Sex ára stúlka og foreldrar hennar skotin til bana á tjaldstæði Eiður Þór Árnason skrifar 25. júlí 2022 12:03 Hjónin Tyler Schmidt og Sarah voru á ferðalagi ásamt börnum sínum Arlo og Lulu. Ljósmyndin var tekin þegar þau voru á göngu nærri Cedar Falls í Iowa þann 23. júlí síðastliðinn. AP/Skyldmenni Schmidt fjölskyldunnar Sex ára gömul stúlka var skotin til bana ásamt foreldrum sínum í Iowa í Bandaríkjunum fyrir helgi. Fjölskyldan var í útilegu í Maquoketa Caves þjóðgarðinum þegar voðaverkið átti sér stað. Að sögn lögreglu fundust lík hinna 42 ára gömlu Sarah og Tyler Schmidt og dótturinnar Lulu í tjaldi þeirra á föstudag. Níu ára sonur hjónanna sem var með í för lifði árásina af. 23 ára gamall karlmaður er grunaður um verknaðinn. Lögregla fann lík hans í sama þjóðgarði en talið er að sá hafi tekið eigið líf eftir að hann banaði fjölskyldunni. Fram kemur í frétt BBC að rannsókn málsins standi enn yfir. Mitch Mortvedt, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar í Iowa, sagði í samtali við staðarmiðil að engar tilkynningar hafi borist um átök milli fórnarlambanna og grunaða árásarmannsins áður en hann lét til skarar skríða. Sá hefur verið nafngreindur sem Anthony Orlando Sherwin og er sagður hafa gist á sama tjaldstæði og fjölskyldan. Safna peningum fyrir drenginn Lík fórnarlambanna fannst á föstudagsmorgun og voru viðbragðaðilar kallaðir á staðinn klukkan 06:23 að staðartíma. Þjóðgarðurinn var rýmdur í kjölfarið en þá var talið að hætta gæti enn stafað af honum. Eftir leit úr lofti fannst lík hans í nokkurri fjarlægð frá tjaldstæðinu. Fjármunum er nú safnað á söfnunarsíðunni GoFundMe til að hjálpa níu ára syni hjónanna sem lifði árásina af. Hátt í 150 þúsund Bandaríkjadalir höfðu safnast síðdegis í gær sem samsvarar um tuttugu milljónum íslenskra króna. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Að sögn lögreglu fundust lík hinna 42 ára gömlu Sarah og Tyler Schmidt og dótturinnar Lulu í tjaldi þeirra á föstudag. Níu ára sonur hjónanna sem var með í för lifði árásina af. 23 ára gamall karlmaður er grunaður um verknaðinn. Lögregla fann lík hans í sama þjóðgarði en talið er að sá hafi tekið eigið líf eftir að hann banaði fjölskyldunni. Fram kemur í frétt BBC að rannsókn málsins standi enn yfir. Mitch Mortvedt, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar í Iowa, sagði í samtali við staðarmiðil að engar tilkynningar hafi borist um átök milli fórnarlambanna og grunaða árásarmannsins áður en hann lét til skarar skríða. Sá hefur verið nafngreindur sem Anthony Orlando Sherwin og er sagður hafa gist á sama tjaldstæði og fjölskyldan. Safna peningum fyrir drenginn Lík fórnarlambanna fannst á föstudagsmorgun og voru viðbragðaðilar kallaðir á staðinn klukkan 06:23 að staðartíma. Þjóðgarðurinn var rýmdur í kjölfarið en þá var talið að hætta gæti enn stafað af honum. Eftir leit úr lofti fannst lík hans í nokkurri fjarlægð frá tjaldstæðinu. Fjármunum er nú safnað á söfnunarsíðunni GoFundMe til að hjálpa níu ára syni hjónanna sem lifði árásina af. Hátt í 150 þúsund Bandaríkjadalir höfðu safnast síðdegis í gær sem samsvarar um tuttugu milljónum íslenskra króna.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira