Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12. Þá tökum við stöðuna á gróðureldum sem valdið hafa gríðarlegri eyðileggingu á meginlandi Evrópu, fjöllum um langþráðan ljósleiðara í Vestmannaeyjum og heyrum í skipuleggjendum Laugavegshlaupsins sem haldið er í heldur óskemmtilegu veðri í dag.
Loks fjöllum við um gagnrýni sem skipuleggjendur stórtónleikanna Rokks í Reykjavík hafa sætt en netverjar hafa margir hneykslast á kynjahalla meðal tónlistarmanna sem troða upp á tónleikunum.