Allt á floti á Selfossi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 27. júlí 2022 11:49 Svona lítur tjaldsvæðið við Gestshús á Selfossi út í dag. vísir/magnús hlynur Gular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir Suður- og Suðausturland í dag vegna úrhellis. „Það er allt á floti“ segir eigandi tjaldsvæðis á Selfossi, sem fer einna verst út úr rigningunum í dag. Vegagerðin hefur talsverðar áhyggjur af brú á hringveginum vegna vatnavaxta. Mestu rigningar sumarsins ganga nú yfir Suðurlandið sem stendur nú í skilum lægðar sem nær yfir Vesturland. Rigningin er gríðarleg bæði á Selfossi og undir Eyjafjöllum en samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er rigningin komin upp í tæpa 50 millimetra þar frá því klukkan sex í gærkvöldi. „Já og bara fyrir tíu mínútum var alveg svakaleg gusa. Og svo rignir bara stöðugt enn þá. Þannig að það þýðir ekkert að hugsa um að drena eitt eða neitt fyrr en það hættir að rigna,“ segir Elísabet Steinunn Jóhannsdóttir Sörensen, eigandi tjaldsvæðisins við Gestshús á Selfossi. Gestir þess vöknuðu upp við gríðarstóra polla á svæðinu í morgun. Mestu pollarnir mynduðust við hjólhýsasvæði tjaldsvæðisins.vísir/magnús hlynur „Það koma alveg tjarnir hérna. Það er allt á floti. En það er líka búið að rigna meira eða minna allan júlí þannig að jarðvegurinn hér tekur ekki við miklu,“ segir Elísabet. Gestir tjaldsvæðisins hafa þó ekki látið þetta skemma fyrir sér. „Þeir taka þessu bara með jafnaðargeði og gera bara pínulítið grín af því að vera á tjaldsvæði í svona veðri. Með einkasundlaug fyrir framan tjaldið sitt og svona. Þannig að þetta er bara partur af ævintýrinu. Svona er bara Ísland,“ segir Elísabet létt í bragði. Óvíst hvort brúin haldi Sem fyrr segir er rigningin einna mest undir Eyjafjöllum. Þar má búast við miklum vatnavöxtum á svæðinu en Vegagerðin óttast að bráðabirgðabrú, á Hringveginum yfir Jökulsá á Sólheimasandi, haldi ekki verði mikill vöxtur í ánni. „Þetta er náttúrulega rigning sem að hittir á jökulinn þarna þannig að það verður mjög mikil aukning í ánni að öllum líkindum. Og við höfum aðeins áhyggjur af því að þessi bráðabirgðabrú verði fyrir tjóni,“ segir Magnús Valur Jóhannsson, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar. Bráðabirgðabrúin var sett upp á meðan verið var að byggja nýja brú yfir ána. vegagerðin Verið er að vakta ána stanslaust og nái hún vissri vatnshæð verður brúnni lokað og umferð stýrt um ókláraða nýja brú sem verið er að byggja yfir ána. Hún er mun öruggari að sögn Magnúsar. „Hún er náttúrulega ekki fullbúin og það eru ekki komin upp vegrið á kantana og slíkt. En við munum lækka hámarkshraðann, hann verður bara 30 á þessu svæði, og stýra umferð yfir hana í eina átt í senn með ljósum,“ segir Magnús Valur. Hann beinir því til ökumanna sem ferðast um þennan kafla Hringvegarins í dag að fara varlega og fara að öllu eftir fyrirmælum og upplýsingum frá Vegagerðinni. Veður Árborg Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Óljóst hvort brúin við Jökulsá standi af sér vatnsflauminn Búast má við miklum vatnavöxtum á sunnanverðu landinu í dag vegna mikillar rigningar og er óljóst hvort bráðabirgðabrú við Jökulsá á Sólheimasandi standi af sér vatnsflauminn. 27. júlí 2022 10:11 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Sjá meira
Mestu rigningar sumarsins ganga nú yfir Suðurlandið sem stendur nú í skilum lægðar sem nær yfir Vesturland. Rigningin er gríðarleg bæði á Selfossi og undir Eyjafjöllum en samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er rigningin komin upp í tæpa 50 millimetra þar frá því klukkan sex í gærkvöldi. „Já og bara fyrir tíu mínútum var alveg svakaleg gusa. Og svo rignir bara stöðugt enn þá. Þannig að það þýðir ekkert að hugsa um að drena eitt eða neitt fyrr en það hættir að rigna,“ segir Elísabet Steinunn Jóhannsdóttir Sörensen, eigandi tjaldsvæðisins við Gestshús á Selfossi. Gestir þess vöknuðu upp við gríðarstóra polla á svæðinu í morgun. Mestu pollarnir mynduðust við hjólhýsasvæði tjaldsvæðisins.vísir/magnús hlynur „Það koma alveg tjarnir hérna. Það er allt á floti. En það er líka búið að rigna meira eða minna allan júlí þannig að jarðvegurinn hér tekur ekki við miklu,“ segir Elísabet. Gestir tjaldsvæðisins hafa þó ekki látið þetta skemma fyrir sér. „Þeir taka þessu bara með jafnaðargeði og gera bara pínulítið grín af því að vera á tjaldsvæði í svona veðri. Með einkasundlaug fyrir framan tjaldið sitt og svona. Þannig að þetta er bara partur af ævintýrinu. Svona er bara Ísland,“ segir Elísabet létt í bragði. Óvíst hvort brúin haldi Sem fyrr segir er rigningin einna mest undir Eyjafjöllum. Þar má búast við miklum vatnavöxtum á svæðinu en Vegagerðin óttast að bráðabirgðabrú, á Hringveginum yfir Jökulsá á Sólheimasandi, haldi ekki verði mikill vöxtur í ánni. „Þetta er náttúrulega rigning sem að hittir á jökulinn þarna þannig að það verður mjög mikil aukning í ánni að öllum líkindum. Og við höfum aðeins áhyggjur af því að þessi bráðabirgðabrú verði fyrir tjóni,“ segir Magnús Valur Jóhannsson, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar. Bráðabirgðabrúin var sett upp á meðan verið var að byggja nýja brú yfir ána. vegagerðin Verið er að vakta ána stanslaust og nái hún vissri vatnshæð verður brúnni lokað og umferð stýrt um ókláraða nýja brú sem verið er að byggja yfir ána. Hún er mun öruggari að sögn Magnúsar. „Hún er náttúrulega ekki fullbúin og það eru ekki komin upp vegrið á kantana og slíkt. En við munum lækka hámarkshraðann, hann verður bara 30 á þessu svæði, og stýra umferð yfir hana í eina átt í senn með ljósum,“ segir Magnús Valur. Hann beinir því til ökumanna sem ferðast um þennan kafla Hringvegarins í dag að fara varlega og fara að öllu eftir fyrirmælum og upplýsingum frá Vegagerðinni.
Veður Árborg Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Óljóst hvort brúin við Jökulsá standi af sér vatnsflauminn Búast má við miklum vatnavöxtum á sunnanverðu landinu í dag vegna mikillar rigningar og er óljóst hvort bráðabirgðabrú við Jökulsá á Sólheimasandi standi af sér vatnsflauminn. 27. júlí 2022 10:11 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Sjá meira
Óljóst hvort brúin við Jökulsá standi af sér vatnsflauminn Búast má við miklum vatnavöxtum á sunnanverðu landinu í dag vegna mikillar rigningar og er óljóst hvort bráðabirgðabrú við Jökulsá á Sólheimasandi standi af sér vatnsflauminn. 27. júlí 2022 10:11