Stjórnarskrárbreyting veitir forseta Túnis nær alræðisvald Ólafur Björn Sverrisson skrifar 27. júlí 2022 08:52 Kais Saied fagnar sigri með stuðningsfólki sínu. Getty Nýsamþykkt stjórnarskrárbreyting í Túnis veitir forseta landsins nær alræðisvald innan stjórnkerfisins. Margir óttast að landið sé að færast aftur til einræðis. Þjóðaratkvæðagriðslan var haldin í gær, nákvæmlega ári eftir að Saied sagði upp ríkisstjórinni og setti þingstörf í algjört uppnám. Samkvæmt niðurstöðum er um 95 prósent stuðningur innan landsins við stjórnarskrárbreytinguna. Útgönguspár voru kynntar í ríkisútvarpi landsins um klukkan tvö í nótt að staðartíma. Saied ávarpaði lýðinn í kjölfarið. „Nýtt skeið er hafið í sögu Túnis,“ er haft eftir Saied í frétt ríkisútvarpsins í Túnis. „Allir þeir sem hafa framið glæpi gegn landi okkar munu svara fyrir það,“ bætti forsetinn við án þess að nefna þá glæpamenn á nafn. Einungis um þriðjungur þeirra 9,3 milljóna kosningabærra manna nýttu atkvæðarétt sinn, en margir sniðgengu atkvæðagreiðsluna í mótmælaskyni. Þrátt fyrir það var kjörsókn nokkru meiri en búist var við og gefur því vísbendingu um að forsetinn njóti enn mikils persónufylgis. Kjörstjórn var þó sökuð um að falsa kosningatölur um leið og tölurnar voru birtar. Með nýjum stjórnarskrárákvæðum verður forsetinn æðsti yfirmaður hersins, sem gerir honum kleift að skipa ríkisstjórn án stuðnings meiri hluta þingsins. Að auki verður mun auðveldara fyrir forsetann að samþykkja ný lög einhliða. Í raun sé því ómögulegt að koma forsetanum af valdastóli með núverandi stjórnskipulagi, að sögn pólitískra andstæðinga þar í landi. Túnis Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Þjóðaratkvæðagriðslan var haldin í gær, nákvæmlega ári eftir að Saied sagði upp ríkisstjórinni og setti þingstörf í algjört uppnám. Samkvæmt niðurstöðum er um 95 prósent stuðningur innan landsins við stjórnarskrárbreytinguna. Útgönguspár voru kynntar í ríkisútvarpi landsins um klukkan tvö í nótt að staðartíma. Saied ávarpaði lýðinn í kjölfarið. „Nýtt skeið er hafið í sögu Túnis,“ er haft eftir Saied í frétt ríkisútvarpsins í Túnis. „Allir þeir sem hafa framið glæpi gegn landi okkar munu svara fyrir það,“ bætti forsetinn við án þess að nefna þá glæpamenn á nafn. Einungis um þriðjungur þeirra 9,3 milljóna kosningabærra manna nýttu atkvæðarétt sinn, en margir sniðgengu atkvæðagreiðsluna í mótmælaskyni. Þrátt fyrir það var kjörsókn nokkru meiri en búist var við og gefur því vísbendingu um að forsetinn njóti enn mikils persónufylgis. Kjörstjórn var þó sökuð um að falsa kosningatölur um leið og tölurnar voru birtar. Með nýjum stjórnarskrárákvæðum verður forsetinn æðsti yfirmaður hersins, sem gerir honum kleift að skipa ríkisstjórn án stuðnings meiri hluta þingsins. Að auki verður mun auðveldara fyrir forsetann að samþykkja ný lög einhliða. Í raun sé því ómögulegt að koma forsetanum af valdastóli með núverandi stjórnskipulagi, að sögn pólitískra andstæðinga þar í landi.
Túnis Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira