Unga stuðstelpan í stúkunni fékk gefins miða á úrslitaleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2022 11:31 Þessi ungi stuðningsmaður enska kvennalandsliðsins hafði yfir miklu að fagna eftir 4-0 sigurinn í undanúrslitaleiknum í Sheffield. Þetta er þó ekki Tess sem sló í gegn í gengum sjónvarpsvélarnar í leikslok. Getty/Shaun Botterill Ensku ljónynjurnar eru komnar alla leið í úrslitaleikinn á Evrópumótinu þar sem þær mæta Þýskalandi á Wembley á sunnudaginn. England tryggði sér sitt sæti með 4-0 stórsigri á Svíþjóð og eftir leikinn vakti fögnuður ungrar stelpu mikla athygli. Tess is off to the #WEURO2022 finalThe little girl who captured the nation's hearts dancing along to 'Sweet Caroline' is on her way to Wembley to cheer on the #Lionesses @BBCSport @GabbyLogan broke the news on @BBCOne - we'll have more on #BBCBreakfast pic.twitter.com/pg37mTHdjl— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) July 27, 2022 Sú heitir Tess og fékk á sig myndavélarnar í leikslok þar sem hún söng og dansaði á meðan lagið „Sweet Caroline“ var spilað í hátalarakerfinu. Í enska landsliðsbúningnum og dansandi af gleði þá vann hún hug og hjörtu bresku þjóðarinnar. Enska kvennalandsliðið hefur heldur betur stolið sviðsljósinu og ungar stelpur eins og Tess eru nú komnar með frábærar fyrirmyndir sem ætti bara að auka hróður kvennaboltans í Englandi á næstu árum og áratugum. The nation watched young #Lionesses fan Tess dancing her heart out to Sweet Caroline as the England reached the #Euro22 final last night Not only did #BBCBreakfast track her down @IanWright0 had some words of wisdom for her too https://t.co/gzNxI01bAN pic.twitter.com/BeGazP8kMy— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) July 27, 2022 Daginn eftir undanúrslitaleikinn voru fréttamenn BBC búnir að leita stelpuna uppi og fengu hana í viðtal í morgunþætti sínum ásamt ömmu sinni. Ian Wright ræddi við hana og hún var í stóru hlutverki í þættinum. Tess sagði frá því að hún hafi ekkert gert sér grein fyrir því að hún væri í beinni útsendingu sjónvarpsins frá leik sem stór hluti þjóðarinnar var að fylgjast með. „Við vorum í smá sjokki þegar við sáum hana á skjánum,“ viðurkenndi amma Tess. Hápunkturinn var síðan þegar Tess var boðið á úrslitaleikinn og viðbrögðin hennar voru stórskemmtileg eins og sjá má hér fyrir neðan. The star of our post-match celebrations Thank you so much for joining us on #LionessesLive, Tess! pic.twitter.com/v8CkGkGGAN— Lionesses (@Lionesses) July 27, 2022 EM 2022 í Englandi Mest lesið Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Sjá meira
England tryggði sér sitt sæti með 4-0 stórsigri á Svíþjóð og eftir leikinn vakti fögnuður ungrar stelpu mikla athygli. Tess is off to the #WEURO2022 finalThe little girl who captured the nation's hearts dancing along to 'Sweet Caroline' is on her way to Wembley to cheer on the #Lionesses @BBCSport @GabbyLogan broke the news on @BBCOne - we'll have more on #BBCBreakfast pic.twitter.com/pg37mTHdjl— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) July 27, 2022 Sú heitir Tess og fékk á sig myndavélarnar í leikslok þar sem hún söng og dansaði á meðan lagið „Sweet Caroline“ var spilað í hátalarakerfinu. Í enska landsliðsbúningnum og dansandi af gleði þá vann hún hug og hjörtu bresku þjóðarinnar. Enska kvennalandsliðið hefur heldur betur stolið sviðsljósinu og ungar stelpur eins og Tess eru nú komnar með frábærar fyrirmyndir sem ætti bara að auka hróður kvennaboltans í Englandi á næstu árum og áratugum. The nation watched young #Lionesses fan Tess dancing her heart out to Sweet Caroline as the England reached the #Euro22 final last night Not only did #BBCBreakfast track her down @IanWright0 had some words of wisdom for her too https://t.co/gzNxI01bAN pic.twitter.com/BeGazP8kMy— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) July 27, 2022 Daginn eftir undanúrslitaleikinn voru fréttamenn BBC búnir að leita stelpuna uppi og fengu hana í viðtal í morgunþætti sínum ásamt ömmu sinni. Ian Wright ræddi við hana og hún var í stóru hlutverki í þættinum. Tess sagði frá því að hún hafi ekkert gert sér grein fyrir því að hún væri í beinni útsendingu sjónvarpsins frá leik sem stór hluti þjóðarinnar var að fylgjast með. „Við vorum í smá sjokki þegar við sáum hana á skjánum,“ viðurkenndi amma Tess. Hápunkturinn var síðan þegar Tess var boðið á úrslitaleikinn og viðbrögðin hennar voru stórskemmtileg eins og sjá má hér fyrir neðan. The star of our post-match celebrations Thank you so much for joining us on #LionessesLive, Tess! pic.twitter.com/v8CkGkGGAN— Lionesses (@Lionesses) July 27, 2022
EM 2022 í Englandi Mest lesið Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Sjá meira