Rangárþing eystra

Fréttamynd

Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum

Stefnt er að stækkun Samöngusafnsins í Skógum undir Eyjafjöllum enda safnið búið að sprengja allt húsnæðið utan af sér. Safnið á fjölmarga gamla bíla og tæki, sem ekki er hægt að sýna vegna plássleysis.

Innlent
Fréttamynd

Söngnemendur á Hvols­velli með Kabarett

Mikil spenna og eftirvænting er á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring því söngnemendur í Tónlistarskóla Rangæinga hafa æft söng kabarett síðustu vikurnar, sem sýndur verður í Hvolnum á Hvolsvelli. Átján ára aldurstakmark er á kabarettinn.

Lífið
Fréttamynd

Svæðis­stjóri Vega­gerðarinnar sleginn vegna bana­slyssins

Svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Suðursvæði kveðst sleginn vegna banaslyss sem varð á mánudaginn þegar grjót hrundi niður Steinafjall og á bifreið. Honum finnst fullmikið að segja að Vegagerðin hafi fengið ítrekaðar ábendingar um hættuna þótt hún hafi verið meðvituð um vandann en strax verði ráðist í að skoða hvort ekki sé hægt að ráðast í framkvæmdir við vegarkaflann.

Innlent
Fréttamynd

Blikkandi viðvörunar­ljós

Með stuttu millibili hafa orðið nokkur alvarleg bílslys hér á landi með þeim afleiðingum að nokkrir hafa látist. Lítið barn, maður á besta aldri og kona sem var á ferð um landið. Vegir um allt land eru að molna í sundur og víða er vörnum við vegi ábótavant.

Skoðun
Fréttamynd

„Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykja­vík?“

Kona sem býr steinsnar frá vettvangi banaslyss sem varð á Suðurlandi í gær segir að það hafi verið viðbúið að eitthvað hræðilegt myndi gerast á svæðinu í ljósi þess hve algengt er að það hrynji úr skriðum Steinafjalls. Hún bindur vonir við að Vegagerðin taki við sér áður en næsta stórslys verður.

Innlent
Fréttamynd

Bana­slys á Suður­lands­vegi eftir grjót­hrun

Banaslys varð í dag þegar grjót hrundi úr Steinafjalli á bíl á Suðurlandsvegi við Holtsós undir Eyjafjöllum, laust fyrir klukkan 13. Þrír erlendir ferðamenn voru í bílnum. Einn þeirra lést en hinir tveir hlutu minniháttar áverka.

Innlent
Fréttamynd

Sin­fónía í sundi slegin af borðinu vegna kjöt­súpu

Sveitarstjórn Rangárþings eystra þakkar Sinfóníuhljómsveit Íslands fyrir frumkvæði að viðburðinum „Sinfó í sundi“. Hins vegar fer fram kjötsúpurölt í sveitarfélaginu á sama tíma og sér sveitarstjórnin sér því ekki fært að taka þátt.

Lífið
Fréttamynd

Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins

Kúabændurnir, sem eiga afurðahæsta kúabú landsins annað árið í röð vilja fá norskar kýr til landsins því þær muni alltaf nýta heyið betur og mjólka meira en íslenska kýrnar. Hér erum við að tala um bændurnar á bænum Stóru – Mörk í Rangárþingi eystra.

Innlent
Fréttamynd

Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll

Ærslabelgur og aparóla eru efst á óskalista hjá börnum og unglingum á Hvolsvelli en það mál og fleiri munu þau ræða á Barna- og ungmennaþingi, sem haldið verður á morgun sunnudag.

Innlent
Fréttamynd

Styrktartónleikar á Hvols­velli fyrir mikið slasaðan bónda

Það stendur mikið til á Hvolsvelli í dag því þar verða haldnir styrktartónleikar fyrir ungan bónda undir Eyjafjöllum og fjölskyldu hans en bóndinn slasaðist alvarlega í umferðarslysi undir Eyjafjöllum í síðasta mánuði. Þrír hryggjarliðir og fjórir hálsliðir brotnuðu meðal annars í bóndanum.

Innlent
Fréttamynd

Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg

Fulltrúar sveitarfélaga í Rangárvallasýslu lýsa yfir verulegum áhyggjum af stöðu heilbrigðismála í sýslunni og ítreka að núverandi staða og óvissa sé óboðleg 4519 íbúum sýslunnar og öðrum gestum hennar.

Innlent
Fréttamynd

Ýmsar í­vilnanir til handa læknum á lands­byggðinni í skoðun

Til skoðunar er að veita læknum sem starfa á landsbyggðinni ívilnanir á borð við að fella niður hluta af námslánum þeirra og jafnvel ráðast í skattaívilnanir. Heilbrigðisráðherra segir læknaskort í Rangárvallasýslu óásættanlegan og að forgangsmál nýrrar ríkisstjórnar sé að bæta úr. Íbúar upplifa öryggisleysi.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er bara for­kastan­legt“

Oddviti í Rangárþingi líkir stöðu heilbrigðismála á Suðurlandi við tifandi tímasprengju, sem bregðast þurfi við af hörku. Fundur með forsvarsmönnum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands eftir helgi verði að skila haldbærum lausnum. Íbúar á Suðurlandi sem fréttastofa ræddi við segja stöðuna forkastanlega.

Innlent
Fréttamynd

Óttast að Suður­landið verði að „eyðimörk“ í náinni fram­tíð

Læknar sem störfuðu um árabil hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands segja hættuástand ríkja á svæðinu. Suðurlandið gæti endað sem „eyðimörk“ heilbrigðisþjónustu ef ekki verði gripið inn í. Barnabarn manns sem lést í Rangárþingi á aðfangadag segir afa sinn ekki enn hafa verið úrskurðaðan látinn vegna læknaskorts.

Innlent
Fréttamynd

Enginn læknir á vaktinni

Íbúar í Rangárvallasýslu krefjast úrbóta í læknamálum en enginn læknir var á vakt yfir jólin í sýslunni. Skorað er á stjórnvöld að standa við gefin loforð og tryggja eflingu heilsugæslunnar á landsbyggðinni án tafar.

Innlent
Fréttamynd

Skóga­skóli verður hótel

Fyrirtæki sem rekur þrjú hótel undir Eyjafjöllum í Rangárvallasýslu hefur keypt hús Héraðsskólans á Skógum af íslenska ríkinu. Til stendur að reka þar gistingu með morgunmat.

Innlent
Fréttamynd

Þak fauk nánast af hlöðu

Björgunarsveitin Dagrenning á Hvolsvelli var kölluð út fyrr í dag vegna hættu á að þak á hlöðu á bæ rétt suður af Hvolsvelli myndi fjúka. Vel tókst til að tryggja að þakið lyftist ekki af, en 10 manns komu að verkinu sem var lokið um hálf þrjú í dag.

Innlent
Fréttamynd

Telur Sigurð Inga hafa mis­notað um­boð sitt

Landvernd segir Sigurð Inga Jóhannsson fjármála- og innviðaráðherra hafa misnotað umboð sitt með því að staðfesta svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið næstu tuttugu árin. Um sé að ræða stefnumarkandi mál sem óeðlilegt sé að starfsstjórn keyri áfram í tómarúmi.

Innlent
Fréttamynd

Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Ís­lands til 2042

Sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi ráða sér ekki fyrir kæti þessa dagana því fulltrúar ellefu sveitarfélaga undirrituðu í gær í Samgöngusafninu í Skógum undir Eyjafjöllum samkomulag um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands, sem gildir til 2042. Fimm ár tók að vinna skipulagið.

Innlent