Þorsteinn: Ég er stoltur af mörgu sem við gerðum hérna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2022 22:04 Þorsteinn Halldórsson var skiljanlega svekktur í leikslok. Enn taplaus sem þjálfari á EM en á leið heim. Vísir/Vilhelm Íslenska landsliðið byrjaði leikinn skelfilega á móti Frakklandi með að fá á sig mark á upphafsmínútu en vann sig út úr því og tókst að ná jafntefli á móti þessu sterka liði Frakka. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari var ánægður með frammistöðu liðsins í kvöld og hvernig stelpurnar unnu sig út úr þessari martraðarbyrjun. „Mér fannst við ekkert brotna við þetta og við bara héldum okkur við það sem við ætluðum að gera. Við vorum búin að ræða þetta aðeins að þó að við lentum 1-0 undir þá væri ekkert búið í þessu. Við þyrftum að hugsa um það að fara ekki að opna okkur eða fara í það leikplan að fara að keyra á þetta strax,“ sagði Þorsteinn Halldórsson á blaðamannafundi eftir leikinn. „Við þurftum að vera öguð, skipulögð og þolinmóð og mér fannst við vera það bara. Heilt yfir allan leikinn, frábær frammistaða og ég er bara stoltur af þeim,“ sagði Þorsteinn. „Belgía vann Ítalíu og þið töluðu eins og Belgía gæti ekki neitt. Þetta voru bara hörkuleikir og þetta var stöngin út, stöngin inn. Það er stutt á milli í þessu. Við erum að spila á stórmóti og þú þarft heppni til að hlutirnir falli með þér,“ sagði Þorsteinn. „Við hefðum getað komist yfir í fyrri hálfleik á móti Belgum og komist þá jafnvel í 2-0 í seinni hálfleik. Við hefðum getað komist í 2-0 á móti Ítalíu í staðinn fáum við mark á okkur. Það er stutt á milli og þetta eru jöfn lið. Ég er bara stoltur af liðinu og stoltur af mörgu sem við gerðum,“ sagði Þorsteinn. „Auðvitað er maður svekktur og vonsvikinn með að komast ekki áfram. Við bara höldum áfram og eigum leik eftir sex vikur. Við þurfum bara að dvelja ekki of lengi við þetta. Við getum borið höfuðið hátt að mínum dómi og vonandi tökum við næsta skref sem við viljum taka,“ sagði Þorsteinn. Sara Björk Gunnarsdóttir átti mjög góðan leik en af hverju tók hann hana útaf eftir klukkutíma leik? „Mér fannst hún vera orðin þreytt. Maður gerir stundum tómar vitleysur og það er bara ákvörðun sem ég tók. Ég þarf bara að standa og falla með henni. Sara var góð í þessum leik. Mér fannst hún vera farin að lýjast en það er bara hlutur sem maður lærir af,“ sagði Þorsteinn. „Þetta er einn stór lærdómur að vera hérna og ég er búin að skemmta mér mjög vel,“ sagði Þorsteinn. Ísland er fyrsta þjóðin sem dettur út úr riðlakeppni EM án þess að tapa leik. „Þú ert að nudda salt í sárin. Ég er stoltur af mörgu sem við gerðum hérna. Við fáum á okkur þrjú mörk í þremur leikjum, skorum í hverjum einasta leik og erum að spila á móti góðum þjóðum. Við erum að tala um eftir mótið, ef og hefði og allt það. Við hefðum getað unnið leik og áttum möguleika á því,“ sagði Þorsteinn. En hvernig verður framhaldið?„Ég þarf einhvern veginn að reyna að kúpla mig út úr þessu. Ég fer í smá frí og svo tekur bara við undirbúningur fyrir septembergluggann. Markmiðið er að gera frábæra hluti þar. Við getum tekið margt jákvætt út úr þessu móti og flutt það yfir í næsta glugga. Ef við gerum það þá er ég bjartsýnn,“ sagði Þorsteinn. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Körfubolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Sjá meira
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari var ánægður með frammistöðu liðsins í kvöld og hvernig stelpurnar unnu sig út úr þessari martraðarbyrjun. „Mér fannst við ekkert brotna við þetta og við bara héldum okkur við það sem við ætluðum að gera. Við vorum búin að ræða þetta aðeins að þó að við lentum 1-0 undir þá væri ekkert búið í þessu. Við þyrftum að hugsa um það að fara ekki að opna okkur eða fara í það leikplan að fara að keyra á þetta strax,“ sagði Þorsteinn Halldórsson á blaðamannafundi eftir leikinn. „Við þurftum að vera öguð, skipulögð og þolinmóð og mér fannst við vera það bara. Heilt yfir allan leikinn, frábær frammistaða og ég er bara stoltur af þeim,“ sagði Þorsteinn. „Belgía vann Ítalíu og þið töluðu eins og Belgía gæti ekki neitt. Þetta voru bara hörkuleikir og þetta var stöngin út, stöngin inn. Það er stutt á milli í þessu. Við erum að spila á stórmóti og þú þarft heppni til að hlutirnir falli með þér,“ sagði Þorsteinn. „Við hefðum getað komist yfir í fyrri hálfleik á móti Belgum og komist þá jafnvel í 2-0 í seinni hálfleik. Við hefðum getað komist í 2-0 á móti Ítalíu í staðinn fáum við mark á okkur. Það er stutt á milli og þetta eru jöfn lið. Ég er bara stoltur af liðinu og stoltur af mörgu sem við gerðum,“ sagði Þorsteinn. „Auðvitað er maður svekktur og vonsvikinn með að komast ekki áfram. Við bara höldum áfram og eigum leik eftir sex vikur. Við þurfum bara að dvelja ekki of lengi við þetta. Við getum borið höfuðið hátt að mínum dómi og vonandi tökum við næsta skref sem við viljum taka,“ sagði Þorsteinn. Sara Björk Gunnarsdóttir átti mjög góðan leik en af hverju tók hann hana útaf eftir klukkutíma leik? „Mér fannst hún vera orðin þreytt. Maður gerir stundum tómar vitleysur og það er bara ákvörðun sem ég tók. Ég þarf bara að standa og falla með henni. Sara var góð í þessum leik. Mér fannst hún vera farin að lýjast en það er bara hlutur sem maður lærir af,“ sagði Þorsteinn. „Þetta er einn stór lærdómur að vera hérna og ég er búin að skemmta mér mjög vel,“ sagði Þorsteinn. Ísland er fyrsta þjóðin sem dettur út úr riðlakeppni EM án þess að tapa leik. „Þú ert að nudda salt í sárin. Ég er stoltur af mörgu sem við gerðum hérna. Við fáum á okkur þrjú mörk í þremur leikjum, skorum í hverjum einasta leik og erum að spila á móti góðum þjóðum. Við erum að tala um eftir mótið, ef og hefði og allt það. Við hefðum getað unnið leik og áttum möguleika á því,“ sagði Þorsteinn. En hvernig verður framhaldið?„Ég þarf einhvern veginn að reyna að kúpla mig út úr þessu. Ég fer í smá frí og svo tekur bara við undirbúningur fyrir septembergluggann. Markmiðið er að gera frábæra hluti þar. Við getum tekið margt jákvætt út úr þessu móti og flutt það yfir í næsta glugga. Ef við gerum það þá er ég bjartsýnn,“ sagði Þorsteinn.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Körfubolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Sjá meira