Utan vallar: Hvernig ertu í lit? Valur Páll Eiríksson skrifar 20. júlí 2022 11:31 KR-ingar hafa ekki átt sitt besta sumar. vísir/hulda margrét „Þegar ég sé svona gæja eins og þig, finnst mér öll veröldin breyta um svip. Þú hefur þannig áhrif á mig, að ég fell í yfirlið“ sungu Dúkkulísurnar á níunda áratugnum í laginu Svarthvíta hetjan mín sem hefur reglulega verið leikið af stuðningsmönnum sem óður til hetjanna í liði KR þegar best lætur. Óhætt er að segja að fáir hafi fallið í yfirlið vegna þokka KR-inga eftir 1-1 jafntefli þeirra við Fram á Meistaravöllum í toppslag neðri hluta Bestu deildar karla í fótbolta í gærkvöld. Hornamark snemma í síðari hálfleik bjargaði stigi eftir fyrri hálfleik sem knúði Rúnar Kristinsson til tveggja breytinga í hléi. Eftir strembið gengi undanfarinna vikna stillti KR upp í 4-4-2 í upphafi leiks þar sem meðalhæð framlínunnar var 193 sentímetrar. Hvort uppleggið í upphafi var að finna höfuð framherjanna tveggja veit undirritaður ekki, en líkt og oft áður í sumar virðast fyrirgjafir úr djúpum kantstöðum í flestum tilfellum vera leiðin sem farin er. KR átti þónokkra fína spilkafla í leiknum og virðist liðið gjarnan leggja sig fram við það að spila út frá markmanni, og út úr vörninni. Vandamálin skapast hins vegar þegar framar á völlinn er komið þar sem sköpunargleðin virðist sogin úr mönnum, hægleikinn og fyrirsjáanleikinn þrýsta boltanum út í djúpa kantstöðu hvaðan boltanum er fleygt í átt að teignum upp á von og óvon. Gæjalegir taka öll völd Theódór Elmar Bjarnason hefur verið fastamaður í liði KR í sumar.Vísir/Hulda Margrét Ef litið er til litarsnauðs sóknarleiks liðsins eru ef til vill tveir leikmenn sem veita honum lit. Engum dyljast náttúrulegir hæfileikar þeirra Stefáns Árna Geirssonar og Theodórs Elmars Bjarnasonar sem virðast eiga að opna leiðir sem öðrum eru lokaðar, gegn iðulega þéttum varnarmúr gestaliðs í Vesturbæ. Það virðist þó oftast að snertingar þeirra á boltann teljist á fingrum beggja handa þegar honum er leikið til þeirra. Tilhneiging þeirra til að sýna fimi sína virðist taka yfir, sem því miður fyrir þá svarthvítu, virðist gjarnan hægja enn frekar á og þyngja róðurinn sóknarlega. Þeim er þó ef til vill lítill greiði gerður af hreyfingarlitlum samherjum. Dugar að sýna hörku, kjark og þor? Senn eru liðnir tveir mánuðir síðan KR vann síðast leik í deildinni, sem vannst gegn annarri svarthvítri hetju í tilvistarkreppu, í Kaplakrika þann 29. maí. Árangurinn á heimavelli er einkum rýr: 27 stig úr síðustu 25 leikjum á Meistaravöllum. Rúnar hefur stýrt KR til þriggja Íslandsmeistaratitla og jafnmargra bikartitla í tveimur stjóratíðum sínum frá 2011 til 2014 og frá 2017 til dagsins í dag.Vísir/Hulda Margrét Grámyglan og þyngslin sem einkenna stemninguna í Vesturbæ fór fram hjá fáum sem sátu í stúkunni í Frostaskjóli í gærkvöld. Neikvæðnin á pöllunum var raunar óþægileg og það var ekki nema einu sinni sem að Bóas náði að kreista upp eins og eitt stuðningslag úr þungbrýndum KR-ingum í fátæklega mannaðri stúkunni. Óhróðrinum kyngdi niður, hvort sem var gasprað inn á völlinn eða muldrað af heldri mönnum. Ljóst er að einhverra breytinga er þörf, en hvort þær þurfi að eiga sér stað á hliðarlínunni, í stúkunni eða annars staðar skal ósagt látið. Breytingarnar hafa vissulega verið miklar síðustu misseri þar sem nýir menn hafa komið inn í stöðu formanns félagsins, formanns knattspyrnudeildar, framkvæmdastjóra, markaðstjóra og íþróttastjóra. Nú síðast viku Jóhannes Karl Sigursteinsson, sem þjálfari kvennaliðs félagsins þar sem hann gagnrýndi vinnubrögð innan félagsins við brotthvarfið, og Sigurvin Ólafsson úr stöðu sinni sem aðstoðarþjálfari karla (og þjálfari KV) til að vera Eiði Smára Guðjohnsen til halds og trausts hjá FH. Bjarni tók við sem framkvæmdastjóri KR í fyrra og kom inn í þjálfarateymi liðsins snemmsumars.Vísir/Bára Dröfn Færi það svo að knattspyrnudeild KR sæi uppsögn Rúnars Kristinssonar sem besta kostinn í stöðunni vekur það hins vegar aðeins fleiri spurningar. Yrði hún þá líka að segja upp aðstoðarþjálfaranum Bjarna Guðjónssyni? Hvað hefði framkvæmdastjórinn Bjarni Guðjónsson um það að segja? En hvað þá með fyrirliðann Pálma Rafn Pálmason? Myndi íþróttastjóri KR, Pálmi Rafn Pálmason, hafa sömu skoðun á þeirri ákvörðun? Hver sem næstu skref verða er ljóst að einhverjar leiðir þarf að finna til að fá stúkuna og hinn almenna KR-ing aftur með félaginu í lið. KR hefur áður tekist á við lægðir í stjóratíð Rúnars og ávallt hefur hann stigið upp til að snúa hlutum við og skapa lið sem sýnir hörku, kjark og þor – og náð árangri. Spurningin er hvort það dugi til í þetta sinn, en víst er að KR-ingar bíða þess að sjá Svarthvítu hetjuna aftur í lit. Utan vallar KR Besta deild karla Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fleiri fréttir Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga Sjá meira
Óhætt er að segja að fáir hafi fallið í yfirlið vegna þokka KR-inga eftir 1-1 jafntefli þeirra við Fram á Meistaravöllum í toppslag neðri hluta Bestu deildar karla í fótbolta í gærkvöld. Hornamark snemma í síðari hálfleik bjargaði stigi eftir fyrri hálfleik sem knúði Rúnar Kristinsson til tveggja breytinga í hléi. Eftir strembið gengi undanfarinna vikna stillti KR upp í 4-4-2 í upphafi leiks þar sem meðalhæð framlínunnar var 193 sentímetrar. Hvort uppleggið í upphafi var að finna höfuð framherjanna tveggja veit undirritaður ekki, en líkt og oft áður í sumar virðast fyrirgjafir úr djúpum kantstöðum í flestum tilfellum vera leiðin sem farin er. KR átti þónokkra fína spilkafla í leiknum og virðist liðið gjarnan leggja sig fram við það að spila út frá markmanni, og út úr vörninni. Vandamálin skapast hins vegar þegar framar á völlinn er komið þar sem sköpunargleðin virðist sogin úr mönnum, hægleikinn og fyrirsjáanleikinn þrýsta boltanum út í djúpa kantstöðu hvaðan boltanum er fleygt í átt að teignum upp á von og óvon. Gæjalegir taka öll völd Theódór Elmar Bjarnason hefur verið fastamaður í liði KR í sumar.Vísir/Hulda Margrét Ef litið er til litarsnauðs sóknarleiks liðsins eru ef til vill tveir leikmenn sem veita honum lit. Engum dyljast náttúrulegir hæfileikar þeirra Stefáns Árna Geirssonar og Theodórs Elmars Bjarnasonar sem virðast eiga að opna leiðir sem öðrum eru lokaðar, gegn iðulega þéttum varnarmúr gestaliðs í Vesturbæ. Það virðist þó oftast að snertingar þeirra á boltann teljist á fingrum beggja handa þegar honum er leikið til þeirra. Tilhneiging þeirra til að sýna fimi sína virðist taka yfir, sem því miður fyrir þá svarthvítu, virðist gjarnan hægja enn frekar á og þyngja róðurinn sóknarlega. Þeim er þó ef til vill lítill greiði gerður af hreyfingarlitlum samherjum. Dugar að sýna hörku, kjark og þor? Senn eru liðnir tveir mánuðir síðan KR vann síðast leik í deildinni, sem vannst gegn annarri svarthvítri hetju í tilvistarkreppu, í Kaplakrika þann 29. maí. Árangurinn á heimavelli er einkum rýr: 27 stig úr síðustu 25 leikjum á Meistaravöllum. Rúnar hefur stýrt KR til þriggja Íslandsmeistaratitla og jafnmargra bikartitla í tveimur stjóratíðum sínum frá 2011 til 2014 og frá 2017 til dagsins í dag.Vísir/Hulda Margrét Grámyglan og þyngslin sem einkenna stemninguna í Vesturbæ fór fram hjá fáum sem sátu í stúkunni í Frostaskjóli í gærkvöld. Neikvæðnin á pöllunum var raunar óþægileg og það var ekki nema einu sinni sem að Bóas náði að kreista upp eins og eitt stuðningslag úr þungbrýndum KR-ingum í fátæklega mannaðri stúkunni. Óhróðrinum kyngdi niður, hvort sem var gasprað inn á völlinn eða muldrað af heldri mönnum. Ljóst er að einhverra breytinga er þörf, en hvort þær þurfi að eiga sér stað á hliðarlínunni, í stúkunni eða annars staðar skal ósagt látið. Breytingarnar hafa vissulega verið miklar síðustu misseri þar sem nýir menn hafa komið inn í stöðu formanns félagsins, formanns knattspyrnudeildar, framkvæmdastjóra, markaðstjóra og íþróttastjóra. Nú síðast viku Jóhannes Karl Sigursteinsson, sem þjálfari kvennaliðs félagsins þar sem hann gagnrýndi vinnubrögð innan félagsins við brotthvarfið, og Sigurvin Ólafsson úr stöðu sinni sem aðstoðarþjálfari karla (og þjálfari KV) til að vera Eiði Smára Guðjohnsen til halds og trausts hjá FH. Bjarni tók við sem framkvæmdastjóri KR í fyrra og kom inn í þjálfarateymi liðsins snemmsumars.Vísir/Bára Dröfn Færi það svo að knattspyrnudeild KR sæi uppsögn Rúnars Kristinssonar sem besta kostinn í stöðunni vekur það hins vegar aðeins fleiri spurningar. Yrði hún þá líka að segja upp aðstoðarþjálfaranum Bjarna Guðjónssyni? Hvað hefði framkvæmdastjórinn Bjarni Guðjónsson um það að segja? En hvað þá með fyrirliðann Pálma Rafn Pálmason? Myndi íþróttastjóri KR, Pálmi Rafn Pálmason, hafa sömu skoðun á þeirri ákvörðun? Hver sem næstu skref verða er ljóst að einhverjar leiðir þarf að finna til að fá stúkuna og hinn almenna KR-ing aftur með félaginu í lið. KR hefur áður tekist á við lægðir í stjóratíð Rúnars og ávallt hefur hann stigið upp til að snúa hlutum við og skapa lið sem sýnir hörku, kjark og þor – og náð árangri. Spurningin er hvort það dugi til í þetta sinn, en víst er að KR-ingar bíða þess að sjá Svarthvítu hetjuna aftur í lit.
Utan vallar KR Besta deild karla Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fleiri fréttir Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn