Sandá í Þistilfirði komin í gang Karl Lúðvíksson skrifar 26. júlí 2022 11:03 Sandá í Þistilfirði á sinn trygga hóp veiðimanna en eftir að SVFR varð leigutaki að ánni hafa sífellt fleiri fengið tækifæri til að kynnast henni. Hún þykir afskaplega skemmtileg veiðiá og oft á tíðum krefjandi eftir því en það er nákvæmlega það sem dregur veiðimenn að bökkum hennar. Áin er aldeilis hrokkin í gang en í gær var búið að bóka 86 fiska. Síðasta holl var með 23 fiska og hollið þar á undan með 28 fiska. Uppistaðan í veiðinni eru stórfiskar en nokkrir um og yfir 90 cm hafa veiðst þar síðustu daga. Á myndinni sem fylgir fréttinni er Hilmir Víglundsson með lax í yfirstærð sem hann fékk á Fossbrotinu og er það einn af mörgum fiskum sem þeir lönduðu í síðasta holli. Stangveiði Mest lesið Norðurá: Veiðimenn búnir að fá sig fullsadda af hækkunum Veiði Hrútafjarðará löngu uppseld Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði Mikil eftirspurn eftir laxveiðileyfum fyrir 2017 Veiði Haugur líklega ein vinsælasta fluga sumarsins Veiði Kvikmyndahátið fluguveiðimannsins Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Hylurinn er vikulegt hlaðvarp um veiði Veiði 30 laxa holl í Stóru Laxá Veiði Fín veiði í Kvíslaveitum Veiði
Hún þykir afskaplega skemmtileg veiðiá og oft á tíðum krefjandi eftir því en það er nákvæmlega það sem dregur veiðimenn að bökkum hennar. Áin er aldeilis hrokkin í gang en í gær var búið að bóka 86 fiska. Síðasta holl var með 23 fiska og hollið þar á undan með 28 fiska. Uppistaðan í veiðinni eru stórfiskar en nokkrir um og yfir 90 cm hafa veiðst þar síðustu daga. Á myndinni sem fylgir fréttinni er Hilmir Víglundsson með lax í yfirstærð sem hann fékk á Fossbrotinu og er það einn af mörgum fiskum sem þeir lönduðu í síðasta holli.
Stangveiði Mest lesið Norðurá: Veiðimenn búnir að fá sig fullsadda af hækkunum Veiði Hrútafjarðará löngu uppseld Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði Mikil eftirspurn eftir laxveiðileyfum fyrir 2017 Veiði Haugur líklega ein vinsælasta fluga sumarsins Veiði Kvikmyndahátið fluguveiðimannsins Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Hylurinn er vikulegt hlaðvarp um veiði Veiði 30 laxa holl í Stóru Laxá Veiði Fín veiði í Kvíslaveitum Veiði