Þessi 33 ára rúgbíleikmaður birti myndband af sér á samfélagsmiðlum þar sem mátti sjá hann veipa inni á klósetti á meðan leik liðsins stóð. Hann lék ekki leikinn, en var í leikmannahóp liðsins á leikdegi.
Former Gold Coast Titans skipper Kevin Proctor allegedly posted a video of himself vaping in a toilet during his club’s clash with the Bulldogs.
— news.com.au (@newscomauHQ) July 25, 2022
https://t.co/jOtiURc5WB
Með því að birta þetta myndband af sér að veipa inni klósetti var Proctor í rauninni að brjóta tvær reglur. Annars vegar er bannað að veipa inni á áströlskum leikvöngum og hins vegar banna reglur deildarinnar leikmönnum að vera með símann sinn á meðan leik stendur.
Gold Coast Titans sendi svo frá sér yfirlýsingu eftir leikinn þar sem greint var frá því að Proctor hefði verið látinn fara.
„Kvein Proctor hefur verið leystur undan skyldum sínum hjá Gold Coast Titans það sem eftir lifir árs,“ sagði í yfirlýsingunni.
„Proctor braut bæði reglur deildarinnar og reglurnar á leikvanginum. Hann mun ekki snúa aftur til að æfa eða spila með liðinu.“
Samningur Proctor við Gold Coast Titans átti að renna út í lok þessa tímabils, en nú er ljóst að hann hefur leikið sinn seinasta leik fyrir liðið. Hann hafði verið á mála hjá liðinu síðan 2017 og á að baki 22 leiki fyrir nýsjálenska landsliðið.