Mackenzie er 23 ára varnamaður sem kemur til Aftureldingar frá Coastal Carolina í All-Sun Belt deildinni í Bandaríkjunum.
Hún er fimmti erlendi leikmaðurinn sem Afturelding sækir í leikmannaglugganum, en liðið hafði áður fengið þær Maria Paterna og Victoria Kaláberová frá Aris Limassol í Kýpur og Verónica Parreno Boix og Sara Roca Sigüenza frá Elche cf Femenino á Spáni.
Afturelding situr í neðsta sæti Bestu-deildar kvenna með aðeins sex stig eftir 11 leiki. Afturelding mætir Þrótti næstkomandi fimmtudag og þarf svo sannarlega á stigum að halda ætli liðið sér að halda sæti sínu í deild þeirra bestu.