Fótbolti

Segir Alfons vera undir smásjá evrópskra stórliða

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Alfons Sampsted.
Alfons Sampsted. vísir/getty

Alfons Sampsted gæti fært sig um set frá norska meistaraliðinu Bodo/Glimt fyrr en síðar.

Alfons á aðeins fjóra mánuði eftir af samningi sínum við Bodo/Glimt og má því ræða við önnur félög.

Tyrkneski blaðamaðurinn Ekrem Konur segir frá því að Twitter reikningi sínum í dag að Lazio, Aston Villa, Lyon og Bayer Leverkusen hafi öll áhuga á þessum 24 ára gamla hægri bakverði sem lék með Þór og Breiðablik hér á landi áður en hann hélt utan til Svíþjóðar í atvinnumennsku.

Alfons hefur leikið 13 landsleiki fyrir A-landslið Íslands en hann hefur verið algjör lykilmaður í sterku liði Bodo/Glimt síðan hann gekk í raðir þess frá Norrköping snemma árs 2020.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×