Pelosi lent í Taívan og kínverskum orustuþotum flogið inn í loftvarnarsvæði þeirra Eiður Þór Árnason og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 2. ágúst 2022 18:10 Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, ásamt Joseph Wu, utanríkisráðherra Taívan (til vinstri), við komuna til landsins í dag. Ap/Utanríkisráðuneyti Taívan Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, lenti í Taívan síðdegis í dag þrátt fyrir mikla andstöðu Kínverja. Talið er að heimsóknin gæti aukið verulega á spennu á milli stórveldanna tveggja. Lítið er vitað um dagskrána en talið er að Pelosi muni þar gista í eina nótt og er mikil öryggisgæsla við hótelið þar sem hún dvelur vegna viðbúinna mótmæla. Pelosi er háttsettasti embættismaður Bandaríkjanna sem heimsækir Taívan í aldarfjórðung. Kínverjar líta á heimsóknina sem mikla ögrun þar sem litið er á Taívan sem hluta landsins og hafa varað við afleiðingum. 21 PLA aircraft (J-11*8, J-16*10, KJ-500 AEW&C, Y-9 EW and Y-8 ELINT) entered #Taiwan s southwest ADIZ on August 2, 2022. Please check our official website for more information: https://t.co/F5Qf2OVXao pic.twitter.com/1EJEdsDQGM— Ministry of National Defense, R.O.C. (@MoNDefense) August 2, 2022 Varnarmálaráðuneyti Taívan, greindi frá því síðdegis í dag að kínverski herinn hafi flogið 21 loftfari inn í loftvarnarsvæði þeirra, einkum orustuþotum. Talið er að aðgerðirnar séu hluti af viðbrögðum Kínverja við heimsókn Pelosi en kínverski herinn hefur flogið og siglt inn á varnarsvæði Taívan með markvissum hætti í nokkur ár. Ráðamenn í Kína hafa mótmælt heimsókninni harðlega en Pelosi er þessa dagana á ferð um Asíu. Kínverjar eru sagðir hafa aukið mjög hernaðarlegan viðbúnað vegna hennar, meðal annars við óformleg landamæri Kína og Taívan. Erindrekar Kína segja heimsóknina ögrun við fullveldi og öryggi landsins og ganga þvert gegn meginstefnunni um eitt Kína. Þá hefur Pelosi einnig sætt gagnrýni heima fyrir fyrir að vega að samskiptum ríkjanna tveggja sem hafa sjaldan verið brothættari. Ekkert breyst varðandi afstöðu Bandaríkjanna John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, benti hins vegar á það á blaðamannafundi í gær að Pelosi væri sjálfráð um ferðir sínar og vísaði til þrískiptingar ríkisvaldsins. Þá sagði hann fjölda annarra bandarískra embættismanna hafa heimsótt Taívan án uppákoma og að Joe Biden Bandaríkjaforseti og Xi Jinping forseti Kína hefðu rætt mögulega heimsókn Pelosi til Taívan á fjarfundi í síðustu viku. Kirby ítrekaði einnig að ekkert hefði breyst varðandi afstöðu Bandaríkjanna um eitt Kína né sjálfstæði Taívan, sem stjórnvöld viðurkenndu ekki. Undanfarin ár hefur spennan milli Kína og Bandaríkjanna aukist töluvert. Bandaríkin hafa gagnrýnt Kína fyrir þann þrýsting sem kommúnistaríkið beitir Taívan, vegna ólöglegs tilkalls Kína til nánast alls Suður-Kínahafs, vegna umfangsmikilla njósna í Bandaríkjunum, þjóðarmorð gegn Úígúrum í vesturhluta Kína og ýmislegt annað. Kínverjar hafa sömuleiðis gagnrýnt Bandaríkin vegna stuðnings þeirra við Taívan og skipasiglingar um Suður-Kínahaf. Þá hafa ráðamenn í Peking lengi sakað Bandaríkjamenn um að vilja halda aftur af Kína og koma í veg fyrir upprisu þess sem heimsveldi. Kína Bandaríkin Taívan Tengdar fréttir Kínverjar æfir yfir heimsókn Pelosi til Taívan Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar bandaríska þingsins, er væntanleg til Taívan í dag. Kínversk stjórnvöld hafa brugðist illa við fyrirhugaðri heimsókn og sendiherra Kína í Bandaríkjunum meðal annars sagt að Kínverjar muni ekki sitja aðgerðalausir hjá. 2. ágúst 2022 07:57 Varaði Biden við því að styðja Taívan Forsetar Bandaríkjanna og Kína ræddust við í gegnum fjarfundarbúnað í gærkvöldi þar sem aðalumræðuefnið var Taívan og sú viðkvæma staða sem nú er uppi. 29. júlí 2022 07:48 Hóta harkalegum viðbrögðum við heimsókn til Taívans Ráðamenn í Kína vöruðu í morgun við harkalegum viðbrögðum við mögulegri ferð Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, til Taívans í næsta mánuði. Heimsókn Pelosi, sem hefur lengi verið gagnrýnin í garð Kína, muni hafa alvarlegar afleiðingar. 19. júlí 2022 10:43 „Við munum ekki hika við að berjast“ Wei Fenghe, varnarmálaráðherra Kína, gagnrýndi Bandaríkin harkalega í ræðu sem hann hélt á öryggisráðstefnu Asíu- og Kyrrahafsríkja í Singapúr í morgun. Hann sakaði Bandaríkin um að reyna að halda aftur af framþróun Kína og einangra landið. 12. júní 2022 15:01 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Lítið er vitað um dagskrána en talið er að Pelosi muni þar gista í eina nótt og er mikil öryggisgæsla við hótelið þar sem hún dvelur vegna viðbúinna mótmæla. Pelosi er háttsettasti embættismaður Bandaríkjanna sem heimsækir Taívan í aldarfjórðung. Kínverjar líta á heimsóknina sem mikla ögrun þar sem litið er á Taívan sem hluta landsins og hafa varað við afleiðingum. 21 PLA aircraft (J-11*8, J-16*10, KJ-500 AEW&C, Y-9 EW and Y-8 ELINT) entered #Taiwan s southwest ADIZ on August 2, 2022. Please check our official website for more information: https://t.co/F5Qf2OVXao pic.twitter.com/1EJEdsDQGM— Ministry of National Defense, R.O.C. (@MoNDefense) August 2, 2022 Varnarmálaráðuneyti Taívan, greindi frá því síðdegis í dag að kínverski herinn hafi flogið 21 loftfari inn í loftvarnarsvæði þeirra, einkum orustuþotum. Talið er að aðgerðirnar séu hluti af viðbrögðum Kínverja við heimsókn Pelosi en kínverski herinn hefur flogið og siglt inn á varnarsvæði Taívan með markvissum hætti í nokkur ár. Ráðamenn í Kína hafa mótmælt heimsókninni harðlega en Pelosi er þessa dagana á ferð um Asíu. Kínverjar eru sagðir hafa aukið mjög hernaðarlegan viðbúnað vegna hennar, meðal annars við óformleg landamæri Kína og Taívan. Erindrekar Kína segja heimsóknina ögrun við fullveldi og öryggi landsins og ganga þvert gegn meginstefnunni um eitt Kína. Þá hefur Pelosi einnig sætt gagnrýni heima fyrir fyrir að vega að samskiptum ríkjanna tveggja sem hafa sjaldan verið brothættari. Ekkert breyst varðandi afstöðu Bandaríkjanna John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, benti hins vegar á það á blaðamannafundi í gær að Pelosi væri sjálfráð um ferðir sínar og vísaði til þrískiptingar ríkisvaldsins. Þá sagði hann fjölda annarra bandarískra embættismanna hafa heimsótt Taívan án uppákoma og að Joe Biden Bandaríkjaforseti og Xi Jinping forseti Kína hefðu rætt mögulega heimsókn Pelosi til Taívan á fjarfundi í síðustu viku. Kirby ítrekaði einnig að ekkert hefði breyst varðandi afstöðu Bandaríkjanna um eitt Kína né sjálfstæði Taívan, sem stjórnvöld viðurkenndu ekki. Undanfarin ár hefur spennan milli Kína og Bandaríkjanna aukist töluvert. Bandaríkin hafa gagnrýnt Kína fyrir þann þrýsting sem kommúnistaríkið beitir Taívan, vegna ólöglegs tilkalls Kína til nánast alls Suður-Kínahafs, vegna umfangsmikilla njósna í Bandaríkjunum, þjóðarmorð gegn Úígúrum í vesturhluta Kína og ýmislegt annað. Kínverjar hafa sömuleiðis gagnrýnt Bandaríkin vegna stuðnings þeirra við Taívan og skipasiglingar um Suður-Kínahaf. Þá hafa ráðamenn í Peking lengi sakað Bandaríkjamenn um að vilja halda aftur af Kína og koma í veg fyrir upprisu þess sem heimsveldi.
Kína Bandaríkin Taívan Tengdar fréttir Kínverjar æfir yfir heimsókn Pelosi til Taívan Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar bandaríska þingsins, er væntanleg til Taívan í dag. Kínversk stjórnvöld hafa brugðist illa við fyrirhugaðri heimsókn og sendiherra Kína í Bandaríkjunum meðal annars sagt að Kínverjar muni ekki sitja aðgerðalausir hjá. 2. ágúst 2022 07:57 Varaði Biden við því að styðja Taívan Forsetar Bandaríkjanna og Kína ræddust við í gegnum fjarfundarbúnað í gærkvöldi þar sem aðalumræðuefnið var Taívan og sú viðkvæma staða sem nú er uppi. 29. júlí 2022 07:48 Hóta harkalegum viðbrögðum við heimsókn til Taívans Ráðamenn í Kína vöruðu í morgun við harkalegum viðbrögðum við mögulegri ferð Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, til Taívans í næsta mánuði. Heimsókn Pelosi, sem hefur lengi verið gagnrýnin í garð Kína, muni hafa alvarlegar afleiðingar. 19. júlí 2022 10:43 „Við munum ekki hika við að berjast“ Wei Fenghe, varnarmálaráðherra Kína, gagnrýndi Bandaríkin harkalega í ræðu sem hann hélt á öryggisráðstefnu Asíu- og Kyrrahafsríkja í Singapúr í morgun. Hann sakaði Bandaríkin um að reyna að halda aftur af framþróun Kína og einangra landið. 12. júní 2022 15:01 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Kínverjar æfir yfir heimsókn Pelosi til Taívan Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar bandaríska þingsins, er væntanleg til Taívan í dag. Kínversk stjórnvöld hafa brugðist illa við fyrirhugaðri heimsókn og sendiherra Kína í Bandaríkjunum meðal annars sagt að Kínverjar muni ekki sitja aðgerðalausir hjá. 2. ágúst 2022 07:57
Varaði Biden við því að styðja Taívan Forsetar Bandaríkjanna og Kína ræddust við í gegnum fjarfundarbúnað í gærkvöldi þar sem aðalumræðuefnið var Taívan og sú viðkvæma staða sem nú er uppi. 29. júlí 2022 07:48
Hóta harkalegum viðbrögðum við heimsókn til Taívans Ráðamenn í Kína vöruðu í morgun við harkalegum viðbrögðum við mögulegri ferð Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, til Taívans í næsta mánuði. Heimsókn Pelosi, sem hefur lengi verið gagnrýnin í garð Kína, muni hafa alvarlegar afleiðingar. 19. júlí 2022 10:43
„Við munum ekki hika við að berjast“ Wei Fenghe, varnarmálaráðherra Kína, gagnrýndi Bandaríkin harkalega í ræðu sem hann hélt á öryggisráðstefnu Asíu- og Kyrrahafsríkja í Singapúr í morgun. Hann sakaði Bandaríkin um að reyna að halda aftur af framþróun Kína og einangra landið. 12. júní 2022 15:01