Hver verður markadrotting á EM? Valur Páll Eiríksson skrifar 30. júlí 2022 10:30 Mead og Popp berjast ekki aðeins um Evróputitilinn. Samsett/Getty Tveir markahæstu leikmenn Evrópumóts kvenna í fótbolta verða báðir í eldlínunni þegar England mætir Þýskalandi í úrslitaleik mótsins á morgun. Hin enska Beth Mead og Alexandra Popp frá Þýskalandi hafa báðar skorað sex mörk á EM og hafa með því jafnað met Inku Grings sem snýr að flestum mörkum leikmanns á einu Evrópumóti. Báðar hafa þær því tækifæri til að bæta metið þegar úrslitaleikurinn fer fram á Wembley í Lundúnum síðdegist á morgun. Mead leikur á kantinum hjá Englandi en var lengi vel framherji á sínum ferli. Hún raðaði inn mörkum hjá Sunderland og var keypt til Arsenal árið 2017. Hún þurfti að gefa framherjastöðuna þar eftir þegar hin hollenska Vivianne Miedema gekk í raðir félagsins en virðist vera lunknari við markaskorun í kantstöðunni hjá Englandi en með félagsliðinu. Hún hefur skorað 20 mörk í 19 landsleikjum á síðustu tveimur árum, til samanburðar við 15 mörk í 43 deildarleikjum með Arsenal á sama tíma. Mead og Popp í baráttunni í leik Arsenal og Wolfsburg í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í mars.Catherine Ivill/Getty Images Þrátt fyrir að vera fyrirliði Þýskalands og að hafa leikið 119 landsleiki frá árinu 2010 er Alexandra Popp að leika á sínu fyrsta Evrópumóti. Meiðsli héldu henni frá síðustu tveimur mótum og hún rétt náði sér af meiðslum í tæka tíð fyrir mótið í ár. Popp hefur, líkt og Mead, þurft að gefa framherjastöðuna eftir hjá félagsliði sínu þar sem hún hefur mest leikið á miðjunni síðustu misseri. Hún var á bekknum í fyrsta leik Þýskalands en þegar framherjinn Lea Schuller smitaðist af Covid fékk Popp tækifæri sem hún hefur svo sannarlega nýtt. Popp hefur skorað í öllum fimm leikjum Þýskalands á mótinu og er sú fyrsta í sögunni til að gera það. Geta hennar í loftinu hefur sérstaklega nýst þeim þýsku vel en fjögur markanna hefur hún skorað með skalla. Hvor þeirra tveggja verður ofan á kemur í ljós á morgun en þá er ekki hægt að útiloka Alessiu Russo, leikmann Manchester United, í markadrottingarbaráttunni. Hún hefur skorað fjögur mörk og dugar henni að skora tvö mörk til að jafna þær tvær fyrrnefndu. Líklegast er þó baráttan milli þeirra Mead og Popp, sem myndu þó líklega glaðar gefa markadrottningartitilinn eftir fyrir Evrópugull. EM 2022 í Englandi Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Sjá meira
Hin enska Beth Mead og Alexandra Popp frá Þýskalandi hafa báðar skorað sex mörk á EM og hafa með því jafnað met Inku Grings sem snýr að flestum mörkum leikmanns á einu Evrópumóti. Báðar hafa þær því tækifæri til að bæta metið þegar úrslitaleikurinn fer fram á Wembley í Lundúnum síðdegist á morgun. Mead leikur á kantinum hjá Englandi en var lengi vel framherji á sínum ferli. Hún raðaði inn mörkum hjá Sunderland og var keypt til Arsenal árið 2017. Hún þurfti að gefa framherjastöðuna þar eftir þegar hin hollenska Vivianne Miedema gekk í raðir félagsins en virðist vera lunknari við markaskorun í kantstöðunni hjá Englandi en með félagsliðinu. Hún hefur skorað 20 mörk í 19 landsleikjum á síðustu tveimur árum, til samanburðar við 15 mörk í 43 deildarleikjum með Arsenal á sama tíma. Mead og Popp í baráttunni í leik Arsenal og Wolfsburg í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í mars.Catherine Ivill/Getty Images Þrátt fyrir að vera fyrirliði Þýskalands og að hafa leikið 119 landsleiki frá árinu 2010 er Alexandra Popp að leika á sínu fyrsta Evrópumóti. Meiðsli héldu henni frá síðustu tveimur mótum og hún rétt náði sér af meiðslum í tæka tíð fyrir mótið í ár. Popp hefur, líkt og Mead, þurft að gefa framherjastöðuna eftir hjá félagsliði sínu þar sem hún hefur mest leikið á miðjunni síðustu misseri. Hún var á bekknum í fyrsta leik Þýskalands en þegar framherjinn Lea Schuller smitaðist af Covid fékk Popp tækifæri sem hún hefur svo sannarlega nýtt. Popp hefur skorað í öllum fimm leikjum Þýskalands á mótinu og er sú fyrsta í sögunni til að gera það. Geta hennar í loftinu hefur sérstaklega nýst þeim þýsku vel en fjögur markanna hefur hún skorað með skalla. Hvor þeirra tveggja verður ofan á kemur í ljós á morgun en þá er ekki hægt að útiloka Alessiu Russo, leikmann Manchester United, í markadrottingarbaráttunni. Hún hefur skorað fjögur mörk og dugar henni að skora tvö mörk til að jafna þær tvær fyrrnefndu. Líklegast er þó baráttan milli þeirra Mead og Popp, sem myndu þó líklega glaðar gefa markadrottningartitilinn eftir fyrir Evrópugull.
EM 2022 í Englandi Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Sjá meira