Alfons á aðeins fjóra mánuði eftir af samningi sínum við Bodo/Glimt og má því ræða við önnur félög.
Tyrkneski blaðamaðurinn Ekrem Konur segir frá því að Twitter reikningi sínum í dag að Lazio, Aston Villa, Lyon og Bayer Leverkusen hafi öll áhuga á þessum 24 ára gamla hægri bakverði sem lék með Þór og Breiðablik hér á landi áður en hann hélt utan til Svíþjóðar í atvinnumennsku.
EXCL Lazio, Aston Villa, Lyon and Leverkusen are interested in Alfons Sampsted, the 24-year-old right-back from FK Bodø/Glimt. #Glimt
— Ekrem KONUR (@Ekremkonur) July 31, 2022
#SSLazio #AVFC #OL #Bayer04 pic.twitter.com/fJJNPYaN6u
Alfons hefur leikið 13 landsleiki fyrir A-landslið Íslands en hann hefur verið algjör lykilmaður í sterku liði Bodo/Glimt síðan hann gekk í raðir þess frá Norrköping snemma árs 2020.