Stelpurnar mættu með tónlistina í botni og þær voru duglegar að bæði dansa og syngja með.
Það var mikið hlegið á æfingunni og hlátrasköllin heyrðust fóru ekkert fram hjá þeim sem voru í nágrenni við leikvöllinn. Það er svo sannarlega gaman þegar þessi hópur kemur saman.
Það er vonandi að þær hafi áfram ástæður til að syngja og dansa eftir leikinn mikilvæga við Frakka á morgun.
Hér fyrir neðan má sjá stutt myndband frá fjörinu á æfingunni.