Klukkan 11:00 verður dregið í fjórðu og seinustu umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Tvö Íslendingalið verða í pottinum, norsku meistararnir í Bodö/Glimt og danska liðið Midtjylland.
Þá er einn leikur á dagskrá í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld þegar KA tekur á móti KR á Greifavellinum á Akureyri. Bein útsending hefst klukkan 17:50 og verður leikurinn sýndur á Stöð 2 Sport.