Víkingur, Breiðablik og KR hafa verið fulltrúar Íslands í Evrópukeppnum þetta tímabilið. Víkingur og Breiðablik eru komin í aðra umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar, en KR er úr leik.
Liðin þrjú hafa leikið átta leiki í Evrópukeppnum á tímabilinu. Víkingur hóf leik í undankeppni fyrir forkeppni Meistaradeildarinnar, en Breiðablik og KR fóru beint í forkeppni Sambandsdeildarinnar.
Í þessum átta leikjum hafa íslensku liðin unnið fimm leiki, gert eitt jafntefli og tapað tveimur leikjum. Fyrir þessa leiki sat Ísland í 52. sæti af 55 á styrleikalista UEFA, en þessi árangur hefur skilað Íslandi upp í 47. sæti.
Sammarinese teams have been competing in European football since the 2000-01 season and for the first time ever, a team has advanced as winners of a proper (not preliminary) qualifying round. Congrats to Tre Fiori who advanced to the 2d qualifying round of the U2L. pic.twitter.com/DE5gCJ3owG
— UEFA Calculator (@UEFACalculator) July 14, 2022
Ísland hefur farið uppfyrir Wales, Albaníu, Gíbraltar, Andorra og Liechtenstein á listanum.
Víkingur og Beiðablik mæta einmitt liðum frá löndum sem eru i kringum okkur Íslendinga á lstanum. Víkingur mætir velska liðinu The New Saints í annarri umferð Sambandsdeildarinnar, en Breiðablik mætir Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi.
Ef íslensku liðin halda góðu gengi sínu áfram og fari fram sem horfir mun Ísland því endurheimta fjórða Evrópusætið sitt sem keppt yrði um í Bestu-deild karla á næsta tímabili.