38 laxar úr Eystri Rangá í gær Karl Lúðvíksson skrifar 15. júlí 2022 09:27 Í gær veiddust 38 laxar í Eystri Rangá Mynd: Kolskeggur FB Eystri Rangá er að komast á mjög gott skrið en þeir sem veiða hana reglulega vita nákvæmlega hvað er í vændum þegar byrjunin er svona góð. Í gær var frábær dagur við bakka Eystri Rangár þegar það veiddust 38 laxar en það er mjög góð ganga af laxi í ána á þessum vaxandi straum. í dag er stórstreymt og það kemur ekkert á óvart ef veiðitölur dagsins í dag fara yfir 50 laxa. Þegar stóru göngurnar mæta í Eystri Rangá um miðjan júlí og fram í miðjan ágúst eru 100 laxa dagar langt frá því að vera óþekktir en við skulum engu að síður setja væntingarnar einhvers staðar á miðjuna. Ef framhaldið í ánni væri bara á svipuðu róli í eina viku er það 280 laxa vika og 1.200 laxa mánuður sem er ekkert annað en frábær veiði. Á góðu ári gerist það engu að síður að vikan fari í 300-400 laxa og það hefur meira að segja verið hærra á bestu árunum. Það sem af er tímabili virðist þetta lofa mjög góðu fyrir framhaldið og Veiðivísir fylgist spenntur með. Stangveiði Rangárþing eystra Mest lesið Laxinn mættur í Langá á Mýrum Veiði Fín veiði á Barnadögum SVFR í Elliðaánum Veiði Hvítasunnuviðtal: Ýktu veiðisögurnar eru skemmtilegri Veiði Hrygnir nú í hundraða vís Veiði Verðlaun fyrir skemmtilegar innsendar veiðifréttir Veiði Morgunfundur um virði lax og silungsveiða Veiði Vikulegar veiðitölur segja ekki allt Veiði Ennþá verið að kroppa laxa úr Ytri Rangá Veiði Góðar göngur af vorlaxi á Írlandi Veiði Sex laxar á land á fyrsta degi í Laxá í Leirársveit Veiði
Í gær var frábær dagur við bakka Eystri Rangár þegar það veiddust 38 laxar en það er mjög góð ganga af laxi í ána á þessum vaxandi straum. í dag er stórstreymt og það kemur ekkert á óvart ef veiðitölur dagsins í dag fara yfir 50 laxa. Þegar stóru göngurnar mæta í Eystri Rangá um miðjan júlí og fram í miðjan ágúst eru 100 laxa dagar langt frá því að vera óþekktir en við skulum engu að síður setja væntingarnar einhvers staðar á miðjuna. Ef framhaldið í ánni væri bara á svipuðu róli í eina viku er það 280 laxa vika og 1.200 laxa mánuður sem er ekkert annað en frábær veiði. Á góðu ári gerist það engu að síður að vikan fari í 300-400 laxa og það hefur meira að segja verið hærra á bestu árunum. Það sem af er tímabili virðist þetta lofa mjög góðu fyrir framhaldið og Veiðivísir fylgist spenntur með.
Stangveiði Rangárþing eystra Mest lesið Laxinn mættur í Langá á Mýrum Veiði Fín veiði á Barnadögum SVFR í Elliðaánum Veiði Hvítasunnuviðtal: Ýktu veiðisögurnar eru skemmtilegri Veiði Hrygnir nú í hundraða vís Veiði Verðlaun fyrir skemmtilegar innsendar veiðifréttir Veiði Morgunfundur um virði lax og silungsveiða Veiði Vikulegar veiðitölur segja ekki allt Veiði Ennþá verið að kroppa laxa úr Ytri Rangá Veiði Góðar göngur af vorlaxi á Írlandi Veiði Sex laxar á land á fyrsta degi í Laxá í Leirársveit Veiði