Ekki fúl út í Reykjavíkurborg eftir mánaðar aðskilnað Fanndís Birna Logadóttir skrifar 14. júlí 2022 21:43 Nóra er ánægð að vera komin heim. Stöð 2 Gleðifundir voru á heimili í Vesturbænum í gær þegar kötturinn Nóra kom aftur heim eftir að hafa verið numin á brott fyrir mánuði. Eigandinn segist alltaf hafa vitað að Nóra kæmi aftur heim - sama hversu langan tíma það tæki. Það vakti talsverða athygli þegar leikararnir Guðmundur Felixson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir greindu frá því að Reykjavíkurborg hafi týnt kettinum þeirra, henni Nóru. Dýraþjónustan hafði þá fjarlægt köttinn af heimili þeirra í Vesturbænum eftir kvörtun frá nágranna um að Nóra væri ítrekað að kúka í beðið hennar. Þau auglýstu strax eftir Nóru á samfélagsmiðlum og hófst þá leitin. „Ég hélt einhvern veginn að stærsti vandinn væri að finna hana en komst síðan að því að stærsti vandinn væri að ná henni,“ segir Guðmundur. Nóra slapp úr haldi Dýraþjónustu Reykjavíkur fyrir rúmum mánuði. Hún var þó ekki alveg týnd en Guðmundur og Þuríður vissu að hún héldi sig við Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í Laugardalnum, þaðan sem hún týndist. Það var þó hægara sagt en gert að ná henni. Guðmundur Felixson er einn eigenda Nóru.Stöð 2 Byrjar að mjálma mikið við og við „Við reyndum að fara og ná henni, náðum að klappa henni alveg tvisvar eða eitthvað, en bara náðum aldrei að fanga hana í búr vegna þess að hún var orðin bara logandi hrædd og hljóp í burtu um leið og hún sá búr,“ segir Guðmundur. Síðastliðnar tvær vikur reyndu þau, ásamt starfsmönnum Reykjavíkurborgar, að ná í Nóru en ekkert gekk, fyrr en í gær þegar hún komst loksins heim. Guðmundur segir að henni heilsist merkilega vel. „Svona við og við þá byrjar hún að mjálma mikið og ég held að það sé eitthvað svona PTSD, að hún haldi enn þá að hún sé týnd eða eitthvað, en svo lætur hún klappa sér og þá verður allt í lagi,“ segir hann. Tímabundinn inniköttur Við tekur ágætis hvíld hjá Nóru og verður hún inni um nokkuð skeið. Þá segir Guðmundur að þau ætli að reyna að koma til móts við nágrannann og venja Nóru af því að kúka í beðið. Þrátt fyrir allt segir hann að þau séu ekki ósátt við borgina eftir þessa lífsreynslu, þó þau hafi verið brjáluð í upphafi. „Við erum ekkert fúl út í Reykjavíkurborg eða neinn hjá dýraþjónustunni, við vonum bara að allir læri eitthvað af þessu,“ segir Guðmundur. Þannig það er bara gott að málið fékk farsælan endi og Nóra komst aftur heim? „Við vissum alltaf að hún myndi komast heim einhvern tímann. En já, það er gott að hún sé komin aftur til okkar,“ segir hann. Dýr Gæludýr Reykjavík Kettir Tengdar fréttir Nóra er fundin og komin heim Guðmundur Felixson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir fengu köttinn Nóru aftur heim til sín í dag, mánuði eftir að Reykjavíkurborg fjarlægði hana. Þau vonast til þess að borgin endurskoði verkferla sína eftir málið. 13. júlí 2022 20:08 Enn þá týnd: Nóra gerir þarfir sínar í blómabeð þrátt fyrir háþróaðar varnir Læðan Nóra er enn ófundin eftir þriggja daga leit í Laugardalnum. Nóra slapp úr haldi Dýraþjónustu Reykjavíkur á laugardaginn eftir að hafa verið numin á brott úr einkagarði án þess að eigandinn væri látinn vita. Eigandinn, Guðmundur Felixson leikari, er miður sín. 14. júní 2022 19:50 Nýtti tækifærið og stökk út um glugga Deildarstjóri og umsjónarmaður Dýraþjónustu Reykjavíkur harmar það að kötturinn Nóra hafi sloppið úr haldi þjónustunnar. Verið sé að fara yfir verkferla sem varða notkun á gildrum. 14. júní 2022 13:23 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Það vakti talsverða athygli þegar leikararnir Guðmundur Felixson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir greindu frá því að Reykjavíkurborg hafi týnt kettinum þeirra, henni Nóru. Dýraþjónustan hafði þá fjarlægt köttinn af heimili þeirra í Vesturbænum eftir kvörtun frá nágranna um að Nóra væri ítrekað að kúka í beðið hennar. Þau auglýstu strax eftir Nóru á samfélagsmiðlum og hófst þá leitin. „Ég hélt einhvern veginn að stærsti vandinn væri að finna hana en komst síðan að því að stærsti vandinn væri að ná henni,“ segir Guðmundur. Nóra slapp úr haldi Dýraþjónustu Reykjavíkur fyrir rúmum mánuði. Hún var þó ekki alveg týnd en Guðmundur og Þuríður vissu að hún héldi sig við Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í Laugardalnum, þaðan sem hún týndist. Það var þó hægara sagt en gert að ná henni. Guðmundur Felixson er einn eigenda Nóru.Stöð 2 Byrjar að mjálma mikið við og við „Við reyndum að fara og ná henni, náðum að klappa henni alveg tvisvar eða eitthvað, en bara náðum aldrei að fanga hana í búr vegna þess að hún var orðin bara logandi hrædd og hljóp í burtu um leið og hún sá búr,“ segir Guðmundur. Síðastliðnar tvær vikur reyndu þau, ásamt starfsmönnum Reykjavíkurborgar, að ná í Nóru en ekkert gekk, fyrr en í gær þegar hún komst loksins heim. Guðmundur segir að henni heilsist merkilega vel. „Svona við og við þá byrjar hún að mjálma mikið og ég held að það sé eitthvað svona PTSD, að hún haldi enn þá að hún sé týnd eða eitthvað, en svo lætur hún klappa sér og þá verður allt í lagi,“ segir hann. Tímabundinn inniköttur Við tekur ágætis hvíld hjá Nóru og verður hún inni um nokkuð skeið. Þá segir Guðmundur að þau ætli að reyna að koma til móts við nágrannann og venja Nóru af því að kúka í beðið. Þrátt fyrir allt segir hann að þau séu ekki ósátt við borgina eftir þessa lífsreynslu, þó þau hafi verið brjáluð í upphafi. „Við erum ekkert fúl út í Reykjavíkurborg eða neinn hjá dýraþjónustunni, við vonum bara að allir læri eitthvað af þessu,“ segir Guðmundur. Þannig það er bara gott að málið fékk farsælan endi og Nóra komst aftur heim? „Við vissum alltaf að hún myndi komast heim einhvern tímann. En já, það er gott að hún sé komin aftur til okkar,“ segir hann.
Dýr Gæludýr Reykjavík Kettir Tengdar fréttir Nóra er fundin og komin heim Guðmundur Felixson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir fengu köttinn Nóru aftur heim til sín í dag, mánuði eftir að Reykjavíkurborg fjarlægði hana. Þau vonast til þess að borgin endurskoði verkferla sína eftir málið. 13. júlí 2022 20:08 Enn þá týnd: Nóra gerir þarfir sínar í blómabeð þrátt fyrir háþróaðar varnir Læðan Nóra er enn ófundin eftir þriggja daga leit í Laugardalnum. Nóra slapp úr haldi Dýraþjónustu Reykjavíkur á laugardaginn eftir að hafa verið numin á brott úr einkagarði án þess að eigandinn væri látinn vita. Eigandinn, Guðmundur Felixson leikari, er miður sín. 14. júní 2022 19:50 Nýtti tækifærið og stökk út um glugga Deildarstjóri og umsjónarmaður Dýraþjónustu Reykjavíkur harmar það að kötturinn Nóra hafi sloppið úr haldi þjónustunnar. Verið sé að fara yfir verkferla sem varða notkun á gildrum. 14. júní 2022 13:23 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Nóra er fundin og komin heim Guðmundur Felixson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir fengu köttinn Nóru aftur heim til sín í dag, mánuði eftir að Reykjavíkurborg fjarlægði hana. Þau vonast til þess að borgin endurskoði verkferla sína eftir málið. 13. júlí 2022 20:08
Enn þá týnd: Nóra gerir þarfir sínar í blómabeð þrátt fyrir háþróaðar varnir Læðan Nóra er enn ófundin eftir þriggja daga leit í Laugardalnum. Nóra slapp úr haldi Dýraþjónustu Reykjavíkur á laugardaginn eftir að hafa verið numin á brott úr einkagarði án þess að eigandinn væri látinn vita. Eigandinn, Guðmundur Felixson leikari, er miður sín. 14. júní 2022 19:50
Nýtti tækifærið og stökk út um glugga Deildarstjóri og umsjónarmaður Dýraþjónustu Reykjavíkur harmar það að kötturinn Nóra hafi sloppið úr haldi þjónustunnar. Verið sé að fara yfir verkferla sem varða notkun á gildrum. 14. júní 2022 13:23