Englendingar og Svíar enn líklegastir til sigurs en Þjóðverjar banka á dyrnar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. júlí 2022 12:31 Þær ensku teljast líklegastar til sigurs á EM á heimavelli. Harriet Lander/Getty Images Nú þegar riðlakeppninni á Evrópumóti kvenna í knattspyrnu er lokið og liðin safna kröftum fyrir átta liða úrslitin sem hefjast á morgun gefst tími til að kíkja stuttlega yfir það hvaða þjóðir teljast líklegastar til sigurs á mótinu. Eins og flestir lesendur ættu að vita féll íslenska liðið úr leik eftir hetjulega baráttu gegn Frökkum í gær. Íslensku stelpurnar töpuðu ekki leik á mótinu, en þrjú jafntefli nægðu ekki til og því er liðið á heimleið. Íslenska liðið var eitt sex liða sem tapaði ekki einum einasta leik í riðlakeppninni, en er fyrsta liðið í sögu EM til að falla úr leik án þess að tapa. Engar líkur á því að sigurstranglegustu þjóðirnar mætist í úrslitum Tölfræðiveitan Gracenote hefur hingað til tekið saman sigurmöguleika hverrar þjóðar fyrir sig á EM, og nú þegar komið er að átta liða úrslitum er engin breyting þar á. Frá því að mótið hófst hafa heimakonur í enska landsliðinu verið taldar sigurstranglegastar á EM. Nú þegar komið er í átta liða úrslitin reiknast sérfræðingum Gracenote svo til að þær ensku eigi 22 prósent líkur á því að fagna sigri á mótinu. Næstar þar á eftir eru stelpurnar í sænska landsliðinu, en sigurlíkur þeirra eru um 21 prósent. Þó eru nákvæmlega engar líkur á því að við munum sjá Englendinga og Svía mætast í úrslitaleik mótsins þar sem þjóðirnar munu mætast í undanúrslitum komist þær áfram úr átta liða úrslitum. Þjóðverjar stökkva upp listann Þá vekur athygli að Þjóðverjar sitja nú í þriðja sæti listans yfir þær þjóðir sem teljast líklegastar til að vinna mótið. Þær þýsku lyfta sér þar með upp fyrir bæði Frakka og ríkjandi Evrópumeistara Hollendinga. Sigurlíkur Þjóðverja er nú 20 prósent, en ástæða þess að liðið lyftir sér upp fyrir Frakka og Hollendinga er sú að síðarnefndu þjóðirnar tvær mætast í átta liða úrslitum. Þá má einnig nefna að Belgar, sem komust í átta liða úrslit á kostnað Íslendinga, eiga minnsta sigurmöguleika, ásamt Austurríki. Sigurlíkur Belgíu og Austurríkis eru taldar vera um eitt prósent. Sigurlíkur þjóðanna England - 22% Svíþjóð - 21% Þýskaland - 20% Frakkland - 16% Holland - 12% Spánn - 7% Belgía - 1% Austurríki - 1% EM 2022 í Englandi Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira
Eins og flestir lesendur ættu að vita féll íslenska liðið úr leik eftir hetjulega baráttu gegn Frökkum í gær. Íslensku stelpurnar töpuðu ekki leik á mótinu, en þrjú jafntefli nægðu ekki til og því er liðið á heimleið. Íslenska liðið var eitt sex liða sem tapaði ekki einum einasta leik í riðlakeppninni, en er fyrsta liðið í sögu EM til að falla úr leik án þess að tapa. Engar líkur á því að sigurstranglegustu þjóðirnar mætist í úrslitum Tölfræðiveitan Gracenote hefur hingað til tekið saman sigurmöguleika hverrar þjóðar fyrir sig á EM, og nú þegar komið er að átta liða úrslitum er engin breyting þar á. Frá því að mótið hófst hafa heimakonur í enska landsliðinu verið taldar sigurstranglegastar á EM. Nú þegar komið er í átta liða úrslitin reiknast sérfræðingum Gracenote svo til að þær ensku eigi 22 prósent líkur á því að fagna sigri á mótinu. Næstar þar á eftir eru stelpurnar í sænska landsliðinu, en sigurlíkur þeirra eru um 21 prósent. Þó eru nákvæmlega engar líkur á því að við munum sjá Englendinga og Svía mætast í úrslitaleik mótsins þar sem þjóðirnar munu mætast í undanúrslitum komist þær áfram úr átta liða úrslitum. Þjóðverjar stökkva upp listann Þá vekur athygli að Þjóðverjar sitja nú í þriðja sæti listans yfir þær þjóðir sem teljast líklegastar til að vinna mótið. Þær þýsku lyfta sér þar með upp fyrir bæði Frakka og ríkjandi Evrópumeistara Hollendinga. Sigurlíkur Þjóðverja er nú 20 prósent, en ástæða þess að liðið lyftir sér upp fyrir Frakka og Hollendinga er sú að síðarnefndu þjóðirnar tvær mætast í átta liða úrslitum. Þá má einnig nefna að Belgar, sem komust í átta liða úrslit á kostnað Íslendinga, eiga minnsta sigurmöguleika, ásamt Austurríki. Sigurlíkur Belgíu og Austurríkis eru taldar vera um eitt prósent. Sigurlíkur þjóðanna England - 22% Svíþjóð - 21% Þýskaland - 20% Frakkland - 16% Holland - 12% Spánn - 7% Belgía - 1% Austurríki - 1%
England - 22% Svíþjóð - 21% Þýskaland - 20% Frakkland - 16% Holland - 12% Spánn - 7% Belgía - 1% Austurríki - 1%
EM 2022 í Englandi Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira