„Við lokum á nýnasista og rasista“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. júlí 2022 11:56 1984 hýsir fjölda vefsíða, á Íslandi sem og erlendis. 1984.is Vefhýsingarfyrirtækið 1984 hefur það að stefnu sinni að greiða fyrir mál- og fjölmiðlafrelsi í hvívetna, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá fyrirtækinu. Það muni ekki láta undan „alvarlegum netárásum“ og „hótunum“ aðila sem ítrekað reyni að fá fyrirtækið til að loka vefsíðum sem það hýsi. Yfirlýsingin var send fréttastofu í kjölfar fyrirspurnar um vefsíðuna The Mapping Project. Miðlar í Bandaríkjunum og Ísrael fjölluðu í gær um beiðni sem samtökin Anti-Defamation League (ADL) sendu stjórnvöldum á Íslandi á miðvikudag. Þar eru þau hvött til að beita sér fyrir því að vefsíðunni, sem er hýst á Íslandi og samtökin telja ógn gegn gyðingum, verði lokað. Sveinn H. Guðmarsson upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins staðfestir í skriflegu svari til fréttastofu að ráðuneytinu hafi borist umrætt erindi. Málið varði hagsmuni fólks sem búsett er í Bandaríkjunum og til að íslensk stjórnvöld geti gripið til aðgerða þurfi fyrst að kæra málið til bandarískra lögregluyfirvalda, „sem síðan myndu eftir atvikum senda réttarbeiðni til íslenskra yfirvalda um gagnkvæma aðstoð“. Láta ekki undan Forsvarsmenn íslenska vefhýsingarfyrirtækisins 1984 vilja ekki tjá sig sérstaklega um þetta tiltekna mál. Fyrirtækið sendi fréttastofu þó yfirlýsingu um almenna stefnu fyrirtækisins. Þar segir að fyrirtækið hýsi þá sem mótmæli hinum „valdamiklu og miskunnarlausu“. Þetta séu til dæmis blaðamenn og aðgerðasinnar um allan heim. „Við greiðum fyrir málfrelsi og fjölmiðlafrelsi. Það sem við gerum ekki er að hýsa fólk sem ýtir undir ofbeldi, hryðjuverk, kúgun eða hatur. Við lokum á nýnasista og rasista. Við höfum þurft að sitja undir alvarlegum netárásum, lagalegum árásum og líkamlegum hótunum frá haturshópum með mismunandi skoðanir sem reyna að fá okkur til að loka síðum,“ segir í yfirlýsingunni. „Við látum ekki undan, sama hvert gjaldið verður við lögfræðiaðstoð, öryggisráðstafanir eða hugarró.“ Á Mapping Project má finna gagnvirkt kort af Massachusetts þar sem merktar eru inn nærri 500 stofnanir sem eru sakaðar um aðkomu að ýmsum misgjörðum; þjóðernishreinsunum, nýlendustefnu og Zíonisma. Þá er þetta ekki í fyrsta sinn sem ADL koma óánægju sinni á framfæri við yfirvöld á Íslandi en þau mótmæltu meðal annars harðlega frumvarpi sem bannaði umskurð drengja. Bandaríkin Kynþáttafordómar Fjölmiðlar Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Yfirlýsingin var send fréttastofu í kjölfar fyrirspurnar um vefsíðuna The Mapping Project. Miðlar í Bandaríkjunum og Ísrael fjölluðu í gær um beiðni sem samtökin Anti-Defamation League (ADL) sendu stjórnvöldum á Íslandi á miðvikudag. Þar eru þau hvött til að beita sér fyrir því að vefsíðunni, sem er hýst á Íslandi og samtökin telja ógn gegn gyðingum, verði lokað. Sveinn H. Guðmarsson upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins staðfestir í skriflegu svari til fréttastofu að ráðuneytinu hafi borist umrætt erindi. Málið varði hagsmuni fólks sem búsett er í Bandaríkjunum og til að íslensk stjórnvöld geti gripið til aðgerða þurfi fyrst að kæra málið til bandarískra lögregluyfirvalda, „sem síðan myndu eftir atvikum senda réttarbeiðni til íslenskra yfirvalda um gagnkvæma aðstoð“. Láta ekki undan Forsvarsmenn íslenska vefhýsingarfyrirtækisins 1984 vilja ekki tjá sig sérstaklega um þetta tiltekna mál. Fyrirtækið sendi fréttastofu þó yfirlýsingu um almenna stefnu fyrirtækisins. Þar segir að fyrirtækið hýsi þá sem mótmæli hinum „valdamiklu og miskunnarlausu“. Þetta séu til dæmis blaðamenn og aðgerðasinnar um allan heim. „Við greiðum fyrir málfrelsi og fjölmiðlafrelsi. Það sem við gerum ekki er að hýsa fólk sem ýtir undir ofbeldi, hryðjuverk, kúgun eða hatur. Við lokum á nýnasista og rasista. Við höfum þurft að sitja undir alvarlegum netárásum, lagalegum árásum og líkamlegum hótunum frá haturshópum með mismunandi skoðanir sem reyna að fá okkur til að loka síðum,“ segir í yfirlýsingunni. „Við látum ekki undan, sama hvert gjaldið verður við lögfræðiaðstoð, öryggisráðstafanir eða hugarró.“ Á Mapping Project má finna gagnvirkt kort af Massachusetts þar sem merktar eru inn nærri 500 stofnanir sem eru sakaðar um aðkomu að ýmsum misgjörðum; þjóðernishreinsunum, nýlendustefnu og Zíonisma. Þá er þetta ekki í fyrsta sinn sem ADL koma óánægju sinni á framfæri við yfirvöld á Íslandi en þau mótmæltu meðal annars harðlega frumvarpi sem bannaði umskurð drengja.
Bandaríkin Kynþáttafordómar Fjölmiðlar Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira