Guðrún virkaði jafn frísk og þeir leikmenn sem hafa lítið spilað sem eru góðar fréttir fyrir framhaldið.
Eins og venjan er með æfingar daginn eftir krefjandi leik þá taka þær því vanalega rólega sem hafa spilað mest.
Það eru þó undantekningar frá því. Guðrún og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir tóku þannig fullan þátt í æfingunni á meðan fjölmiðlamenn fengu að fylgjast með.
Elísa Viðarsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, sem báðir voru í byrjunarliðinu í gær, tóku einnig þátt í upphituninni en hlupu sig síðan niður eftir það.
Aðrir leikmenn fengu að liðka sig til að hreyfa sig létt á eigin forsendum. Leikmenn eins og Hallbera Guðný Gísladóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Sandra Sigurðardóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir.
Þær voru að hjóla, lyfta, teygja eða eitthvað sem hver og ein telur nýtast best í endurheimtinni eftir krefjandi leik.