Hefur beðið í röð eftir eldsneyti í tíu daga Bjarki Sigurðsson skrifar 16. júlí 2022 23:21 Ökumaður í svipuðum sporum og Pratheem. AP/Rafiq Maqbool Pratheem, íbúi í borginni Colombo í Srí Lanka, hefur beðið í röð í tíu daga eftir því að geta keypt eldsneyti. Miklar takmarkanir hafa verið settar á eldsneytiskaup í landinu. Breska ríkisútvarpið ræddi við Pratheem sem starfar sem bílstjóri. Hann keyrir fólk til og frá flugvellinum í Colombo en einungis þeir sem vinna við akstur mega kaupa eldsneyti vegna skorts. Raðirnar sem bílstjórar bíða í eru margar hverjar nokkrir kílómetrar og ganga þær afar hægt. Bílstjórar fá ekki einu sinni að fylla tankinn vegna skortsins og því líður ekki langur tími þar til þeir mæta aftur aftast í röðina. Pratheem er heppnari en flestir þar sem hann fær að fara heim til sín í nokkra tíma á dag á meðan bróðir hans eða sonur leysa hann af. Þá kemst hann í sturtu og fer á klósettið. Aðrir ökumenn sem breska ríkisútvarpið ræddi við lifa ekki við þann lúxus. Guna og Nisantha starfa fyrir rútufyrirtæki og býr hvorugur þeirra í Colombo. Þeir hafa þurft að notast við almenningssalerni til að halda hreinlætinu en það kostar sitt. Ástandið í Srí Lanka versnar með hverjum deginum en bæði forsætisráðherrann og forsetinn hafa sagt af sér nýlega eftir mikil mótmæli. Forsetinn er grunaður um mikla spillingu en Srí Lanka hefur aldrei verið jafn illa statt fjárhagslega. Srí Lanka Tengdar fréttir Biður herinn um að tryggja frið í Srí Lanka Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Srí Lanka, hefur skipað her landsins að gera það sem nauðsynlegt er til að koma á röð og reglu. Hann er nú starfandi forseti eyríkisins eftir að forsetinn flúði til Malíveyja. 13. júlí 2022 14:48 Mótmælendur brutust inn á heimili forseta Srí Lanka Íbúar Srí Lanka hafa mótmælt stjórnvöldum harðlega undanfarna mánuði vegna efnahagsástandsins þar í landi. Í dag brutust mótmælendur inn á heimili og skrifstofu forseta landsins. Þingið kom þá saman og forsætisráðherrann samþykkti að segja af sér þegar flokkar koma sér saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar. 9. júlí 2022 14:07 Forseti Srí Lanka segir loks af sér Gotabaya Rajapaksa hefur sagt af sér sem forseti Srí Lanka. Hann flúði land í fyrradag og dvelur nú í Singapúr. 14. júlí 2022 18:30 Mest lesið Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Innlent Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Innlent Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Innlent Íslenskur læknir í sögulegri skilnaðardeilu í Skotlandi Innlent Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Erlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Fleiri fréttir Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Sjá meira
Breska ríkisútvarpið ræddi við Pratheem sem starfar sem bílstjóri. Hann keyrir fólk til og frá flugvellinum í Colombo en einungis þeir sem vinna við akstur mega kaupa eldsneyti vegna skorts. Raðirnar sem bílstjórar bíða í eru margar hverjar nokkrir kílómetrar og ganga þær afar hægt. Bílstjórar fá ekki einu sinni að fylla tankinn vegna skortsins og því líður ekki langur tími þar til þeir mæta aftur aftast í röðina. Pratheem er heppnari en flestir þar sem hann fær að fara heim til sín í nokkra tíma á dag á meðan bróðir hans eða sonur leysa hann af. Þá kemst hann í sturtu og fer á klósettið. Aðrir ökumenn sem breska ríkisútvarpið ræddi við lifa ekki við þann lúxus. Guna og Nisantha starfa fyrir rútufyrirtæki og býr hvorugur þeirra í Colombo. Þeir hafa þurft að notast við almenningssalerni til að halda hreinlætinu en það kostar sitt. Ástandið í Srí Lanka versnar með hverjum deginum en bæði forsætisráðherrann og forsetinn hafa sagt af sér nýlega eftir mikil mótmæli. Forsetinn er grunaður um mikla spillingu en Srí Lanka hefur aldrei verið jafn illa statt fjárhagslega.
Srí Lanka Tengdar fréttir Biður herinn um að tryggja frið í Srí Lanka Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Srí Lanka, hefur skipað her landsins að gera það sem nauðsynlegt er til að koma á röð og reglu. Hann er nú starfandi forseti eyríkisins eftir að forsetinn flúði til Malíveyja. 13. júlí 2022 14:48 Mótmælendur brutust inn á heimili forseta Srí Lanka Íbúar Srí Lanka hafa mótmælt stjórnvöldum harðlega undanfarna mánuði vegna efnahagsástandsins þar í landi. Í dag brutust mótmælendur inn á heimili og skrifstofu forseta landsins. Þingið kom þá saman og forsætisráðherrann samþykkti að segja af sér þegar flokkar koma sér saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar. 9. júlí 2022 14:07 Forseti Srí Lanka segir loks af sér Gotabaya Rajapaksa hefur sagt af sér sem forseti Srí Lanka. Hann flúði land í fyrradag og dvelur nú í Singapúr. 14. júlí 2022 18:30 Mest lesið Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Innlent Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Innlent Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Innlent Íslenskur læknir í sögulegri skilnaðardeilu í Skotlandi Innlent Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Erlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Fleiri fréttir Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Sjá meira
Biður herinn um að tryggja frið í Srí Lanka Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Srí Lanka, hefur skipað her landsins að gera það sem nauðsynlegt er til að koma á röð og reglu. Hann er nú starfandi forseti eyríkisins eftir að forsetinn flúði til Malíveyja. 13. júlí 2022 14:48
Mótmælendur brutust inn á heimili forseta Srí Lanka Íbúar Srí Lanka hafa mótmælt stjórnvöldum harðlega undanfarna mánuði vegna efnahagsástandsins þar í landi. Í dag brutust mótmælendur inn á heimili og skrifstofu forseta landsins. Þingið kom þá saman og forsætisráðherrann samþykkti að segja af sér þegar flokkar koma sér saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar. 9. júlí 2022 14:07
Forseti Srí Lanka segir loks af sér Gotabaya Rajapaksa hefur sagt af sér sem forseti Srí Lanka. Hann flúði land í fyrradag og dvelur nú í Singapúr. 14. júlí 2022 18:30