Kynnir stofnun opinbers hlutafélags um gjaldtöku af vegum og göngum Kristján Már Unnarsson skrifar 19. júlí 2022 12:16 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. vísir/vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur kynnt á samráðsgátt stjórnvalda áform um að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu og rekstur samgönguinnviða. Helsta hlutverk félagsins verður að innheimta notkunargjöld, bæði af vegum og jarðgöngum. Við sögðum í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi frá undirritun 6,3 milljarða króna verksamnings um nýjan kafla hringvegarins um Hornafjörð. Samningurinn markar tímamót því hann er sá fyrsti á grundvelli laga um samvinnuverkefni, en í því felst einkafjármögnun og að vegfarendur greiði vegtoll. Innviðaráðherra hefur núna kynnt áform um að leggja fram lagafrumvarp á Alþingi um stofnun opinbers hlutafélags um slíkar framkvæmdir en sex hafa þegar verið tilgreindar. Auk Hornafjarðarfljóts eru það brú yfir Ölfusá, vegur yfir Öxi, jarðgöng um Reynisfjall, tvöföldun Hvalfjarðarganga og Sundabraut. Fyrirhuguð brú yfir Hornafjarðarfljót. Framkvæmdir eiga að hefjast með haustinu.Vegagerðin Ráðherrann segir að í stjórnarsáttmála sé jafnframt gert ráð fyrir að stofnað verði opinbert félag um jarðgangagerð. Í kynningu málsins á samráðsgáttinni segir að lykilþáttur slíkra verkefna sé innheimta notkunargjalda af notendum mannvirkjanna og að framkvæmdakostnaður sé þannig endurheimtur, að minnsta kosti að mestum hluta. Þá sé stefnt að gjaldtöku af umferð í jarðgöngum á Íslandi sem fjármagna eigi rekstur og viðhald ganganna sem og hluta framkvæmdakostnaðar nýrra jarðganga. Greiningar bendi til þess að fýsilegast sé að halda utan um slík verkefni í opinberu hlutafélagi sem verði að fullu í eigu ríkisins. Þannig fáist skýr umgjörð og utanumhald um þessi verkefni. Lykilþáttur í starfsemi félagsins verði að halda utan um fjármögnun verkanna, þar með talið innheimtu notkunargjalda. Eftir eigi þó að taka afstöðu til þess hvort rétt sé að það verði í einu slíku félagi eða fleirum. Sigurður Ingi Jóhannsson sem samgönguráðherra var sá síðasti sem greiddi veggjald í Hvalfjarðargöng þegar innheimtu lauk haustið 2018, sem sjá má hér: Vegtollar Vegagerð Samgöngur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Framkvæmdir við nýjan hringveg þvert yfir Hornafjörð hefjast með haustinu Vegagerðin og Ístak hafa skrifað undir 6,3 milljarða króna verksamning um gerð nýs vegar þvert yfir Hornafjörð, sem styttir hringveginn um tólf kílómetra. Samningurinn markar tímamót því hann er sá fyrsti á grundvelli laga um samvinnuverkefni, en í því felst einkafjármögnun og að vegfarendur greiði vegtoll. 18. júlí 2022 18:51 Ráðherra boðar gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins Gjaldtaka verður tekin upp í öllum jarðgöngum landsins á næsta eða þarnæsta ári. Innviðaráðherra boðar frumvarp um málið en tekjunum er ætlað að standa undir kostnaði við Fjarðarheiðargöng sem og önnur jarðgöng í framtíðinni. 12. júlí 2022 22:04 Fjarðarheiði gleypir öll framlög og veggjöld til jarðganga í sautján ár Svo fjárfrek verða Fjarðarheiðargöng að öll framlög á fimmtán ára jarðgangaáætlun ásamt gjaldtöku af öllum göngum duga ekki til að greiða kostnaðinn. Rými til að grafa næstu göng í landinu skapast vart fyrr en í kringum árið 2040. 14. júlí 2022 22:30 Ölfusárbrú og Axarvegur á leið í einkaframkvæmd Smíði nýrrar Ölfusárbrúar og lagning Axarvegar eru að fara í útboðsferli sem einkaframkvæmd og mun Vegagerðin í þessum og næsta mánuði óska eftir áhugasömum bjóðendum. Ný brú á Hornafjarðarfljót er þó komin lengst slíkra verkefna en tilboð verða opnuð síðar í þessari viku. 14. febrúar 2022 22:05 Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Sjá meira
Við sögðum í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi frá undirritun 6,3 milljarða króna verksamnings um nýjan kafla hringvegarins um Hornafjörð. Samningurinn markar tímamót því hann er sá fyrsti á grundvelli laga um samvinnuverkefni, en í því felst einkafjármögnun og að vegfarendur greiði vegtoll. Innviðaráðherra hefur núna kynnt áform um að leggja fram lagafrumvarp á Alþingi um stofnun opinbers hlutafélags um slíkar framkvæmdir en sex hafa þegar verið tilgreindar. Auk Hornafjarðarfljóts eru það brú yfir Ölfusá, vegur yfir Öxi, jarðgöng um Reynisfjall, tvöföldun Hvalfjarðarganga og Sundabraut. Fyrirhuguð brú yfir Hornafjarðarfljót. Framkvæmdir eiga að hefjast með haustinu.Vegagerðin Ráðherrann segir að í stjórnarsáttmála sé jafnframt gert ráð fyrir að stofnað verði opinbert félag um jarðgangagerð. Í kynningu málsins á samráðsgáttinni segir að lykilþáttur slíkra verkefna sé innheimta notkunargjalda af notendum mannvirkjanna og að framkvæmdakostnaður sé þannig endurheimtur, að minnsta kosti að mestum hluta. Þá sé stefnt að gjaldtöku af umferð í jarðgöngum á Íslandi sem fjármagna eigi rekstur og viðhald ganganna sem og hluta framkvæmdakostnaðar nýrra jarðganga. Greiningar bendi til þess að fýsilegast sé að halda utan um slík verkefni í opinberu hlutafélagi sem verði að fullu í eigu ríkisins. Þannig fáist skýr umgjörð og utanumhald um þessi verkefni. Lykilþáttur í starfsemi félagsins verði að halda utan um fjármögnun verkanna, þar með talið innheimtu notkunargjalda. Eftir eigi þó að taka afstöðu til þess hvort rétt sé að það verði í einu slíku félagi eða fleirum. Sigurður Ingi Jóhannsson sem samgönguráðherra var sá síðasti sem greiddi veggjald í Hvalfjarðargöng þegar innheimtu lauk haustið 2018, sem sjá má hér:
Vegtollar Vegagerð Samgöngur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Framkvæmdir við nýjan hringveg þvert yfir Hornafjörð hefjast með haustinu Vegagerðin og Ístak hafa skrifað undir 6,3 milljarða króna verksamning um gerð nýs vegar þvert yfir Hornafjörð, sem styttir hringveginn um tólf kílómetra. Samningurinn markar tímamót því hann er sá fyrsti á grundvelli laga um samvinnuverkefni, en í því felst einkafjármögnun og að vegfarendur greiði vegtoll. 18. júlí 2022 18:51 Ráðherra boðar gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins Gjaldtaka verður tekin upp í öllum jarðgöngum landsins á næsta eða þarnæsta ári. Innviðaráðherra boðar frumvarp um málið en tekjunum er ætlað að standa undir kostnaði við Fjarðarheiðargöng sem og önnur jarðgöng í framtíðinni. 12. júlí 2022 22:04 Fjarðarheiði gleypir öll framlög og veggjöld til jarðganga í sautján ár Svo fjárfrek verða Fjarðarheiðargöng að öll framlög á fimmtán ára jarðgangaáætlun ásamt gjaldtöku af öllum göngum duga ekki til að greiða kostnaðinn. Rými til að grafa næstu göng í landinu skapast vart fyrr en í kringum árið 2040. 14. júlí 2022 22:30 Ölfusárbrú og Axarvegur á leið í einkaframkvæmd Smíði nýrrar Ölfusárbrúar og lagning Axarvegar eru að fara í útboðsferli sem einkaframkvæmd og mun Vegagerðin í þessum og næsta mánuði óska eftir áhugasömum bjóðendum. Ný brú á Hornafjarðarfljót er þó komin lengst slíkra verkefna en tilboð verða opnuð síðar í þessari viku. 14. febrúar 2022 22:05 Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Sjá meira
Framkvæmdir við nýjan hringveg þvert yfir Hornafjörð hefjast með haustinu Vegagerðin og Ístak hafa skrifað undir 6,3 milljarða króna verksamning um gerð nýs vegar þvert yfir Hornafjörð, sem styttir hringveginn um tólf kílómetra. Samningurinn markar tímamót því hann er sá fyrsti á grundvelli laga um samvinnuverkefni, en í því felst einkafjármögnun og að vegfarendur greiði vegtoll. 18. júlí 2022 18:51
Ráðherra boðar gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins Gjaldtaka verður tekin upp í öllum jarðgöngum landsins á næsta eða þarnæsta ári. Innviðaráðherra boðar frumvarp um málið en tekjunum er ætlað að standa undir kostnaði við Fjarðarheiðargöng sem og önnur jarðgöng í framtíðinni. 12. júlí 2022 22:04
Fjarðarheiði gleypir öll framlög og veggjöld til jarðganga í sautján ár Svo fjárfrek verða Fjarðarheiðargöng að öll framlög á fimmtán ára jarðgangaáætlun ásamt gjaldtöku af öllum göngum duga ekki til að greiða kostnaðinn. Rými til að grafa næstu göng í landinu skapast vart fyrr en í kringum árið 2040. 14. júlí 2022 22:30
Ölfusárbrú og Axarvegur á leið í einkaframkvæmd Smíði nýrrar Ölfusárbrúar og lagning Axarvegar eru að fara í útboðsferli sem einkaframkvæmd og mun Vegagerðin í þessum og næsta mánuði óska eftir áhugasömum bjóðendum. Ný brú á Hornafjarðarfljót er þó komin lengst slíkra verkefna en tilboð verða opnuð síðar í þessari viku. 14. febrúar 2022 22:05