Framkvæmdir við nýjan hringveg þvert yfir Hornafjörð hefjast með haustinu Kristján Már Unnarsson skrifar 18. júlí 2022 18:51 Tölvuteikning af nýrri leið yfir Hornafjörð. Verkinu fylgja alls fjórar nýjar brýr og nítján kílómetrar af nýjum vegum. Vegagerðin Vegagerðin og Ístak hafa skrifað undir 6,3 milljarða króna verksamning um gerð nýs vegar þvert yfir Hornafjörð, sem styttir hringveginn um tólf kílómetra. Samningurinn markar tímamót því hann er sá fyrsti á grundvelli laga um samvinnuverkefni, en í því felst einkafjármögnun og að vegfarendur greiði vegtoll. Fyrra útboð verksins klúðraðist og reyndust tilboð þá svo hátt yfir kostnaðaráætlun að Vegagerðin ákvað að bjóða verkið út að nýju, með þeirri breytingu að verktaka væri einungis gert að fjármagna verkið á verktíma en langtímafjármögnun undanskilin. Þegar tilboð voru opnuð í síðara útboðinu fyrir tveimur mánuðum reyndist Ístak eiga lægsta boð, eins og í fyrra útboði. Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks, og Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri rituðu undir verksamninginn.Vegagerðin Í verkinu felst lagning nítján kílómetra langs þjóðvegar og mun einbreiðum brúm á hringveginum fækka um þrjár. Fjórar nýjar brýr verða byggðar, sú lengsta yfir Hornafjarðarfljót, 250 metra löng. Hinar verða 114 metra löng brú yfir Hoffellsá og 52 metra langar brýr yfir Djúpá og Bergá. Einnig verða lagðir hliðarvegir, samtals um níu kílómetra langir, auk tveggja áningarstaða. Nýja brúin yfir Hornafjarðarfljót verður 250 metra löng og í sex höfum.Vegagerðin Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks, segir í samtali við fréttastofu að framkvæmdir hefjist með haustinu. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. desember 2025, eftir rúm þrjú ár, en greint var frá undirritun samningsins í þessari frétt Stöðvar 2: Hér má sjá frétt Stöðvar 2 af opnun síðara útboðsins í maí: Sveitarfélagið Hornafjörður Vegagerð Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Breytt fjármögnun lækkaði tilboð í Hornafjörð um 2,2 milljarða króna Lægsta boð í lagningu nýs hringvegar um Hornafjörð lækkaði um 2,2 milljarða króna við það að langtímafjármögnun var undanskilin. Þrátt fyrir hökt í þessu fyrsta útboði verkefna í einkafjármögnun telur innviðaráðherra að annað verk í ferlinu, ný Ölfusárbrú, verði á áætlun og tilbúin árið 2025. 19. maí 2022 21:25 Tilboð í Hornafjarðarfljót hátt yfir kostnaðaráætlun Lægsta tilboð í gerð nýrrar brúar yfir Hornafjarðarfljót ásamt fjármögnun verksins hljóðar upp á átta og hálfan milljarð króna og reyndist einum og hálfum milljarði króna yfir kostnaðaráætlun. Þetta er fyrsta útboðið á grundvelli nýlegra laga um einkafjármögnun í vegagerð. 17. febrúar 2022 21:33 Einkafjármögnun og veggjald fylgja nýrri Hornafjarðarbrú Vegagerðin hefur boðið út smíði nýrrar brúar yfir Hornafjarðarfljót ásamt fjármögnun verksins. Þetta er fyrsta útboðið frá því sérstök lög voru samþykkt í fyrra sem heimila ríkinu að heimta vegtolla og semja við einkaaðila um fjármögnun samgönguframkvæmda. 22. júní 2021 22:22 Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Fyrra útboð verksins klúðraðist og reyndust tilboð þá svo hátt yfir kostnaðaráætlun að Vegagerðin ákvað að bjóða verkið út að nýju, með þeirri breytingu að verktaka væri einungis gert að fjármagna verkið á verktíma en langtímafjármögnun undanskilin. Þegar tilboð voru opnuð í síðara útboðinu fyrir tveimur mánuðum reyndist Ístak eiga lægsta boð, eins og í fyrra útboði. Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks, og Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri rituðu undir verksamninginn.Vegagerðin Í verkinu felst lagning nítján kílómetra langs þjóðvegar og mun einbreiðum brúm á hringveginum fækka um þrjár. Fjórar nýjar brýr verða byggðar, sú lengsta yfir Hornafjarðarfljót, 250 metra löng. Hinar verða 114 metra löng brú yfir Hoffellsá og 52 metra langar brýr yfir Djúpá og Bergá. Einnig verða lagðir hliðarvegir, samtals um níu kílómetra langir, auk tveggja áningarstaða. Nýja brúin yfir Hornafjarðarfljót verður 250 metra löng og í sex höfum.Vegagerðin Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks, segir í samtali við fréttastofu að framkvæmdir hefjist með haustinu. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. desember 2025, eftir rúm þrjú ár, en greint var frá undirritun samningsins í þessari frétt Stöðvar 2: Hér má sjá frétt Stöðvar 2 af opnun síðara útboðsins í maí:
Sveitarfélagið Hornafjörður Vegagerð Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Breytt fjármögnun lækkaði tilboð í Hornafjörð um 2,2 milljarða króna Lægsta boð í lagningu nýs hringvegar um Hornafjörð lækkaði um 2,2 milljarða króna við það að langtímafjármögnun var undanskilin. Þrátt fyrir hökt í þessu fyrsta útboði verkefna í einkafjármögnun telur innviðaráðherra að annað verk í ferlinu, ný Ölfusárbrú, verði á áætlun og tilbúin árið 2025. 19. maí 2022 21:25 Tilboð í Hornafjarðarfljót hátt yfir kostnaðaráætlun Lægsta tilboð í gerð nýrrar brúar yfir Hornafjarðarfljót ásamt fjármögnun verksins hljóðar upp á átta og hálfan milljarð króna og reyndist einum og hálfum milljarði króna yfir kostnaðaráætlun. Þetta er fyrsta útboðið á grundvelli nýlegra laga um einkafjármögnun í vegagerð. 17. febrúar 2022 21:33 Einkafjármögnun og veggjald fylgja nýrri Hornafjarðarbrú Vegagerðin hefur boðið út smíði nýrrar brúar yfir Hornafjarðarfljót ásamt fjármögnun verksins. Þetta er fyrsta útboðið frá því sérstök lög voru samþykkt í fyrra sem heimila ríkinu að heimta vegtolla og semja við einkaaðila um fjármögnun samgönguframkvæmda. 22. júní 2021 22:22 Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Breytt fjármögnun lækkaði tilboð í Hornafjörð um 2,2 milljarða króna Lægsta boð í lagningu nýs hringvegar um Hornafjörð lækkaði um 2,2 milljarða króna við það að langtímafjármögnun var undanskilin. Þrátt fyrir hökt í þessu fyrsta útboði verkefna í einkafjármögnun telur innviðaráðherra að annað verk í ferlinu, ný Ölfusárbrú, verði á áætlun og tilbúin árið 2025. 19. maí 2022 21:25
Tilboð í Hornafjarðarfljót hátt yfir kostnaðaráætlun Lægsta tilboð í gerð nýrrar brúar yfir Hornafjarðarfljót ásamt fjármögnun verksins hljóðar upp á átta og hálfan milljarð króna og reyndist einum og hálfum milljarði króna yfir kostnaðaráætlun. Þetta er fyrsta útboðið á grundvelli nýlegra laga um einkafjármögnun í vegagerð. 17. febrúar 2022 21:33
Einkafjármögnun og veggjald fylgja nýrri Hornafjarðarbrú Vegagerðin hefur boðið út smíði nýrrar brúar yfir Hornafjarðarfljót ásamt fjármögnun verksins. Þetta er fyrsta útboðið frá því sérstök lög voru samþykkt í fyrra sem heimila ríkinu að heimta vegtolla og semja við einkaaðila um fjármögnun samgönguframkvæmda. 22. júní 2021 22:22
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent