Miklir skógareldar og hiti í Portúgal Heimir Már Pétursson skrifar 14. júlí 2022 19:31 Garðslangan má síns lítils gegn eldunum en fólk reynir allt til að bjarga heimilum sínum. Þessi mynd var tekin í Figueiras skammt frá Leiria í mið-Portúgal. AP/Joao Henriques Skógareldar brenna víða í Evrópu vegna mikilla þurrka og hitabylgju í álfunni að undanförnu. Í Portúgal hafa almannavarnir flutt hundruð íbúa frá heimilum sínum og þúsundir hektara skóga- og ræktarlands hafa brunnið. Þessi mynd er frá Gironde héraði í suðvestur hluta Frakklands þar sem einnig hafa logað miklir skógareldar og þurrkar.AP/SDIS Hitinn víðs vegar í Evrópu hefur farið í um og yfir fjörutíu gráður og í dag mældist hann 46 gráður í Portúgal. Slökkviliðsmenn og björgunarsveitir hafa barist við skógarelda víðs vegar um landið undanfarna daga og eldar hafa einnig kviknað á Spáni, í Frakklandi og Króatíu. Patricia Gaspar innanríkisráðherra Portúgal er ekki í vafa um orsakir hitabylgjunnar. „Loftslagsbreytingar eru ekki falsfréttir. Þær eru hérna, þær eru raunverulegar og við verðum að breyta hugarfari okkar og búa okkur undir nýja atburði eins og þessa. Hitabylgjur verða sífellt algengari og við verðum að búa okkur undir það, ekki bara hvað stefnumörkun varðar heldur einnig hvernig við kennum fólki að takast á við svona hluti,“ Gaspar. Þúsundir slökkviliðs- og björgunarsveitarmanna hafa barist við skógareldana í Portúgal dögum saman. Um þrjú þúsund hektarar lands hafa orðið eldunum að bráð.AP/Armando Franca Íbúar og ferðamenn í höfuðborginni Lissabon fara ekki varhluta af hitabylgjunni en þar gætir þó alla jafna hafgolu sem dregur úr áhrifunum. Það þarf hins vegar ekki að fara langt út fyrir höfuðborgina til að finna skógarelda. En almannavarnir hafa flutt um 600 manns fráheimilum sínum í þorpum víðs vegar um landið og um 120 manns hafa þurft að leita læknisaðstoðar. Hinn 88 ára Antonio Carmo Pereira sat ráðalaus á túninu hjá sér og sagðist ekki vita hvert hann ætti að flýja frá eldunum. Eldri maður vætir jarðveg í kring um húsið sitt í Bemposta í nágrenni Ansiao í mið-Portúgal. Þarna er rökkur allan daginn vegna reyks og sóts frá eldunum.AP/Armando Franca „Þarna upp frá byrjuðu eldarnir að breiðast út í þessa átt, vindurinn blés í áttina að fjallinu. Ég gat séð þangað fyrst en eftir nokkrar mínútur sá ég ekkert fyrir reyk og sóti,“ sagði öldungurinn með eldana í nokkur hundruð metra fjarlægð. Vatni hefur verið varpað yfir eldana með þyrlum með litlum árangri. Sumir íbúanna heyja vonlausa baráttu við eldana með garðslöngum með eldana skammt frá heimilum sínum. Víða er dimmt eins og um kvöld eða nótt vegna reyks og sóts. Ricardo Deus loftlagssérfræðingur hjá Veðurstofu Portúgals segir þetta ástand komið til að vera. „Þetta er það sem við sjáum fram á næstu árin eða næstu öld því spár um loftslagsbreytingar gera ráð fyrir jafnvel enn verra ástandi á síðustu áratugum þessarar aldar. Svo við verðum að aðlagast,“ segir Deus. Portúgal Náttúruhamfarir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Sjá meira
Þessi mynd er frá Gironde héraði í suðvestur hluta Frakklands þar sem einnig hafa logað miklir skógareldar og þurrkar.AP/SDIS Hitinn víðs vegar í Evrópu hefur farið í um og yfir fjörutíu gráður og í dag mældist hann 46 gráður í Portúgal. Slökkviliðsmenn og björgunarsveitir hafa barist við skógarelda víðs vegar um landið undanfarna daga og eldar hafa einnig kviknað á Spáni, í Frakklandi og Króatíu. Patricia Gaspar innanríkisráðherra Portúgal er ekki í vafa um orsakir hitabylgjunnar. „Loftslagsbreytingar eru ekki falsfréttir. Þær eru hérna, þær eru raunverulegar og við verðum að breyta hugarfari okkar og búa okkur undir nýja atburði eins og þessa. Hitabylgjur verða sífellt algengari og við verðum að búa okkur undir það, ekki bara hvað stefnumörkun varðar heldur einnig hvernig við kennum fólki að takast á við svona hluti,“ Gaspar. Þúsundir slökkviliðs- og björgunarsveitarmanna hafa barist við skógareldana í Portúgal dögum saman. Um þrjú þúsund hektarar lands hafa orðið eldunum að bráð.AP/Armando Franca Íbúar og ferðamenn í höfuðborginni Lissabon fara ekki varhluta af hitabylgjunni en þar gætir þó alla jafna hafgolu sem dregur úr áhrifunum. Það þarf hins vegar ekki að fara langt út fyrir höfuðborgina til að finna skógarelda. En almannavarnir hafa flutt um 600 manns fráheimilum sínum í þorpum víðs vegar um landið og um 120 manns hafa þurft að leita læknisaðstoðar. Hinn 88 ára Antonio Carmo Pereira sat ráðalaus á túninu hjá sér og sagðist ekki vita hvert hann ætti að flýja frá eldunum. Eldri maður vætir jarðveg í kring um húsið sitt í Bemposta í nágrenni Ansiao í mið-Portúgal. Þarna er rökkur allan daginn vegna reyks og sóts frá eldunum.AP/Armando Franca „Þarna upp frá byrjuðu eldarnir að breiðast út í þessa átt, vindurinn blés í áttina að fjallinu. Ég gat séð þangað fyrst en eftir nokkrar mínútur sá ég ekkert fyrir reyk og sóti,“ sagði öldungurinn með eldana í nokkur hundruð metra fjarlægð. Vatni hefur verið varpað yfir eldana með þyrlum með litlum árangri. Sumir íbúanna heyja vonlausa baráttu við eldana með garðslöngum með eldana skammt frá heimilum sínum. Víða er dimmt eins og um kvöld eða nótt vegna reyks og sóts. Ricardo Deus loftlagssérfræðingur hjá Veðurstofu Portúgals segir þetta ástand komið til að vera. „Þetta er það sem við sjáum fram á næstu árin eða næstu öld því spár um loftslagsbreytingar gera ráð fyrir jafnvel enn verra ástandi á síðustu áratugum þessarar aldar. Svo við verðum að aðlagast,“ segir Deus.
Portúgal Náttúruhamfarir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Sjá meira