sem slys. Þær líta á það sem leik sem þær taka ekkert úr fyrri hálfleik en líta svo jákvæðari augum á seinni hálfleikinn,“ sagði Þorsteinn. „Við þurfum að mæta af krafti í þennan leik og vera vel gíruð í að takast á við þær því eru grimmar og láta finna fyrir sér og veigra sér ekkert við að fara í allt að krafti. Við þurfum að vera tilbúin í smá læti og smá slagsmál,“ sagði Þorsteinn.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira