Hetjan á haldaranum ólst upp rétt hjá Wembley leikvanginum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2022 13:00 Chloe Kelly fagnar hér sigurmarki sínu í úrslitaleik EM 2022 með eftirminnilegum hætti. AP/Rui Vieira Chloe Kelly tryggði enska landsliðinu Evrópumeistaratitilinn með sigurmarki í framlengingu en þessi 24 ára fótboltakonan máttu þola mikið mótlæti á síðasta ári. Kelly bjó til ógleymanlega stund þegar hún fagnaði sigurmarkinu með því að rífa sig úr treyjunni og fagna á haldaranum. Hún hafði komið inn á sem varamaður á 63. mínútu og skoraði sigurmarkið á 110. mínútu þegar hún var rétt kona á réttum stað eftir hornspyrnu. Kelly varð fyrir miklu áfalli í maí 2021 þegar hún sleit krossband í hné og missti af þeim sökum af Ólympíuleikunum í fyrra. Hún hefur verið að vinna sig til baka og náði að tryggja sér sæti í enska landsliðshópnum þrátt fyrir að spila bara tvo leiki á síðustu leiktíð. Hún var hins vegar að sætta sig við að vera á varamannabekknum. Það kom ekki í veg fyrir að Chloe gerði útslagið því Sarina Wiegman notaði varamenn sína frábærlega í mótinu og skoruðu þær ófá mörkin. Markið hennar Kelly var reyndar bara hennar annað mark fyrir enska landsliðið og kom það í landsleik númer sextán. Fyrsta markið kom í 3-0 sigri á Belgíu í vináttulandsleik rétt fyrir Evrópumótið. Svo skemmtilega vill til að Kelly er frá Hanwell sem í vestur London og ólst hún því upp rétt hjá Wembley-leikvanginum. Hún talaði um fagnaðarlætin sín sem hafa fengið mikið hrós á netinu. Þar kom í ljós að hún var ekki að heiðra knattspyrnukonu heldur knattspyrnumann. View this post on Instagram A post shared by Just Women s Sports (@justwomenssports) Kelly var stuðningsmaður Queens Park Rangers þegar hún var yngri og hún var á Wembley vorið 2014 þegar Bobby Zamora tryggði QPR sæti í ensku úrvalsdeildinni og fagnaði með þessum hætti. Chloe var því að ekki að hugsa um fræg fagnaðarlæti hinnar bandarísku Brandi Chastain sem fór líka úr að ofan þegar hún tryggði Bandaríkjunum heimsmeistaratitilinn 1999. Chastain skoraði þá úr lokavítinu og fagnaði með því að fara úr treyjunni og leggjast niður á hnén. „Ég sagði við fjölskylduna mína að ég hafði bara verið einu sinni áður á Wembley og það var frábær stund. Ég sagði við þau í morgun: Ímyndið ykkur ef við fáum Bobby Zamora móment og það er verður ég. Núna rættist það. Ótrúlegt. Þetta er það sem draumar snúast um,“ sagði Chloe Kelly eftir leikinn. EM 2022 í Englandi Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Sjá meira
Kelly bjó til ógleymanlega stund þegar hún fagnaði sigurmarkinu með því að rífa sig úr treyjunni og fagna á haldaranum. Hún hafði komið inn á sem varamaður á 63. mínútu og skoraði sigurmarkið á 110. mínútu þegar hún var rétt kona á réttum stað eftir hornspyrnu. Kelly varð fyrir miklu áfalli í maí 2021 þegar hún sleit krossband í hné og missti af þeim sökum af Ólympíuleikunum í fyrra. Hún hefur verið að vinna sig til baka og náði að tryggja sér sæti í enska landsliðshópnum þrátt fyrir að spila bara tvo leiki á síðustu leiktíð. Hún var hins vegar að sætta sig við að vera á varamannabekknum. Það kom ekki í veg fyrir að Chloe gerði útslagið því Sarina Wiegman notaði varamenn sína frábærlega í mótinu og skoruðu þær ófá mörkin. Markið hennar Kelly var reyndar bara hennar annað mark fyrir enska landsliðið og kom það í landsleik númer sextán. Fyrsta markið kom í 3-0 sigri á Belgíu í vináttulandsleik rétt fyrir Evrópumótið. Svo skemmtilega vill til að Kelly er frá Hanwell sem í vestur London og ólst hún því upp rétt hjá Wembley-leikvanginum. Hún talaði um fagnaðarlætin sín sem hafa fengið mikið hrós á netinu. Þar kom í ljós að hún var ekki að heiðra knattspyrnukonu heldur knattspyrnumann. View this post on Instagram A post shared by Just Women s Sports (@justwomenssports) Kelly var stuðningsmaður Queens Park Rangers þegar hún var yngri og hún var á Wembley vorið 2014 þegar Bobby Zamora tryggði QPR sæti í ensku úrvalsdeildinni og fagnaði með þessum hætti. Chloe var því að ekki að hugsa um fræg fagnaðarlæti hinnar bandarísku Brandi Chastain sem fór líka úr að ofan þegar hún tryggði Bandaríkjunum heimsmeistaratitilinn 1999. Chastain skoraði þá úr lokavítinu og fagnaði með því að fara úr treyjunni og leggjast niður á hnén. „Ég sagði við fjölskylduna mína að ég hafði bara verið einu sinni áður á Wembley og það var frábær stund. Ég sagði við þau í morgun: Ímyndið ykkur ef við fáum Bobby Zamora móment og það er verður ég. Núna rættist það. Ótrúlegt. Þetta er það sem draumar snúast um,“ sagði Chloe Kelly eftir leikinn.
EM 2022 í Englandi Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Sjá meira