Þorsteinn lofaði að koma á óvart í leiknum í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2022 09:00 Þorsteinn Halldórsson er ekki yfirlýsingaglaður fyrir leiki en boðar eitthvað nýtt í kvöld. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, hefur farið mjög varlega í allar yfirlýsingar á Evrópumótinu i Englandi. Hann gefur lítið upp um breytingar og heldur spilunum nálægt sér. Á blaðamannafundi fyrir Frakkaleikinn sem var haldinn í gær gaf hann þó loforð um að hann ætli að gera eitthvað óvænt í uppstillingu sinni í leiknum í kvöld. „Þetta verður erfiður leikur fyrir okkur. Frakkland er með mjög gott lið og hafa verið að spila vel í þessu móti. Þær hafa verið góðar í sókn og eru að búa til mörg færi. Við þurfum að verjast vel, þurfum að nýta möguleikana fram á við þegar við vinnum boltann og nýta færin okkar í þessum leik. Ég er bjartsýnn á það að okkur takist það og ég tel að við höfum fundið leiðir til að skapa færi og skora hjá þeim,“ sagði Þorsteinn en ætlar hann að breyta leikstíl íslenska liðsins eitthvað. „Það kemur náttúrulega bara í ljós á morgun en ég kem ykkur á óvart,“ sagði Þorsteinn sposkur. „Ég trúi á það að við getum gert eitthvað frábært á morgun. Algjörlega,“ sagði Þorsteinn. Hann sagðist ekki hafa sótt í miklar upplýsingar til Söru Bjarkar Gunnarsdóttur sem hefur spilað undanfarin ár í Frakklandi og þekkir marga leikmenn franska landsliðsins vel. „Nei mjög lítið og erum aðallega að leita til hennar til að fá byrjunarliðið. Það er kannski það eina sem við erum aðallega að spá í. Mesta óvissan fyrir þennan leik er það hvernig þær ætla að byrja. Eina sem ég veit er að franski þjálfarinn hefur ekki verið mikið að breyta byrjunarliðinu sama í hvaða keppni þær eru í, æfingamóti eða hvað það er. Það eru sjö eða átta leikmenn sem byrja yfirleitt alltaf. Reyndar er ein af þeim dottin út núna,“ sagði Þorsteinn. Þar á hann við Marie-Antoinette Katoto sem sleit krossband í síðasta leik en það er mikið áfall fyrir franska liðið. „Þeir nýju leikmenn sem koma inn eru alltaf góðir. Það er það eina sem maður er aðallega að spá í núna. Við höfum farið vel yfir franska liðið. Davíð Snorri (Jónsson) var með góðan fund í gær og ég held að við séum ágætlega undirbúin eins og staðan er í dag,“ sagði Þorsteinn. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Sjá meira
Á blaðamannafundi fyrir Frakkaleikinn sem var haldinn í gær gaf hann þó loforð um að hann ætli að gera eitthvað óvænt í uppstillingu sinni í leiknum í kvöld. „Þetta verður erfiður leikur fyrir okkur. Frakkland er með mjög gott lið og hafa verið að spila vel í þessu móti. Þær hafa verið góðar í sókn og eru að búa til mörg færi. Við þurfum að verjast vel, þurfum að nýta möguleikana fram á við þegar við vinnum boltann og nýta færin okkar í þessum leik. Ég er bjartsýnn á það að okkur takist það og ég tel að við höfum fundið leiðir til að skapa færi og skora hjá þeim,“ sagði Þorsteinn en ætlar hann að breyta leikstíl íslenska liðsins eitthvað. „Það kemur náttúrulega bara í ljós á morgun en ég kem ykkur á óvart,“ sagði Þorsteinn sposkur. „Ég trúi á það að við getum gert eitthvað frábært á morgun. Algjörlega,“ sagði Þorsteinn. Hann sagðist ekki hafa sótt í miklar upplýsingar til Söru Bjarkar Gunnarsdóttur sem hefur spilað undanfarin ár í Frakklandi og þekkir marga leikmenn franska landsliðsins vel. „Nei mjög lítið og erum aðallega að leita til hennar til að fá byrjunarliðið. Það er kannski það eina sem við erum aðallega að spá í. Mesta óvissan fyrir þennan leik er það hvernig þær ætla að byrja. Eina sem ég veit er að franski þjálfarinn hefur ekki verið mikið að breyta byrjunarliðinu sama í hvaða keppni þær eru í, æfingamóti eða hvað það er. Það eru sjö eða átta leikmenn sem byrja yfirleitt alltaf. Reyndar er ein af þeim dottin út núna,“ sagði Þorsteinn. Þar á hann við Marie-Antoinette Katoto sem sleit krossband í síðasta leik en það er mikið áfall fyrir franska liðið. „Þeir nýju leikmenn sem koma inn eru alltaf góðir. Það er það eina sem maður er aðallega að spá í núna. Við höfum farið vel yfir franska liðið. Davíð Snorri (Jónsson) var með góðan fund í gær og ég held að við séum ágætlega undirbúin eins og staðan er í dag,“ sagði Þorsteinn.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Sjá meira