Til hamingju, þroskaþjálfar! Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar 18. júlí 2022 11:01 Straumhvörf urðu í vor þegar fyrsti hópur þroskaþjálfa útskrifaðist frá Háskóla Íslands að loknu fjögurra ára háskólanámi. Af því tilefni stóðu Menntavísindasvið og Þroskaþjálfafélag Íslands saman að sérstakri útskriftarathöfn fyrir nemendur og aðstandendur þeirra. Menntun þroskaþjálfa hefur tekið mjög miklum breytingum frá því að Þroskaþjálfaskóli íslands var stofnaður árið 1971. Námið færðist á háskólastig árið 1998 og var þriggja ára nám þar til reglugerð um menntun þroskaþjálfa breyttist árið 2018 og kveðið var á um að lengja skyldi námið í fjögur ár. Sú breyting var gerð vegna krafna í samfélaginu, ekki síst frá fagstéttinni sjálfri, um að nauðsynlegt væri að efla faglegan undirbúning þroskaþjálfa til þeirra flóknu og ábyrgðarmiklu verkefna sem þeim er ætlað að sinna. Samhliða því fleygir fram þekkingu og þróun innan fræða- og vísindasamfélagsins um nýjar leiðir og bjargráð sem einstaklingar með skerta hæfni geta nýtt sér til að auka lífsgæði sín og þátttöku, bæði með umbyltingu þjónustu og félagslegra ferla, en einnig vegna stafrænnar þróunar og innleiðingar nýrrar tækni. Því er ákaflega brýnt að fjölga þeim þroskaþjálfum sem fá tækifæri til að sinna rannsóknum á fagsviðinu, til að mynda með því að sækja meistara- eða doktorsnám. Þrátt fyrir að síðustu tvö námsárin hafi verið krefjandi vegna heimsfaraldurs, jarðskjálfta og eldgosa, skipulögðu útskrifarnemendur vorið 2021 glæsilega málstofu þar sem þau kynntu loka-verkefni sín sem endurspegla vel hinn fjölbreytta og breiða vettvang þroskaþjálfafræða, þar var meðal annars fjallað um: geðheilbrigði, atvinnumál fatlaðs fólks, skóla án aðgreiningar, félagsfærni í grunnskóla, hlutverk þroskaþjálfa á tímum COVID-19, fjölskyldumiðaða þjónusta, börn með fjölþættan vanda, fólk með heilabilun, leiðir til að bæta líf barna með einhverfu, leiðir til að bæta líf barna með ADHD og áhrif tónlistar á þroska. Verkefnin tengdust mannréttindum, lífsgæðum, jöfnuði, valdeflingu og virkri þátttöku. Þau endurspegla gildi og fagmennsku þroskaþjálfa sem hverfast um rétt einstaklinga til að þroskast, lifa og starfa í samfélagi við aðra og njóta lífsgæða. Menntun þroskaþjálfa er samvinnuverkefni og verður ávallt að mótast og þróast í nánu samstarfi við forystu fagstéttarinnar. Það hefur verið okkur á Menntavísindasviði ákaflega mikils virði að hafa átt traust og gott samráð við forystu Þroskaþjálfafélags Íslands, meðal annars um mótun fjórða ársins, inntak og skipulag þess, og fyrirkomulag vettvangsnáms. Árið 2020 var Menntakvika, árleg ráðstefna sviðsins, helguð alþjóðlegum degi þroskaþjálfa og fór þar fram glæsileg málstofa helguð sögu og sérstöðu þroskaþjálfafræða. Eins og flestir vita þá einkenndist 20. öldin af mikilli vanþekkingu og fordómum gagnvart fötluðu og jaðarsettu fólki, ekki síst fólki með þroskahömlun, sem flestum var gert að alast upp á stofnunum. Þó að mikið vatn hafi runnið til sjávar og jákvæðar breytingar hafi orðið, þá eru því miður enn ýmsar félagslegar og kerfislegar hindranir og áskoranir sem koma í veg fyrir fulla þátttöku allra í samfélaginu. Þroskaþjálfar eru eftirsóttir starfskraftar víða í samfélaginu og hafa verið brautryðjendur í því að valdefla einstaklinga til virkrar þátttöku og skapa þannig aukinn félagslegan jöfnuð. Að mörgu leyti er námið einstakt á heimsvísu og búa Íslendingar að því að eiga þessa öflugu fagstétt sem starfar á mörgum sviðum samfélagsins. Ég óska þroskaþjálfum og íslensku samfélagi til hamingju með þessi tímamót! Höfundur er forseti Menntavísindasviðs HÍ. Grein þessi byggir á ávarpi sem flutt var við útskriftarathöfn þroskaþjálfa laugardaginn 25. júní sl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Kolbrún Þ. Pálsdóttir Mest lesið Jálisti - góð breyting á lögum um atvinnuréttindi útlendinga Pawel Bartoszek Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Vilt þú tillögur stjórnlagaráðs sem grundvöll að stjórnarskrá? Þorkell Helgason Skoðun Gjaldfelldu sig í hagnaðarskyni Sigurjón M. Egilsson Skoðun Ennþá svangar Hildur Björnsdóttir Bakþankar Lagt í'ann Ari Traustu Guðmundsson Skoðun Vill einhver eiga tvo milljarða? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Engir náttúruverndarsinnar á Alþingi eftir kosningar? Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta í heimabyggð – loksins orðin að veruleika Anton Guðmundsson Skoðun Halldór 15.05.2013 Halldór Skoðun Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Sjá meira
Straumhvörf urðu í vor þegar fyrsti hópur þroskaþjálfa útskrifaðist frá Háskóla Íslands að loknu fjögurra ára háskólanámi. Af því tilefni stóðu Menntavísindasvið og Þroskaþjálfafélag Íslands saman að sérstakri útskriftarathöfn fyrir nemendur og aðstandendur þeirra. Menntun þroskaþjálfa hefur tekið mjög miklum breytingum frá því að Þroskaþjálfaskóli íslands var stofnaður árið 1971. Námið færðist á háskólastig árið 1998 og var þriggja ára nám þar til reglugerð um menntun þroskaþjálfa breyttist árið 2018 og kveðið var á um að lengja skyldi námið í fjögur ár. Sú breyting var gerð vegna krafna í samfélaginu, ekki síst frá fagstéttinni sjálfri, um að nauðsynlegt væri að efla faglegan undirbúning þroskaþjálfa til þeirra flóknu og ábyrgðarmiklu verkefna sem þeim er ætlað að sinna. Samhliða því fleygir fram þekkingu og þróun innan fræða- og vísindasamfélagsins um nýjar leiðir og bjargráð sem einstaklingar með skerta hæfni geta nýtt sér til að auka lífsgæði sín og þátttöku, bæði með umbyltingu þjónustu og félagslegra ferla, en einnig vegna stafrænnar þróunar og innleiðingar nýrrar tækni. Því er ákaflega brýnt að fjölga þeim þroskaþjálfum sem fá tækifæri til að sinna rannsóknum á fagsviðinu, til að mynda með því að sækja meistara- eða doktorsnám. Þrátt fyrir að síðustu tvö námsárin hafi verið krefjandi vegna heimsfaraldurs, jarðskjálfta og eldgosa, skipulögðu útskrifarnemendur vorið 2021 glæsilega málstofu þar sem þau kynntu loka-verkefni sín sem endurspegla vel hinn fjölbreytta og breiða vettvang þroskaþjálfafræða, þar var meðal annars fjallað um: geðheilbrigði, atvinnumál fatlaðs fólks, skóla án aðgreiningar, félagsfærni í grunnskóla, hlutverk þroskaþjálfa á tímum COVID-19, fjölskyldumiðaða þjónusta, börn með fjölþættan vanda, fólk með heilabilun, leiðir til að bæta líf barna með einhverfu, leiðir til að bæta líf barna með ADHD og áhrif tónlistar á þroska. Verkefnin tengdust mannréttindum, lífsgæðum, jöfnuði, valdeflingu og virkri þátttöku. Þau endurspegla gildi og fagmennsku þroskaþjálfa sem hverfast um rétt einstaklinga til að þroskast, lifa og starfa í samfélagi við aðra og njóta lífsgæða. Menntun þroskaþjálfa er samvinnuverkefni og verður ávallt að mótast og þróast í nánu samstarfi við forystu fagstéttarinnar. Það hefur verið okkur á Menntavísindasviði ákaflega mikils virði að hafa átt traust og gott samráð við forystu Þroskaþjálfafélags Íslands, meðal annars um mótun fjórða ársins, inntak og skipulag þess, og fyrirkomulag vettvangsnáms. Árið 2020 var Menntakvika, árleg ráðstefna sviðsins, helguð alþjóðlegum degi þroskaþjálfa og fór þar fram glæsileg málstofa helguð sögu og sérstöðu þroskaþjálfafræða. Eins og flestir vita þá einkenndist 20. öldin af mikilli vanþekkingu og fordómum gagnvart fötluðu og jaðarsettu fólki, ekki síst fólki með þroskahömlun, sem flestum var gert að alast upp á stofnunum. Þó að mikið vatn hafi runnið til sjávar og jákvæðar breytingar hafi orðið, þá eru því miður enn ýmsar félagslegar og kerfislegar hindranir og áskoranir sem koma í veg fyrir fulla þátttöku allra í samfélaginu. Þroskaþjálfar eru eftirsóttir starfskraftar víða í samfélaginu og hafa verið brautryðjendur í því að valdefla einstaklinga til virkrar þátttöku og skapa þannig aukinn félagslegan jöfnuð. Að mörgu leyti er námið einstakt á heimsvísu og búa Íslendingar að því að eiga þessa öflugu fagstétt sem starfar á mörgum sviðum samfélagsins. Ég óska þroskaþjálfum og íslensku samfélagi til hamingju með þessi tímamót! Höfundur er forseti Menntavísindasviðs HÍ. Grein þessi byggir á ávarpi sem flutt var við útskriftarathöfn þroskaþjálfa laugardaginn 25. júní sl.
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar