„Við erum í bílstjórasætinu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júlí 2022 10:31 Íslensku landsliðsstelpurnar á æfingu í Crewe þar sem þær undirbúa sig nú fyrir leikinn mikilvæga á móti Frökkum. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Halldórsson er enn taplaus sem þjálfari á stórmótum eftir jafntefli í tveimur fyrstu leikjum Íslands á Evrópumótinu í Englandi. Þorsteinn fór aðeins yfir leikinn á móti Ítalíu fyrir æfingu liðsins daginn eftir. „Ég er aðeins búinn að skoða þetta og fara yfir þetta. Það er stutt á milli í þessu. Auðvitað var þetta erfiður leikur og allt það en við kláruðum hann af krafti og hefðum getað unnið þennan leik,“ sagði Þorsteinn Halldórsson en var hann vaknaður eldsnemma til að fara yfir málin? „Nei það var aðallega gærkvöldið. Maður vaknaði svo sem ágætlega snemma en ég fór aðallega yfir þetta í gærkvöldi,“ sagði Þorsteinn. Hvað þarf liðið að gera betur í næsta leik? „Við þurfum að halda aðeins betur í boltann og þora aðeins betur að vera með boltann. Við vorum stundum of fljót að fara í aðgerðir,“ sagði Þorsteinn. Þorsteinn Halldórsson.Vísir/Vilhelm Ísland er með tvö stig í riðlinum og situr í öðru sæti en það sæti mun gefa þátttökurétt í átta liða úrslitunum verði stelpurnar okkar enn þar eftir lokaumferðina á mánudagskvöldið. „Við höfum lagt þetta upp allan tímann þannig að við ætlum að stjórna aðstæðum sjálf. Við erum að sjálfsögðu enn þá í þeirri stöðu. Það er það sem við höfum lagt upp allan tímann að við ætlum að vera inn í þessu. Við ætlum að vinna leik og vera með stjórn á því hvort við komumst áfram eða ekki. Staðan er þannig núna að við erum í bílstjórasætinu,“ sagði Þorsteinn. Frakkarnir eru komnir áfram en mun það hjálpa okkar konum í þessum mikilvæga leik að Frakkar hafa í raun engu að keppa. „Ég ætla að vona það að það lækki spennustigið og viljann til að fara af krafti inn í leikinn á móti okkur. Við þurfum samt bara að fókusa á okkur og horfa í það hvernig við ætlum að tækla þetta og hvað við ætlum að gera,“ sagði Þorsteinn. Ísland mætir Frakklandi í lokaleik sínum í D-riðli á mánudagskvöldið. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Sjá meira
Þorsteinn fór aðeins yfir leikinn á móti Ítalíu fyrir æfingu liðsins daginn eftir. „Ég er aðeins búinn að skoða þetta og fara yfir þetta. Það er stutt á milli í þessu. Auðvitað var þetta erfiður leikur og allt það en við kláruðum hann af krafti og hefðum getað unnið þennan leik,“ sagði Þorsteinn Halldórsson en var hann vaknaður eldsnemma til að fara yfir málin? „Nei það var aðallega gærkvöldið. Maður vaknaði svo sem ágætlega snemma en ég fór aðallega yfir þetta í gærkvöldi,“ sagði Þorsteinn. Hvað þarf liðið að gera betur í næsta leik? „Við þurfum að halda aðeins betur í boltann og þora aðeins betur að vera með boltann. Við vorum stundum of fljót að fara í aðgerðir,“ sagði Þorsteinn. Þorsteinn Halldórsson.Vísir/Vilhelm Ísland er með tvö stig í riðlinum og situr í öðru sæti en það sæti mun gefa þátttökurétt í átta liða úrslitunum verði stelpurnar okkar enn þar eftir lokaumferðina á mánudagskvöldið. „Við höfum lagt þetta upp allan tímann þannig að við ætlum að stjórna aðstæðum sjálf. Við erum að sjálfsögðu enn þá í þeirri stöðu. Það er það sem við höfum lagt upp allan tímann að við ætlum að vera inn í þessu. Við ætlum að vinna leik og vera með stjórn á því hvort við komumst áfram eða ekki. Staðan er þannig núna að við erum í bílstjórasætinu,“ sagði Þorsteinn. Frakkarnir eru komnir áfram en mun það hjálpa okkar konum í þessum mikilvæga leik að Frakkar hafa í raun engu að keppa. „Ég ætla að vona það að það lækki spennustigið og viljann til að fara af krafti inn í leikinn á móti okkur. Við þurfum samt bara að fókusa á okkur og horfa í það hvernig við ætlum að tækla þetta og hvað við ætlum að gera,“ sagði Þorsteinn. Ísland mætir Frakklandi í lokaleik sínum í D-riðli á mánudagskvöldið.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Sjá meira