Reyndi nýliðinn að gera gæfumuninn fyrir þýsku stelpurnar á þessu EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2022 12:31 Alexandra Popp fagnar öðru marka sinna á móti Frakklandi í undanúrslitaleiknum í gær. EPA-EFE/Tolga Akmen Alexandra Popp missti af tveimur síðustu Evrópumótum vegna meiðsla og er því að taka þátt í sínu fyrsta EM í sumar þrátt fyrir að spila fyrir Þýskaland og hafa verið í hópi öflugustu framherja álfunnar í langan tíma. Það er óhætt að segja að frumraunin langþráða gangi vel. Popp tryggði þýska landsliðinu sæti í úrslitaleik Evrópumótsins með því að skora bæði mörkin í 2-1 sigri á Frakklandi í undanúrslitaleiknum í gær. Five goals in five games.Alex Popp has scored in every #WEURO2022 match pic.twitter.com/HRmJ1ezzN5— B/R Football (@brfootball) July 27, 2022 Popp er orðin 31 árs en er engu að síður að spila á sínu fyrsta Evrópumóti. Hún hefur skorað næstum því helming marka þýska landsliðsins á mótinu og er markahæst á mótinu með sex mörk ásamt hinni ensku Beth Mead. „Ég verð að viðurkenna að ég er tilfinningasamari en vanalega af því að ég veit hvað ég þurfti að gera til þess að komast hingað. Að vera hér, hafa tækifæri til að standa sig og vera laus við meiðsli gerir mig mjög stolta,“ sagði Alexandra Popp eftir leikinn. 6 - Alexandra Popp has scored six of Germany's 13 goals at the 2022 Women's Euros (46%). Popp has scored six times from 17 shots, while the rest of Germany's squad has combined for seven goals from 75 shots. Precision. #WEURO2022 pic.twitter.com/iDmC7kwMCC— OptaJoe (@OptaJoe) July 27, 2022 „En ég verð líka að þakka öllum þeim sem hafa hjálpað mér, læknaliðnu í félaginu og þjálfararnir bæði þar og hér. Þeir höfðu alltaf trú á mér og gáfu mér tækifæri til að vera hér,“ sagði Popp. „Ég er orðinn mjög hættuleg núna alveg eins og í fortíðinni. Það var ekki þannig um tíma af því að ég var alltaf meidd,“ sagði Popp. Þjóðverjar eru komnir yfir! Þetta er nákvæmlega það sem leikurinn þurfti. Frábær spilkafli hjá þeim þýsku og Popp rekur smiðshöggið á sóknina. 5 mörk í 5 leikjum hjá henni! pic.twitter.com/lCdXoh2XqE— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 27, 2022 Popp missti af Evrópumótinu 2013 vegna meiðsla. Hún spilaði þá í gegnum ökklameiðsli til að hjálpa Wolfsburg að vinna þrennuna 2012-13 tímabilið en það kostaði hana Evrópumótið þar sem þýska landsliðið landaði sigri. Á síðasta Evrópumóti fyrir fimm árum þá var hún meidd á hné. Hún meiddist í aðdraganda þessa móts og fékk líka kórónuveiruna á lokasprettinum en var valinn í liðið og hefur heldur betur launað það traust. Popp hefur skorað í öllum fimm leikjum þýska liðsins á mótinu sem er nýtt met. Ekki slæmt á þínu fyrsta Evrópumóti. Hún mun því berjast bæði um EM-gull og gullskó í úrslitaleiknum á sunnudaginn kemur. Þjóðverjar eru komnir yfir! Alexandra Popp hættir ekki að skora! pic.twitter.com/spySrIfxaC— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 27, 2022 EM 2022 í Englandi Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira
Popp tryggði þýska landsliðinu sæti í úrslitaleik Evrópumótsins með því að skora bæði mörkin í 2-1 sigri á Frakklandi í undanúrslitaleiknum í gær. Five goals in five games.Alex Popp has scored in every #WEURO2022 match pic.twitter.com/HRmJ1ezzN5— B/R Football (@brfootball) July 27, 2022 Popp er orðin 31 árs en er engu að síður að spila á sínu fyrsta Evrópumóti. Hún hefur skorað næstum því helming marka þýska landsliðsins á mótinu og er markahæst á mótinu með sex mörk ásamt hinni ensku Beth Mead. „Ég verð að viðurkenna að ég er tilfinningasamari en vanalega af því að ég veit hvað ég þurfti að gera til þess að komast hingað. Að vera hér, hafa tækifæri til að standa sig og vera laus við meiðsli gerir mig mjög stolta,“ sagði Alexandra Popp eftir leikinn. 6 - Alexandra Popp has scored six of Germany's 13 goals at the 2022 Women's Euros (46%). Popp has scored six times from 17 shots, while the rest of Germany's squad has combined for seven goals from 75 shots. Precision. #WEURO2022 pic.twitter.com/iDmC7kwMCC— OptaJoe (@OptaJoe) July 27, 2022 „En ég verð líka að þakka öllum þeim sem hafa hjálpað mér, læknaliðnu í félaginu og þjálfararnir bæði þar og hér. Þeir höfðu alltaf trú á mér og gáfu mér tækifæri til að vera hér,“ sagði Popp. „Ég er orðinn mjög hættuleg núna alveg eins og í fortíðinni. Það var ekki þannig um tíma af því að ég var alltaf meidd,“ sagði Popp. Þjóðverjar eru komnir yfir! Þetta er nákvæmlega það sem leikurinn þurfti. Frábær spilkafli hjá þeim þýsku og Popp rekur smiðshöggið á sóknina. 5 mörk í 5 leikjum hjá henni! pic.twitter.com/lCdXoh2XqE— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 27, 2022 Popp missti af Evrópumótinu 2013 vegna meiðsla. Hún spilaði þá í gegnum ökklameiðsli til að hjálpa Wolfsburg að vinna þrennuna 2012-13 tímabilið en það kostaði hana Evrópumótið þar sem þýska landsliðið landaði sigri. Á síðasta Evrópumóti fyrir fimm árum þá var hún meidd á hné. Hún meiddist í aðdraganda þessa móts og fékk líka kórónuveiruna á lokasprettinum en var valinn í liðið og hefur heldur betur launað það traust. Popp hefur skorað í öllum fimm leikjum þýska liðsins á mótinu sem er nýtt met. Ekki slæmt á þínu fyrsta Evrópumóti. Hún mun því berjast bæði um EM-gull og gullskó í úrslitaleiknum á sunnudaginn kemur. Þjóðverjar eru komnir yfir! Alexandra Popp hættir ekki að skora! pic.twitter.com/spySrIfxaC— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 27, 2022
EM 2022 í Englandi Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira