„Ég vil ekki fara í próf til að sanna að ég sé hinsegin“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Magnús Jochum Pálsson skrifa 26. júlí 2022 17:59 Beatriz Moreno kom hingað fyrir ári síðar ásamt konu sinni. Þær flúðu Venesúela vegna róstursams ástands og kynhneigð þeirra bætti ástandið ekki, enda enn ekki búið að lögleiða samkynhneigð í landinu. Vísir/Einar Samkynhneigð flóttakona frá Venesúela segir íslensk stjórnvöld ekki hafa veitt henni hæli þrátt fyrir að ólöglegt sé að vera hinsegin í heimalandi hennar. Henni sé hætta búin í heimalandinu vegna kynhneigðar sinnar, sem Útlendingastofnun telji að sé ekki til staðar. Beatriz Moreno kom til Íslands síðasta sumar með eiginkonu sinni og þær sóttu um hæli vegna róstursams ástands í heimalandi þeirra. Hagkerfið í Venesúela er í molum og óðaverðbólga herjar á þjóðina auk þess sem stjórnmálin hafa verið í upplausn. Þá hefur borgarastyrjöld auk þess brotist út milli hersins, sem sakaður hefur verið um ýmis mannréttindabrot, og vígahópa. Samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum hafa meira en sjö milljónir manna flúið Venesúela á undanförnum árum og meira en 950 þúsund sótt um hæli um allan heim. „Útlendingastofnun heldur því fram að ástandið í Venesúela fari batnandi. Við Venezúelabúar, ekki bara ég heldur Venesúalabúar út um allan heim, erum að berjast fyrir því að halda því á lofti að Venesúela sé enn á slæmum stað. Í okkar huga er landið enn mjög hættulegt,“ segir Beatriz. Kynhneigðin ekki nóg til að fá hæli vegna batnandi ástands Beatriz er menntaður blaðamaður en hefur ekki getað starfað sem slíkur vegna pólitísks óstöðugleika. „Núna er það þannig í Venesúela að ef þú mótmælið því sem verið er að gera geta stjórnvöld ofsótt þig. Það er erfitt að mennta sig, það er erfitt að fá mannsæmandi laun og það er erfitt að vera hinsegin af því að það er í grunninn ólöglegt að vera hinsegin í Venesúela,“ segir hún. Beatriz ásamt eiginkonu sinni Jaelis Dorante hér á Íslandi.Aðsend Taka skal fram að í Venesúela er það ekki bannað samkvæmt lögum að vera hinsegin. Mýmörg dæmi eru hins vegar um að hinsegin fólk hafi sætt pólitískum ofsóknum eftir að það hafi mætt á samstöðufundi og gagnrýnt stjórnvöld. Beatriz segir að þau hjónin hafi komið til Íslands þar sem þær hafi talið líklegt að þær fengju hér hæli. Til að mynda fengu allir umsækjendur frá Venesúela alþjóðlega vernd hér á landi árið 2019 vegna ástandsins þar í landi. Eftir að hafa farið í gegnum það ferli sem fylgir slíkri umsókn hafi þeim hins vegar verið hafnað. Mat Útlendingastofnunar hafi verið það að vegna batnandi ástands í Venesúela þyrftu þær ekki hæli hér. Kynhneigð þeirra hjóna væri ekki nóg til að veita þeim hæli. „Verandi kona sem á kvenkyns maka, teljum við Ísland vera gott land þar sem við getum stofnað fjölskyldu og þar sem við getum séð börn okkar vaxa úr grasi. Hér tel ég að konan hafi mikið vægi. Þar sem jafnvel laun karlanna eru sambærileg launum kvennanna og ég held að þetta sé gott land,“ segir Beatriz. „Útlendingastofnun véfengir ekki kynhneigð mína en í viðtalinu segi ég þeim hvers vegna ég fór. Ég segi að ég hafi farið vegna ástandsins. Ein af ástæðunum sé líka að það er í grunninn ólöglegt að vera hinsegin í Venesúela, það hefur afleiðingar fyrir líf manns, maður er ofsóttur og það er meðal ástæðanna sem ég fór,“ segir hún. „Þau vita að ég kom hingað með maka, að ég er gift en þau véfengja það. Þau vita að ein af ástæðunum fyrir því að ég fór er vegna samkynhneigðar.“ „Ég er ekki að ljúga“ Útlendingastofnun hafnaði umsókn þeirra en þær hafa kært niðurstöðuna. Þær geti ekki snúið aftur heim. „Ég væri hrædd við að snúa aftur af því ég veit að ég gæti ekki átt eðlilegt líf með maka mínum, gæti ekki átt eðlilegt fjölskyldulíf eða eðlilega atvinnu. Ég gæti ekki átt eðlilegt líf eins og Íslendingur getur átt á Íslandi.“ Athugasemdir Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara, sem hann lét falla um samkynhneigða hælisleitendum á samfélagsmiðlum í síðustu viku, hafi verið henni áfall. Hún þakkar Samtökunum '78 fyrir þann stuðning sem þau hjónin hafi fengið frá fyrstu mínútu. Beatriz segist ekki geta snúið aftur til heimalandsins vegna pólitískra ofsókna meðal annars.Vísir/Einar „Það er ekki auðvelt að tala um þennan Helga. Það er erfitt, í minni stöðu, að tala um það sem vararíkissaksóknari sagði. Það er erfitt að tala um það af því mig langar ekki að vera hrædd við að tjá mig eða hafa skoðun. Hvað sem öðru líður finnst mér að hver og einn eigi að hafa rétt til að tjá sig. En ég er ekki í stöðu til að véfengja það sem hann sagði. Það er hlutverk þeirra em vinna innan dómsmálaráðuneytisins,“ segir Beatriz. „Ég vona að hann og þeir sem eru yfir Útlendingastofunun, að þetta sé ekki það sem þeir hugsi almennt um samkynhneigða. Ég vona að þetta sé ekki raunin. Ég vona að allt fari vel og að hver sem fari fyrir þessum málum sjái að við erum ekki að ljúga. Ég er ekki að ljúga og ég vil ekki fara í próf til að sanna að ég sé hinsegin. En það er erfitt að tala um þetta,“ segir hún. „Ég vona að hann hugsi fallega um hælisleitendur og samkynhneigða og að hann og aðrir séu tilbúin til að opna dyrnar fyrir okkur.“ Fréttin var uppfærð með viðbót um lagalega stöðu hinsegin fólks í Venesúela. Hælisleitendur Flóttamenn Hinsegin Venesúela Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Beatriz Moreno kom til Íslands síðasta sumar með eiginkonu sinni og þær sóttu um hæli vegna róstursams ástands í heimalandi þeirra. Hagkerfið í Venesúela er í molum og óðaverðbólga herjar á þjóðina auk þess sem stjórnmálin hafa verið í upplausn. Þá hefur borgarastyrjöld auk þess brotist út milli hersins, sem sakaður hefur verið um ýmis mannréttindabrot, og vígahópa. Samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum hafa meira en sjö milljónir manna flúið Venesúela á undanförnum árum og meira en 950 þúsund sótt um hæli um allan heim. „Útlendingastofnun heldur því fram að ástandið í Venesúela fari batnandi. Við Venezúelabúar, ekki bara ég heldur Venesúalabúar út um allan heim, erum að berjast fyrir því að halda því á lofti að Venesúela sé enn á slæmum stað. Í okkar huga er landið enn mjög hættulegt,“ segir Beatriz. Kynhneigðin ekki nóg til að fá hæli vegna batnandi ástands Beatriz er menntaður blaðamaður en hefur ekki getað starfað sem slíkur vegna pólitísks óstöðugleika. „Núna er það þannig í Venesúela að ef þú mótmælið því sem verið er að gera geta stjórnvöld ofsótt þig. Það er erfitt að mennta sig, það er erfitt að fá mannsæmandi laun og það er erfitt að vera hinsegin af því að það er í grunninn ólöglegt að vera hinsegin í Venesúela,“ segir hún. Beatriz ásamt eiginkonu sinni Jaelis Dorante hér á Íslandi.Aðsend Taka skal fram að í Venesúela er það ekki bannað samkvæmt lögum að vera hinsegin. Mýmörg dæmi eru hins vegar um að hinsegin fólk hafi sætt pólitískum ofsóknum eftir að það hafi mætt á samstöðufundi og gagnrýnt stjórnvöld. Beatriz segir að þau hjónin hafi komið til Íslands þar sem þær hafi talið líklegt að þær fengju hér hæli. Til að mynda fengu allir umsækjendur frá Venesúela alþjóðlega vernd hér á landi árið 2019 vegna ástandsins þar í landi. Eftir að hafa farið í gegnum það ferli sem fylgir slíkri umsókn hafi þeim hins vegar verið hafnað. Mat Útlendingastofnunar hafi verið það að vegna batnandi ástands í Venesúela þyrftu þær ekki hæli hér. Kynhneigð þeirra hjóna væri ekki nóg til að veita þeim hæli. „Verandi kona sem á kvenkyns maka, teljum við Ísland vera gott land þar sem við getum stofnað fjölskyldu og þar sem við getum séð börn okkar vaxa úr grasi. Hér tel ég að konan hafi mikið vægi. Þar sem jafnvel laun karlanna eru sambærileg launum kvennanna og ég held að þetta sé gott land,“ segir Beatriz. „Útlendingastofnun véfengir ekki kynhneigð mína en í viðtalinu segi ég þeim hvers vegna ég fór. Ég segi að ég hafi farið vegna ástandsins. Ein af ástæðunum sé líka að það er í grunninn ólöglegt að vera hinsegin í Venesúela, það hefur afleiðingar fyrir líf manns, maður er ofsóttur og það er meðal ástæðanna sem ég fór,“ segir hún. „Þau vita að ég kom hingað með maka, að ég er gift en þau véfengja það. Þau vita að ein af ástæðunum fyrir því að ég fór er vegna samkynhneigðar.“ „Ég er ekki að ljúga“ Útlendingastofnun hafnaði umsókn þeirra en þær hafa kært niðurstöðuna. Þær geti ekki snúið aftur heim. „Ég væri hrædd við að snúa aftur af því ég veit að ég gæti ekki átt eðlilegt líf með maka mínum, gæti ekki átt eðlilegt fjölskyldulíf eða eðlilega atvinnu. Ég gæti ekki átt eðlilegt líf eins og Íslendingur getur átt á Íslandi.“ Athugasemdir Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara, sem hann lét falla um samkynhneigða hælisleitendum á samfélagsmiðlum í síðustu viku, hafi verið henni áfall. Hún þakkar Samtökunum '78 fyrir þann stuðning sem þau hjónin hafi fengið frá fyrstu mínútu. Beatriz segist ekki geta snúið aftur til heimalandsins vegna pólitískra ofsókna meðal annars.Vísir/Einar „Það er ekki auðvelt að tala um þennan Helga. Það er erfitt, í minni stöðu, að tala um það sem vararíkissaksóknari sagði. Það er erfitt að tala um það af því mig langar ekki að vera hrædd við að tjá mig eða hafa skoðun. Hvað sem öðru líður finnst mér að hver og einn eigi að hafa rétt til að tjá sig. En ég er ekki í stöðu til að véfengja það sem hann sagði. Það er hlutverk þeirra em vinna innan dómsmálaráðuneytisins,“ segir Beatriz. „Ég vona að hann og þeir sem eru yfir Útlendingastofunun, að þetta sé ekki það sem þeir hugsi almennt um samkynhneigða. Ég vona að þetta sé ekki raunin. Ég vona að allt fari vel og að hver sem fari fyrir þessum málum sjái að við erum ekki að ljúga. Ég er ekki að ljúga og ég vil ekki fara í próf til að sanna að ég sé hinsegin. En það er erfitt að tala um þetta,“ segir hún. „Ég vona að hann hugsi fallega um hælisleitendur og samkynhneigða og að hann og aðrir séu tilbúin til að opna dyrnar fyrir okkur.“ Fréttin var uppfærð með viðbót um lagalega stöðu hinsegin fólks í Venesúela.
Hælisleitendur Flóttamenn Hinsegin Venesúela Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira