Falleg saga frá bráðamóttökunni á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. ágúst 2022 20:05 Fjölskyldan í Hveragerði, sem skaut skjólshúsi yfir bresku bræðurna, Jóhann Már, Svandís og Ýmir Kári, sonur þeirra. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hjón í Hveragerði tóku að sér sjö og tíu ára bræður frá Bretlandi og leyfðu þeim að gista hjá sér í nótt. Ástæðan er sú að eiginmaðurinn er yfirlæknir á Selfossi og hafði verið að sinna bráðveikri mömmu drengjanna, sem þurfti að fara í bráðaaðgerð í Reykjavík. Bræðurnir höfðu ekki í nein hús að venda og tóku hjónin drengina að sér með leyfi barnaverndaryfirvalda. Konan kom á bráðamóttökuna á Selfossi í gærmorgun og var þar í svolítinn tíma en var svo flutt á forgangi með sjúkrabíl til Reykjavíkur í bráðaaðgerð. Konan, sem er bresk var í vikuferðalagi á Íslandi með syni sína. Þau áttu að fljúga heim í gær en ekkert varð af því. Jóhann Már, yfirlæknir á bráðamóttökunni sinnti konunni en þegar hún var farin til Reykjavíkur stóðu drengirnir einir eftir, þekktu engan og höfðu ekki í nein hús að venda. Jóhann hringdi þá í Svandísi, konu sína, og spurði hvort þau gætu ekki tekið drengina heim til sín á meðan væri verið að finna út úr málum þeirra, „Jú, jú,“ sagði eiginkonan, „ekkert mál“ og voru drengirnir í Heiðarbrúninni hjá Jóhanni, Svandísi og syni þeirra, Ými Kára, frá því síðdegis í gær og þar til í morgun. Tekið skal skýrt fram að barnaverndarnefnd gaf sitt leyfi fyrir veru bræðranna á heimili fjölskyldunnar í Hveragerði. „Þetta voru tveir breskir strákar, sem voru ótrúlega brattir miðað við aðstæður,“ segir Jóhann og Svandís Sigurðardóttir, eiginkona hans bætir við. „Já, voru ótrúlega duglegir, tóku þessu öllu með ró. Það var ótrúlega fallegt samband á milli þeirra, þessi eldri var mjög mikið að passa þann yngri.“ Og þeir sváfu í flatsæng í herberginu hans Ýmis? „Já, Ýmir var mjög ánægður að fá tvo eldri bræður aðeins lánaða og gerði svona svolítið, sem þeir gerðu,“ segir Jóhann. Þetta er ótrúlega fallegt og vel gert hjá ykkur. „Já, takk fyrir það, það var voðalega lítið annað hægt að gera. Okkur fannst þetta bara sjálfsagt, bara það rétta í stöðunni,“ bætir Jóhann við. Konan var flutt á forgangi frá bráðamóttökunni á Selfossi í gær á sjúkrahús í Reykjavík þar sem hún fór i bráðaaðgerð. Hún verður á spítalanum í nokkra daga.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bræðurnir máttu velja um í morgun hvort þeir vildu hafragraut í morgunmat eða Hunangs Cheerios, þeir völdu Cheeriosið. Fulltrúi Barnaverndar sótti þá í Hveragerði fyrir hádegi og fór með þá í heimsókn til mömmu þeirra á sjúkrahúsið og fylgdi þeim síðan í Leifsstöð þar sem þeir flugu síðdegis heim til Bretlands með fylgd í flugvélinni. En hvernig líður mömmu þeirra í dag? „Heyrðu já, hún er bara að jafna sig og bara við ágæta líðan held ég,“ segir yfirlæknir bráðamóttökunnar á Selfossi. Árborg Hveragerði Ferðamennska á Íslandi Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Fleiri fréttir Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Sjá meira
Konan kom á bráðamóttökuna á Selfossi í gærmorgun og var þar í svolítinn tíma en var svo flutt á forgangi með sjúkrabíl til Reykjavíkur í bráðaaðgerð. Konan, sem er bresk var í vikuferðalagi á Íslandi með syni sína. Þau áttu að fljúga heim í gær en ekkert varð af því. Jóhann Már, yfirlæknir á bráðamóttökunni sinnti konunni en þegar hún var farin til Reykjavíkur stóðu drengirnir einir eftir, þekktu engan og höfðu ekki í nein hús að venda. Jóhann hringdi þá í Svandísi, konu sína, og spurði hvort þau gætu ekki tekið drengina heim til sín á meðan væri verið að finna út úr málum þeirra, „Jú, jú,“ sagði eiginkonan, „ekkert mál“ og voru drengirnir í Heiðarbrúninni hjá Jóhanni, Svandísi og syni þeirra, Ými Kára, frá því síðdegis í gær og þar til í morgun. Tekið skal skýrt fram að barnaverndarnefnd gaf sitt leyfi fyrir veru bræðranna á heimili fjölskyldunnar í Hveragerði. „Þetta voru tveir breskir strákar, sem voru ótrúlega brattir miðað við aðstæður,“ segir Jóhann og Svandís Sigurðardóttir, eiginkona hans bætir við. „Já, voru ótrúlega duglegir, tóku þessu öllu með ró. Það var ótrúlega fallegt samband á milli þeirra, þessi eldri var mjög mikið að passa þann yngri.“ Og þeir sváfu í flatsæng í herberginu hans Ýmis? „Já, Ýmir var mjög ánægður að fá tvo eldri bræður aðeins lánaða og gerði svona svolítið, sem þeir gerðu,“ segir Jóhann. Þetta er ótrúlega fallegt og vel gert hjá ykkur. „Já, takk fyrir það, það var voðalega lítið annað hægt að gera. Okkur fannst þetta bara sjálfsagt, bara það rétta í stöðunni,“ bætir Jóhann við. Konan var flutt á forgangi frá bráðamóttökunni á Selfossi í gær á sjúkrahús í Reykjavík þar sem hún fór i bráðaaðgerð. Hún verður á spítalanum í nokkra daga.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bræðurnir máttu velja um í morgun hvort þeir vildu hafragraut í morgunmat eða Hunangs Cheerios, þeir völdu Cheeriosið. Fulltrúi Barnaverndar sótti þá í Hveragerði fyrir hádegi og fór með þá í heimsókn til mömmu þeirra á sjúkrahúsið og fylgdi þeim síðan í Leifsstöð þar sem þeir flugu síðdegis heim til Bretlands með fylgd í flugvélinni. En hvernig líður mömmu þeirra í dag? „Heyrðu já, hún er bara að jafna sig og bara við ágæta líðan held ég,“ segir yfirlæknir bráðamóttökunnar á Selfossi.
Árborg Hveragerði Ferðamennska á Íslandi Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Fleiri fréttir Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Sjá meira