Þessar eiga að verja titilinn í Lúxemborg Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. júlí 2022 13:24 Íslensku stelpurnar eiga Evrópumeistaratitil að verja í Lúxemborg í september. stefán pálsson Landslið Íslands fyrir Evrópumótið í hópfimleikum hafa verið valin. Íslendingar eiga titil að verja í kvennaflokki. EM í hópfimleikum verður haldið í Lúxemborg 14.-17. september. Ísland sendir fimm lið til leiks, einu fleira en á EM í Portúgal í fyrra. Íslendingar tefla fram karla- og kvennaliði í fullorðinsflokki og þremur liðum í unglingaflokki; stúlkna- og drengjaliði og blönduðu liði. Ísland var ekki með drengjalið á síðasta Evrópumóti. Sem fyrr sagði vann kvennalið Íslands til gullverðlauna á EM í fyrra. Íslendingar fengu jafn háa einkunn og Svíar en vann fleiri áhöld. Þetta var fyrsti Evrópumeistaratitill Íslands frá 2012. Kvennalið Íslands í hópfimleikum var valið lið ársins af Samtökum íþróttafréttamanna í fyrra og Kolbrún Þöll Þorradóttir var í 2. sæti í valinu á Íþróttamanni ársins. Hún var valin í úrvalslið EM ásamt Ástu Kristinsdóttur og Helga Laxdal Aðalgeirssyni. Auður Helga Halldórsdóttir var valin efnilegasti keppandi mótsins. Níu af þrettán í kvennaliði Íslands að þessu sinni koma úr röðum Íslands- og bikarmeistara Stjörnunnar, þrjár úr Gerplu og ein úr Selfossi. Í karlaliði Íslands eru ellefu af tólf úr Stjörnunni. Karla- og stúlknalið Íslands unnu silfur á EM í fyrra og blandað lið í unglingaflokki brons. Íslensku liðin hafa æft saman síðan í júní. Æfingamót fyrir EM verður haldið í Ásgarði í Garðabæ 27. ágúst. Lið Íslands á EM í hópfimleikum 2022 má sjá með því að smella hér, eða hér fyrir neðan. Fimleikar EM í hópfimleikum Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
EM í hópfimleikum verður haldið í Lúxemborg 14.-17. september. Ísland sendir fimm lið til leiks, einu fleira en á EM í Portúgal í fyrra. Íslendingar tefla fram karla- og kvennaliði í fullorðinsflokki og þremur liðum í unglingaflokki; stúlkna- og drengjaliði og blönduðu liði. Ísland var ekki með drengjalið á síðasta Evrópumóti. Sem fyrr sagði vann kvennalið Íslands til gullverðlauna á EM í fyrra. Íslendingar fengu jafn háa einkunn og Svíar en vann fleiri áhöld. Þetta var fyrsti Evrópumeistaratitill Íslands frá 2012. Kvennalið Íslands í hópfimleikum var valið lið ársins af Samtökum íþróttafréttamanna í fyrra og Kolbrún Þöll Þorradóttir var í 2. sæti í valinu á Íþróttamanni ársins. Hún var valin í úrvalslið EM ásamt Ástu Kristinsdóttur og Helga Laxdal Aðalgeirssyni. Auður Helga Halldórsdóttir var valin efnilegasti keppandi mótsins. Níu af þrettán í kvennaliði Íslands að þessu sinni koma úr röðum Íslands- og bikarmeistara Stjörnunnar, þrjár úr Gerplu og ein úr Selfossi. Í karlaliði Íslands eru ellefu af tólf úr Stjörnunni. Karla- og stúlknalið Íslands unnu silfur á EM í fyrra og blandað lið í unglingaflokki brons. Íslensku liðin hafa æft saman síðan í júní. Æfingamót fyrir EM verður haldið í Ásgarði í Garðabæ 27. ágúst. Lið Íslands á EM í hópfimleikum 2022 má sjá með því að smella hér, eða hér fyrir neðan.
Fimleikar EM í hópfimleikum Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira