Þúsundir kúa flattar út og urðaðar með rusli eftir að hafa drepist úr hita Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. júlí 2022 12:19 Meira en tvöþúsund nautgripir drápust í hitabylgjunni sem reið yfir Kansas í júní. Getty/Mario Tama Þúsundir nautgripa sem drápust vegna hitabylgju í Bandaríkjunum í júní voru urðaðir í landfyllingu í Kansas. Rotnandi hræin voru fyrst flött út með þungavinnuvélum áður en þau voru urðuð með almennu rusli. Vegna hitabylgju sem reið yfir Kansas í júní síðastliðnum drápust meira en tvö þúsund nautgripir í ríkinu samkvæmt heilbrigðiseftirliti Kansas. Kýr sem deyja af völdum hitaslaga eru vanalega fluttar inn í vinnslustöðvar þar sem þeim er breytt í dýrafóður eða áburð en í þetta skiptið voru allar slíkar verksmiðjur að þolmörkum komnar. Nautgripafyrirtæki í Kansas og fylkisstjórn Kansas sáu sér því ekki annað fært en að losa sig við hræin með því að koma þeim fyrir í landfyllingunni, segir í umfjöllun Reuters um málið. Hræ nautgripanna minni á vatnsrúm Að minnsta kosti 2.117 nautgripir drápust þegar hitinn fór hátt í 38 gráður, raki náði hámarki og það varð algjört logn í suðvesturhluta Kansas í júní. Slíkur hiti er óvenjulegur svona snemma á árinu enda var hluti nautgripanna enn í vetrarklæðum. Ekki nóg með að hitinn hafi náð hátt í 38 gráður í hitabylgjunni heldur var mikill raki á sama tíma og algjört logn.Getty/John Moore Brock Theiner, yfirmaður landfyllingarinnar í Steward-sýslu, segir að í losuninni hafi á bilinu 1.850 til tvö þúsund nautgripir verið urðaðir í landfyllingunni. Hann segir að starfsfólk hafi notað þungavinnuvélar með stálhjólum til að fletja nautgripahræin niður í tuttugu sentímetra áður en þau voru urðuð með rusli. Að sögn Theiner tók urðun nautgripanna næstum þrjár vikur. „Eftir að þú keyrir yfir þau fletjast þau út, en þau þenjast aftur út,“ sagði Theiner sem lýsti útflatningu hræjanna svo á þennan ósmekklega máta: „[Þ]að er eins og að keyra vinnuvél ofan á vatnsrúmi. Það hreyfist.“ Bandaríkin Dýr Landbúnaður Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Vegna hitabylgju sem reið yfir Kansas í júní síðastliðnum drápust meira en tvö þúsund nautgripir í ríkinu samkvæmt heilbrigðiseftirliti Kansas. Kýr sem deyja af völdum hitaslaga eru vanalega fluttar inn í vinnslustöðvar þar sem þeim er breytt í dýrafóður eða áburð en í þetta skiptið voru allar slíkar verksmiðjur að þolmörkum komnar. Nautgripafyrirtæki í Kansas og fylkisstjórn Kansas sáu sér því ekki annað fært en að losa sig við hræin með því að koma þeim fyrir í landfyllingunni, segir í umfjöllun Reuters um málið. Hræ nautgripanna minni á vatnsrúm Að minnsta kosti 2.117 nautgripir drápust þegar hitinn fór hátt í 38 gráður, raki náði hámarki og það varð algjört logn í suðvesturhluta Kansas í júní. Slíkur hiti er óvenjulegur svona snemma á árinu enda var hluti nautgripanna enn í vetrarklæðum. Ekki nóg með að hitinn hafi náð hátt í 38 gráður í hitabylgjunni heldur var mikill raki á sama tíma og algjört logn.Getty/John Moore Brock Theiner, yfirmaður landfyllingarinnar í Steward-sýslu, segir að í losuninni hafi á bilinu 1.850 til tvö þúsund nautgripir verið urðaðir í landfyllingunni. Hann segir að starfsfólk hafi notað þungavinnuvélar með stálhjólum til að fletja nautgripahræin niður í tuttugu sentímetra áður en þau voru urðuð með rusli. Að sögn Theiner tók urðun nautgripanna næstum þrjár vikur. „Eftir að þú keyrir yfir þau fletjast þau út, en þau þenjast aftur út,“ sagði Theiner sem lýsti útflatningu hræjanna svo á þennan ósmekklega máta: „[Þ]að er eins og að keyra vinnuvél ofan á vatnsrúmi. Það hreyfist.“
Bandaríkin Dýr Landbúnaður Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila