Hinn fjölhæfi Viktor Örlygur er einnig fimur á saumavélinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2022 09:30 Viktor Örlygur í einum af fjórum Evrópuleikjum Víkings til þessa á leiktíðinni. Vísir/Hulda Margrét Undirbúningur leikmanna er misjafn fyrir stóran Evrópuleik. Víkingurinn Viktor Örlygur Andrason verður að öllum líkindum í byrjunarliðinu er Íslands- og bikarmeistararnir mæta The New Saints frá Wales í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Undirbúningur hans er töluvert frábrugðinn öðrum leikmönnum liðsins. Leikmaðurinn fjölhæfi hannar og saumar snyrtitöskur og kortaveski úr leðri sem kemur úr bóndabæ langafa hans. Áður hefur verið fjallað um fjölhæfni Viktors Örlygs í tölvuleiknum Football Manager en þar getur hann leikið að því virðist allar stöður nema í marki þó hann hafi einnig spilað þar á sínum tíma. „Þetta byrjaði fyrir alvöru fyrir svona einu og hálfu ári. Þá byrjaði ég að gera kortaveski og svo í janúar fékk í Covid-19 og fór aðeins að pæla í þessu, horfði á nokkur myndbönd og eftir það fór ég að gera snyrtitöskur. Fór til bólstrara, fékk afgangsleður þar og þá fór þetta að rúlla,“ sagði Viktor Örlygur um iðn sína. „Þetta er mest bara Youtube, einhver myndbönd þar ásamt Instagram og Google, fullt af upplýsingum þar. Það eru ekkert rosalega margir í þessu á Íslandi,“ sagði Viktor Örlygur aðspurður hvar hann hefði lært fag sitt. Leðrið hefur lengi verið í fjölskyldunni. „Þetta er frá kindunum sem langafi átti, sem bróðir mömmu lét súta. Það var eitthvað til af því sem hafði ekki verið notað svo ég fékk það frá mömmu.“ „Það er smá biðlisti og ég for vonandi að vinna í honum bráðum. Það eru einhverjar pantanir komnar. Svo þegar ég er búinn að hanna betur töskurnar og fullkomna þær þá fer kannski alvöru framleiðsla í gang.“ Einn þeirra sem hefur fengið tösku er nýjasti leikmaður norska stórliðsins Rosenborg. „Hún er geggjuð,“ sagði Kristall Máni Ingason um töskuna sem hann fékk frá samherja sínum. „Það er alveg hægt að segja það. Að hafa eitthvað annað að gera en fótboltann þegar hann er í smá pásu yfir daginn. Þá er fínt að fara í þetta,“ sagði Viktor Örlygur að endingu í viðtali sem sjá má hér að neðan. Leikur Víkings og The New Saints frá Wales hefst klukkan 19.30. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport en útsending hefst klukkan 19.20. Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
Leikmaðurinn fjölhæfi hannar og saumar snyrtitöskur og kortaveski úr leðri sem kemur úr bóndabæ langafa hans. Áður hefur verið fjallað um fjölhæfni Viktors Örlygs í tölvuleiknum Football Manager en þar getur hann leikið að því virðist allar stöður nema í marki þó hann hafi einnig spilað þar á sínum tíma. „Þetta byrjaði fyrir alvöru fyrir svona einu og hálfu ári. Þá byrjaði ég að gera kortaveski og svo í janúar fékk í Covid-19 og fór aðeins að pæla í þessu, horfði á nokkur myndbönd og eftir það fór ég að gera snyrtitöskur. Fór til bólstrara, fékk afgangsleður þar og þá fór þetta að rúlla,“ sagði Viktor Örlygur um iðn sína. „Þetta er mest bara Youtube, einhver myndbönd þar ásamt Instagram og Google, fullt af upplýsingum þar. Það eru ekkert rosalega margir í þessu á Íslandi,“ sagði Viktor Örlygur aðspurður hvar hann hefði lært fag sitt. Leðrið hefur lengi verið í fjölskyldunni. „Þetta er frá kindunum sem langafi átti, sem bróðir mömmu lét súta. Það var eitthvað til af því sem hafði ekki verið notað svo ég fékk það frá mömmu.“ „Það er smá biðlisti og ég for vonandi að vinna í honum bráðum. Það eru einhverjar pantanir komnar. Svo þegar ég er búinn að hanna betur töskurnar og fullkomna þær þá fer kannski alvöru framleiðsla í gang.“ Einn þeirra sem hefur fengið tösku er nýjasti leikmaður norska stórliðsins Rosenborg. „Hún er geggjuð,“ sagði Kristall Máni Ingason um töskuna sem hann fékk frá samherja sínum. „Það er alveg hægt að segja það. Að hafa eitthvað annað að gera en fótboltann þegar hann er í smá pásu yfir daginn. Þá er fínt að fara í þetta,“ sagði Viktor Örlygur að endingu í viðtali sem sjá má hér að neðan. Leikur Víkings og The New Saints frá Wales hefst klukkan 19.30. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport en útsending hefst klukkan 19.20.
Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti