Hælspyrnuhetjan og fleiri um markið ótrúlega: Ég get ekki útskýrt hvað gerðist Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júlí 2022 09:30 Alessia Russo fagnar hér markinu sínu í gær. Getty/James Gill Ensku ljónynjurnar eru á góðri leið með að vinna langþráðan titil fyrir enska landsliðið í knattspyrnu en þær unnu frábæran 4-0 sigur á Svíum í undanúrslitaleik Evrópumótsins í gær. Af þessum fjórum mörkum eru auðvitað flestir að tala um þriðja markið sem varamaðurinn Alessia Russo skoraði með eftirminnilegri hælspyrnu. Russo hefur skorað fjögur mörk á mótinu eftir að hafa komið inn á sem varamaður og það er ekki oft sem ein af stjörnum stórmóts sé leikmaður sem kemst ekki í byrjunarlið. Alessia Russo og fleiri leikmenn enska liðsins voru spurðar út í þetta magnaða mark eftir leikinn. Váááá! Russo með ótrúlegt mark. Hællinn var það! Englendingar komnir í 3-0 og Russo með sitt fjórða mark á mótinu - öll af bekknum pic.twitter.com/hgnhUmYVdy— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 26, 2022 „Eftir að ég hafði klúðrað dauðafærinu þá hugsaði ég: Ég verð að gera eitthvað í þessu. Hælspyrnan var fljótasta leiðin til að koma boltanum í markið. Þetta féll vel fyrir mig og ég hafði heppnina með mér því boltinn fór í markið,“ sagði Alessia Russo sjálf og bætti við: „Ég get ekki útskýrt hvað gerðist á þessum tímapunkti. Ég hugsaði bara ég verð að reyna að skjóta og boltinn fór inn. Ég var ánægð með það,“ sagði Russo. „Svakalegt. Ég var auðvitað hoppandi eins og allar hinar því þetta var bara ótrúlegt. Ég er svo stolt af henni og ferðalaginu hennar. Hún mun bara verða betri og betri. Það eru svo mikil forréttindi fyrir mig að vera í þessum hóp með alla hæfileikaríku leikmennina sem við höfum og Alessia hefur verið stórkostlegt,“ sagði Ellen White, sem Russo leysti af hólmi í gær. „Dónalegt, já mjög dónalegt. Ég man eftir því að hafa öskrað á hana því hún átti að skora úr fyrra færinu en svo bætti hún fyrir það með þessu. Hrós á hana því hún hefur átt ótrúlegt mót. Ég held að hún sé með klikkaða tölfræði yfir það hversu mörg mörk og stoðsendingar hún býr til á mínútu spilaðar en hún hefur átt ótrúlegt mót,“ sagði Georgia Stanway. Hér fyrir neðan má sjá hvað þær og fleiri höfðu að segja um hælspyrnumarkið eftirminnilega. Klippa: Markið hjá Alessiu Russo EM 2022 í Englandi Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira
Af þessum fjórum mörkum eru auðvitað flestir að tala um þriðja markið sem varamaðurinn Alessia Russo skoraði með eftirminnilegri hælspyrnu. Russo hefur skorað fjögur mörk á mótinu eftir að hafa komið inn á sem varamaður og það er ekki oft sem ein af stjörnum stórmóts sé leikmaður sem kemst ekki í byrjunarlið. Alessia Russo og fleiri leikmenn enska liðsins voru spurðar út í þetta magnaða mark eftir leikinn. Váááá! Russo með ótrúlegt mark. Hællinn var það! Englendingar komnir í 3-0 og Russo með sitt fjórða mark á mótinu - öll af bekknum pic.twitter.com/hgnhUmYVdy— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 26, 2022 „Eftir að ég hafði klúðrað dauðafærinu þá hugsaði ég: Ég verð að gera eitthvað í þessu. Hælspyrnan var fljótasta leiðin til að koma boltanum í markið. Þetta féll vel fyrir mig og ég hafði heppnina með mér því boltinn fór í markið,“ sagði Alessia Russo sjálf og bætti við: „Ég get ekki útskýrt hvað gerðist á þessum tímapunkti. Ég hugsaði bara ég verð að reyna að skjóta og boltinn fór inn. Ég var ánægð með það,“ sagði Russo. „Svakalegt. Ég var auðvitað hoppandi eins og allar hinar því þetta var bara ótrúlegt. Ég er svo stolt af henni og ferðalaginu hennar. Hún mun bara verða betri og betri. Það eru svo mikil forréttindi fyrir mig að vera í þessum hóp með alla hæfileikaríku leikmennina sem við höfum og Alessia hefur verið stórkostlegt,“ sagði Ellen White, sem Russo leysti af hólmi í gær. „Dónalegt, já mjög dónalegt. Ég man eftir því að hafa öskrað á hana því hún átti að skora úr fyrra færinu en svo bætti hún fyrir það með þessu. Hrós á hana því hún hefur átt ótrúlegt mót. Ég held að hún sé með klikkaða tölfræði yfir það hversu mörg mörk og stoðsendingar hún býr til á mínútu spilaðar en hún hefur átt ótrúlegt mót,“ sagði Georgia Stanway. Hér fyrir neðan má sjá hvað þær og fleiri höfðu að segja um hælspyrnumarkið eftirminnilega. Klippa: Markið hjá Alessiu Russo
EM 2022 í Englandi Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira