
Leikmannahópurinn inniheldur meðal annars Bernd Leno, sem er sagður vera á leiðinni til Fulham fyrir 10 milljónir punda og Hector Bellerin, sem er orðaður við bæði Atletico Madrid og Real Betis.
Thomas Partey er einnig í hópnum þrátt fyrir að hafa verið sagður missa af síðasta leiknum fyrir ferðalagið til Bandaríkjanna, vegna meiðsla. Floarin Balogun eyddi hálfu síðasta tímabili á láni hjá Middlesbrough og er sennilega á leiðinni aftur út á láni. Samt hann í leikmannahóp Arsenal en Flores ekki.
Arsenal bannaði hinum 18 ára Flores að vera hluti af U20 ára liði Mexíkó sem spilar þessa stundina í undankeppni HM U20 ára landsliða. Arsenal meinaði Flores þátttöku með landsliðinu því hann átti að fá að fara með aðalliði Arsenal til Bandaríkjanna en svo var leikmaðurinn ekki valin í hópinn. Flores fær því hvorki að spila með Arsenal né landsliði Mexíkó og er ekki sáttur við ákvörðun Arteta samkvæmt breska blaðinu Mirror.