Þorsteinn hálfdapur eftir leik en vill að Frakkar vinni Belga í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2022 18:50 Þorsteinn Halldórsson hefur enn ekki tapað leik sem þjálfari á stórmóti. Hann var samt ekki sáttur með úrslit kvöldsins. Vísir/Vilhelm Landsliðsþjálfarinn viðurkenndi að íslenska liðið hafi ekki spilað sitt besta leik í jafnteflinu á móti Ítalíu á EM í Englandi í kvöld. „Ég veit það eiginlega ekki. Ég er hálfdapur,“ sagði Þorsteinn Halldórsson á blaðamannafundi í kvöld aðspurður um hvernig honum liði eftir 1-1 jafntefli, annað jafntefli íslenska liðsins í röð á Evrópumótinu. „Við lögðu allt í þetta og reyndum allt sem við gátum. Við vorum í vandræðum á köflum en þegar þú ert í vandræðum þá þarftu bara að verjast og reyna að verja markið þitt. Við fengum náttúrulega alveg dauðafæri í þessum leik líka,“ sagði Þorsteinn. „Auðvitað vildum við vinna og maður er alltaf svekktur eftir að hafa ekki uppskorið eins og maður ætlaði sér. Ég verð svekktur í kvöld en verð örugglega glaður á morgun aftur,“ sagði Þorsteinn. Hvað fannst honum breytast þegar Ítalir tóku yfir leikinn? „Við héldum ekki nógu mikið í boltann og þorðum ekki að spila honum. Það var smá æsingur í okkur og við höfðum stundum meira á boltanum en við héldum. Það var kannski eitthvað stress í okkur að við þyrftum að gera allt einn tveir og þrír. Þær voru ekki endilega að pressa neitt hátt og gáfu okkur tíma. Mér fannst vera pláss til að spila,“ sagði Þorsteinn. „Svona er þetta bara. Við höfum alveg spilað betur og ég geri mér grein fyrir því að þetta var ekki besti leikurinn okkar. Við erum að spila í úrslitakeppni EM, á móti góðum liðum og þetta eru allt erfiðir andstæðingar,“ sagði Þorsteinn. „Þetta stig getur skipt okkur gríðarlega miklu máli. Við bara vonum það að Frakkar vinni á eftir og þá er þetta áfram í okkar höndum,“ sagði Þorsteinn. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Sjá meira
„Ég veit það eiginlega ekki. Ég er hálfdapur,“ sagði Þorsteinn Halldórsson á blaðamannafundi í kvöld aðspurður um hvernig honum liði eftir 1-1 jafntefli, annað jafntefli íslenska liðsins í röð á Evrópumótinu. „Við lögðu allt í þetta og reyndum allt sem við gátum. Við vorum í vandræðum á köflum en þegar þú ert í vandræðum þá þarftu bara að verjast og reyna að verja markið þitt. Við fengum náttúrulega alveg dauðafæri í þessum leik líka,“ sagði Þorsteinn. „Auðvitað vildum við vinna og maður er alltaf svekktur eftir að hafa ekki uppskorið eins og maður ætlaði sér. Ég verð svekktur í kvöld en verð örugglega glaður á morgun aftur,“ sagði Þorsteinn. Hvað fannst honum breytast þegar Ítalir tóku yfir leikinn? „Við héldum ekki nógu mikið í boltann og þorðum ekki að spila honum. Það var smá æsingur í okkur og við höfðum stundum meira á boltanum en við héldum. Það var kannski eitthvað stress í okkur að við þyrftum að gera allt einn tveir og þrír. Þær voru ekki endilega að pressa neitt hátt og gáfu okkur tíma. Mér fannst vera pláss til að spila,“ sagði Þorsteinn. „Svona er þetta bara. Við höfum alveg spilað betur og ég geri mér grein fyrir því að þetta var ekki besti leikurinn okkar. Við erum að spila í úrslitakeppni EM, á móti góðum liðum og þetta eru allt erfiðir andstæðingar,“ sagði Þorsteinn. „Þetta stig getur skipt okkur gríðarlega miklu máli. Við bara vonum það að Frakkar vinni á eftir og þá er þetta áfram í okkar höndum,“ sagði Þorsteinn.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Sjá meira